Innlent

Óheilnæmt loft yfir Suðurlandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Laugarvatni á dögunum.
Frá Laugarvatni á dögunum. Mynd/Guðbjörg Þóra Jónsdóttir
Sjálfvirkur loftgæðamælir í Þjórsárdal sýndi um fjögurleytið að magn brennisteinsdíoxíðs í andrúmsloftinu væri orðið yfir 2000 míkrógrömm á rúmmetra.

Á vefsíðu Almannavarna kemur fram að fari magn brennisteinsdíoxíðs yfir 2000 míkrógrömm á rúmmetra eigi fólk með undirliggjandi sjúkdóma að halda sig innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu. Aðrir skuli forðast áreynslu utandyra og þeir sem tök hafi á skuli sömuleiðis halda sig inni, loka gluggum og slökkva á loftræstingu.

Loftgæði eru fyrst mjög óholl þegar magn brennisteinsdíoxíðs fer yfir 9000 míkrógrömm á rúmmetra. Almenningur er hvattur til þess að fylgjast vel með loftgæðum og kynna sér upplýsingar Umhverfisstofnunar og Landlæknis sem finna má á síðu almannavarna.

xxx




Fleiri fréttir

Sjá meira


×