Lög um opinber innkaup kosta hundruð milljóna við lyfjakaup Sveinn Arnarson skrifar 18. janúar 2016 07:00 Sjúkratryggingar Íslands vörðu rúmum fjórtán milljörðum króna í lyf á árinu 2013. Fréttablaðið/Vilhelm Íslenska ríkið gæti sparað hundruð milljóna króna á ári í lyfjakaupum ef Ísland tæki þátt í útboðum á lyfjum með öðrum þjóðum. Norðmenn náðu í fyrra að lækka verð á gigtarlyfjum um 70 prósent en við ráðstöfum um milljarði króna í sams konar lyf á hverju ári. Landspítalinn segir lög um opinber innkaup hamla því að hægt sé að taka þátt í útboðum með öðrum þjóðum. „Það hefur lengi verið í umræðunni að Íslendingar taki þátt í lyfjaútboðum með öðrum þjóðum en að svo stöddu hamla lög um opinber innkaup og lagaumhverfi í nágrannalöndunum því að svo geti orðið,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Landspítalans. Lögum um opinber innkaup frá 2007 var breytt árið 2011. Þá var lögð til heimild til að bjóða út innkaup í öðru ríki í samstarfi við önnur ríki. Við þriðju og síðustu umræðu tillögunnar kom fram breytingartillaga frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni og Sigurði Kára Kristjánssyni sem Landspítalinn telur hamla því að hægt sé að fara í útboð með öðrum þjóðum. Breytingartillagan snýr að því að áður skuli liggja fyrir sérstakt samkeppnismat á útboði erlendis og skuli fjármálaráðuneyti leita eftir staðfestingu Samkeppniseftirlitsins á því samkeppnismati. Þessi breytingartillaga var samþykkt.Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Landspítalans Fréttablaðið/ValliSjúkratryggingar Íslands vörðu rúmum fjórtán milljörðum króna í lyf samkvæmt ársreikningi stofnunarinnar fyrir árið 2013 og því er um stóran útgjaldalið fyrir hið opinbera að ræða. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir það skipta miklu máli að lækka lyfjakostnað ríkisins og vill beita sér í málinu. „Ég hef áður talað fyrir því, bæði hér á landi og við samstarfsráðherra mína á Norðurlöndum, að það sé mikilvægt að standa saman að útboðum til að lækka kostnað hins opinbera. Það er mikilvægt að breyta lögum um opinber innkaup svo að af þessu megi verða,“ segir Kristján Þór. Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir þessa grein laganna ekki vera eins hamlandi og hún líti út fyrir að vera í fyrstu. „Við höfum aðstoðað aðrar ríkisstofnanir við að fara í sameiginlegt útboð með öðrum þjóðum og það hefur gengið ágætlega. Það er mikilvægt að stofnanir láti reyna á þetta áður en þær ákveða að þetta hamli þeim í að spara fjármagn hins opinbera,“ segir Halldór. Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Íslenska ríkið gæti sparað hundruð milljóna króna á ári í lyfjakaupum ef Ísland tæki þátt í útboðum á lyfjum með öðrum þjóðum. Norðmenn náðu í fyrra að lækka verð á gigtarlyfjum um 70 prósent en við ráðstöfum um milljarði króna í sams konar lyf á hverju ári. Landspítalinn segir lög um opinber innkaup hamla því að hægt sé að taka þátt í útboðum með öðrum þjóðum. „Það hefur lengi verið í umræðunni að Íslendingar taki þátt í lyfjaútboðum með öðrum þjóðum en að svo stöddu hamla lög um opinber innkaup og lagaumhverfi í nágrannalöndunum því að svo geti orðið,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Landspítalans. Lögum um opinber innkaup frá 2007 var breytt árið 2011. Þá var lögð til heimild til að bjóða út innkaup í öðru ríki í samstarfi við önnur ríki. Við þriðju og síðustu umræðu tillögunnar kom fram breytingartillaga frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni og Sigurði Kára Kristjánssyni sem Landspítalinn telur hamla því að hægt sé að fara í útboð með öðrum þjóðum. Breytingartillagan snýr að því að áður skuli liggja fyrir sérstakt samkeppnismat á útboði erlendis og skuli fjármálaráðuneyti leita eftir staðfestingu Samkeppniseftirlitsins á því samkeppnismati. Þessi breytingartillaga var samþykkt.Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Landspítalans Fréttablaðið/ValliSjúkratryggingar Íslands vörðu rúmum fjórtán milljörðum króna í lyf samkvæmt ársreikningi stofnunarinnar fyrir árið 2013 og því er um stóran útgjaldalið fyrir hið opinbera að ræða. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir það skipta miklu máli að lækka lyfjakostnað ríkisins og vill beita sér í málinu. „Ég hef áður talað fyrir því, bæði hér á landi og við samstarfsráðherra mína á Norðurlöndum, að það sé mikilvægt að standa saman að útboðum til að lækka kostnað hins opinbera. Það er mikilvægt að breyta lögum um opinber innkaup svo að af þessu megi verða,“ segir Kristján Þór. Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir þessa grein laganna ekki vera eins hamlandi og hún líti út fyrir að vera í fyrstu. „Við höfum aðstoðað aðrar ríkisstofnanir við að fara í sameiginlegt útboð með öðrum þjóðum og það hefur gengið ágætlega. Það er mikilvægt að stofnanir láti reyna á þetta áður en þær ákveða að þetta hamli þeim í að spara fjármagn hins opinbera,“ segir Halldór.
Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira