Íslenski boltinn

Logi Ólafsson ráðinn þjálfari Stjörnunnar

Logi hefur komið víða við á löngum ferli.
Logi hefur komið víða við á löngum ferli.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis þá er knattspyrnudeild Stjörnunnar búin að semja við Loga Ólafsson um að þjálfa karlalið félagsins. Samningurinn er til tveggja ára.

Hann tekur við starfinu af Bjarna Jóhannssyni sem er hættur eftir fimm ára starf í Garðabænum og farinn að þjálfa 1. deildarlið KA.

Logi var þjálfari Selfoss í sumar en féll með liðið úr Pepsi-deildinni. Samningur hans rann út eftir tímabilið og honum var því frjálst að semja við hvaða lið sem er.

Selfyssingar vildu halda honum en Garðbæingurinn Logi vildi augljóslega frekar þjálfa í heimabænum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×