Lögmaður Styrmis: Haldlaus ákæra Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. júní 2010 12:15 Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka. Lögmaður Styrmis segir ákæru á hendur honum eiga við engin rök að styðjast. Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, telur ákæru á hendur honum haldlausa, en Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparissjóðsstjóra Byrs og Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns sparisjóðsins. Eins og fréttastofa greindi frá í gærkvöldi fyrst fjölmiðla hefur sérstakur saksóknari gefið út sínar fyrstu ákærur, en Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson fyrrverandi sparisjóðsstjóri, eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna 1,1 milljarðs króna láns sem Byr veitti félaginu Exeter Holding í tveimur hlutum eftir bankahrunið haustið 2008. Styrmir Þór Bragason er sá þriðji sem er ákærður, en hann er ákærður fyrir hlutdeild í meintu broti þeirra Jóns Þorsteins og Ragnars. Umboðssvik eru hegningarlagabrot og varða allt að tveggja ára fangelsi en allt að sex ára fangelsi ef sakir eru mjög miklar. Lánveitingin til Exeter Holding er talin hafa valdið Byr sparisjóði miklu fjárhagslegu tjóni, en peningarnir voru nýttir til að kaupa stofnfjárbréf í Byr af MP banka, áðurnefndum Jóni Þorsteini og Birgi Ómari Haraldssyni, fyrrverandi stjórnarmanni í sparisjóðnum. MP banki hafði eignast bréfin eftir veðkall á félagið Húnahorn, sem var í eigu Ragnars sparisjóðsstjóra og nokkurra annarra stjórnenda Byrs. Bankinn eignaðist bréfin eftir að Húnahorn gat ekki veitt fullnægjandi tryggingar þegar stofnfjárbréfin lækkuðu í verði, en MP banki hafði veitt félaginu lán til að fjármagna kaupin á stofnfjárbréfunum. Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður, gætir hagsmuna Styrmis Þórs Bragasonar í málinu. Ragnar segir ákæru á hendur Styrmi haldlausa. Hann segist ekki ætla að reka málið í fjölmiðlum, en segir að háttsemi Styrmis hafi falist í því að selja stofnfjárbréf og taka við greiðslu fyrir hönd MP banka. Sala á stofnfjárbréfum og móttaka greiðslu sé ekki refsiverð háttsemi samkvæmt íslenskum lögum. Fréttastofa náði í gær tali af Jóni Þorsteini Jónssyni, en hann var þá nýlentur í Keflavík. Hann hafði ekki fengið ákæru á hendur sér birta og kom því af fjöllum og vildi ekkert tjá sig um málið. Rannsókn málsins er nú lokið hjá sérstökum saksóknara. Alls voru fjórtán einstaklingar grunaðir undir rekstri málsins, en ellefu hafa nú fengið bréf um að rannsókn sé lokið og að ekki verði gefin út áæra á hendur þeim. Á meðal þeirra er Auður Arna Eiríksdóttir, fyrrverandi útibússtjóri Byrs og áðurnefndur Birgir Ómar Haraldsson. Ákærur á hendur þremenningunum, Ragnari, Jóni Þorsteini og Styrmi, verða þingfestar á næstu vikum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, eru nokkur önnur mál komin langt hjá embættinu, en hann treystir sér ekki til þess að svara hvenær rannsóknum í þessum málum ljúki. Tengdar fréttir Styrmir Þór sá þriðji sem er ákærður Þriðji maðurinn sem er ákærður í fyrstu ákærum sérstaks saksóknara er Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, en eins og fréttastofa greindi frá voru fyrrverandi sparissjóðsstjóri og fyrrverandi stjórnaformaður Byrs, auk ónafngreinds þriðja manns, ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 21:07 Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30 Byr krefst skaðabóta Samkvæmt fréttatilkynningu frá Byr hf. hefur verið lögð fram skaðabótakrafa á hendur þeim sem hafa verið ákærðir vegna lánveitinga í Exeter holding málinu. Málið er það fyrsta sem kemst á ákærustig hjá sérstökum saksóknara. 28. júní 2010 22:22 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Sjá meira
Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, telur ákæru á hendur honum haldlausa, en Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparissjóðsstjóra Byrs og Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns sparisjóðsins. Eins og fréttastofa greindi frá í gærkvöldi fyrst fjölmiðla hefur sérstakur saksóknari gefið út sínar fyrstu ákærur, en Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson fyrrverandi sparisjóðsstjóri, eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna 1,1 milljarðs króna láns sem Byr veitti félaginu Exeter Holding í tveimur hlutum eftir bankahrunið haustið 2008. Styrmir Þór Bragason er sá þriðji sem er ákærður, en hann er ákærður fyrir hlutdeild í meintu broti þeirra Jóns Þorsteins og Ragnars. Umboðssvik eru hegningarlagabrot og varða allt að tveggja ára fangelsi en allt að sex ára fangelsi ef sakir eru mjög miklar. Lánveitingin til Exeter Holding er talin hafa valdið Byr sparisjóði miklu fjárhagslegu tjóni, en peningarnir voru nýttir til að kaupa stofnfjárbréf í Byr af MP banka, áðurnefndum Jóni Þorsteini og Birgi Ómari Haraldssyni, fyrrverandi stjórnarmanni í sparisjóðnum. MP banki hafði eignast bréfin eftir veðkall á félagið Húnahorn, sem var í eigu Ragnars sparisjóðsstjóra og nokkurra annarra stjórnenda Byrs. Bankinn eignaðist bréfin eftir að Húnahorn gat ekki veitt fullnægjandi tryggingar þegar stofnfjárbréfin lækkuðu í verði, en MP banki hafði veitt félaginu lán til að fjármagna kaupin á stofnfjárbréfunum. Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður, gætir hagsmuna Styrmis Þórs Bragasonar í málinu. Ragnar segir ákæru á hendur Styrmi haldlausa. Hann segist ekki ætla að reka málið í fjölmiðlum, en segir að háttsemi Styrmis hafi falist í því að selja stofnfjárbréf og taka við greiðslu fyrir hönd MP banka. Sala á stofnfjárbréfum og móttaka greiðslu sé ekki refsiverð háttsemi samkvæmt íslenskum lögum. Fréttastofa náði í gær tali af Jóni Þorsteini Jónssyni, en hann var þá nýlentur í Keflavík. Hann hafði ekki fengið ákæru á hendur sér birta og kom því af fjöllum og vildi ekkert tjá sig um málið. Rannsókn málsins er nú lokið hjá sérstökum saksóknara. Alls voru fjórtán einstaklingar grunaðir undir rekstri málsins, en ellefu hafa nú fengið bréf um að rannsókn sé lokið og að ekki verði gefin út áæra á hendur þeim. Á meðal þeirra er Auður Arna Eiríksdóttir, fyrrverandi útibússtjóri Byrs og áðurnefndur Birgir Ómar Haraldsson. Ákærur á hendur þremenningunum, Ragnari, Jóni Þorsteini og Styrmi, verða þingfestar á næstu vikum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, eru nokkur önnur mál komin langt hjá embættinu, en hann treystir sér ekki til þess að svara hvenær rannsóknum í þessum málum ljúki.
Tengdar fréttir Styrmir Þór sá þriðji sem er ákærður Þriðji maðurinn sem er ákærður í fyrstu ákærum sérstaks saksóknara er Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, en eins og fréttastofa greindi frá voru fyrrverandi sparissjóðsstjóri og fyrrverandi stjórnaformaður Byrs, auk ónafngreinds þriðja manns, ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 21:07 Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30 Byr krefst skaðabóta Samkvæmt fréttatilkynningu frá Byr hf. hefur verið lögð fram skaðabótakrafa á hendur þeim sem hafa verið ákærðir vegna lánveitinga í Exeter holding málinu. Málið er það fyrsta sem kemst á ákærustig hjá sérstökum saksóknara. 28. júní 2010 22:22 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Sjá meira
Styrmir Þór sá þriðji sem er ákærður Þriðji maðurinn sem er ákærður í fyrstu ákærum sérstaks saksóknara er Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, en eins og fréttastofa greindi frá voru fyrrverandi sparissjóðsstjóri og fyrrverandi stjórnaformaður Byrs, auk ónafngreinds þriðja manns, ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 21:07
Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30
Byr krefst skaðabóta Samkvæmt fréttatilkynningu frá Byr hf. hefur verið lögð fram skaðabótakrafa á hendur þeim sem hafa verið ákærðir vegna lánveitinga í Exeter holding málinu. Málið er það fyrsta sem kemst á ákærustig hjá sérstökum saksóknara. 28. júní 2010 22:22