Erlent

Loftslagsráðstefnan hafin í París

Francois Hollande, Frakklandsforseti kemur til fundarins í morgun ásamt Laurent Fabius utanríkisráðherra.
Francois Hollande, Frakklandsforseti kemur til fundarins í morgun ásamt Laurent Fabius utanríkisráðherra. Vísir/AFP

Rúmlega 150 þjóðarleiðtogar eru nú komnir saman í París þar sem loftlagsráðstefna er að hefjast. Vonast er til að hægt verði að ná sögulegu samkomulagi um að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda eftir árið 2020 og að halda hnattrænni hlýnun undir tveimur gráðum á celsíus.

Gífurleg öryggisgæsla er í borginni enda stutt síðan mannskæðar hryðjuverkaárásir voru gerðar þar. Kröfugöngur hafa verið haldnar um allan heim þar sem fólk krefst aðgerða en engin slík ganga fór þó fram í París þar sem það er bannað samkvæmt neyðarlögunum sem þar eru í gildi eftir árásirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×