Ljósnet fyrir neytendur 4. mars 2010 06:00 Sævar Freyr Þráinsson skrifar um gagnaflutninga Síminn kynnti nýlega til sögunnar Ljósnet Símans, nýja og afar öfluga leið til gagnaflutninga sem mun standa 42 þúsund heimilum til boða á næstu tveimur árum. Eitthvað virðist Ljósnetið koma við kaunin á forsvarsmönnum Gagnaveitu Reykjavíkur og hefur framkvæmdastjórinn í blaðaviðtali sakað okkur hjá Símanum um að beita blekkingum í samanburði á Ljósneti Símans við Ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Reykjavíkur. Það var sérkennilegt að lesa viðtalið við framkvæmdastjórann enda kenndi þar ýmissa grasa. Í fyrsta lagi segir framkvæmdastjórinn það ekki rétt að uppbygging kerfis Gagnaveitunnar hafi kostað 12 milljarða heldur hafi hún kostað 3 milljarða. Þetta fullyrðir framkvæmdastjórinn þrátt fyrir að í ársreikningum Gagnaveitunnar og Orkuveitunnar megi lesa eftirfarandi staðreyndir: Hlutafé sem Orkuveitan hefur greitt inn í Gagnaveituna nemur alls 4,7 milljörðum króna. Því til viðbótar hefur Orkuveitan veitt Gagnaveitunni lán að upphæð 6,3 milljarðar króna. Framkvæmdir á seinasta ári munu hafa numið um 700 milljónum króna. Alls eru þetta því um 11,7 milljarðar króna. Í hvað fór þetta fé ef uppbygging kerfis Gagnaveitunnar kostaði 3 milljarða króna? Í öðru lagi segir framkvæmdastjórinn að Ljósnet Símans sé ekki annað en uppfærsla á ADSL. Þetta er að sjálfsögðu alrangt og svo virðist sem hann hafi alls ekki kynnt sér þá tækni sem Ljósnetið byggir á. Hér er um að ræða tækni sem hefur á seinustu árum rutt sér til rúms um allan heim og kallast á ensku ýmist „Fiber to the home", „Fiber to the building", eða „Fiber to the curb". Þetta er blönduð tækni, sums staðar er ljósleiðari lagður alla leið inn í hús, einbýli eða fjölbýli, en annars staðar er ljósleiðari lagður að götuskáp og koparinn nýttur síðustu metrana inn í hús. Tækniframfarir seinustu ára valda því að upplifun neytandans er sú sama og hraði tenginga er sambærilegur í hvoru tilfelli fyrir sig. Ljósnet Símans uppfyllir því fyrirsjáanlegar þarfir heimila næsta áratuginn og hraði tenginga er langt umfram það sem flestir eiga að venjast. Pirringur framkvæmdastjórans yfir því að þessi tækni sé kynnt sem Ljósnet er óskiljanleg ef við skoðum eftirfarandi dæmi: Í Ljósneti Símans er algengt að ljósleiðarinn frá svokallaðri miðju og að götuskáp í úthverfi sé 7 kílómetra langur og að kopartaug inn á heimili sé um 120 metrar. Ljósleiðarinn er því 98,3% vegalengdarinnar. Í þriðja lagi segir framkvæmdastjórinn það ekki rétt að Gagnaveitan hafi tengt 20 þúsund heimili heldur séu þau nær 30 þúsund. Það hefur komið fram að viðskiptavinir Gagnaveitunnar séu innan við sjö þúsund heimili. Það skyldi þó ekki vera að hálfköruð hverfi, með tómum íbúðum teljist „heimili" hjá Gagnaveitunni? Þannig má kannski fá út tölur sem auðveldara er að réttlæta fyrir þeim sem í raun borga brúsann, hitaveitunotendum í Reykjavík. Höfundur er forstjóri Símans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Sævar Freyr Þráinsson skrifar um gagnaflutninga Síminn kynnti nýlega til sögunnar Ljósnet Símans, nýja og afar öfluga leið til gagnaflutninga sem mun standa 42 þúsund heimilum til boða á næstu tveimur árum. Eitthvað virðist Ljósnetið koma við kaunin á forsvarsmönnum Gagnaveitu Reykjavíkur og hefur framkvæmdastjórinn í blaðaviðtali sakað okkur hjá Símanum um að beita blekkingum í samanburði á Ljósneti Símans við Ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Reykjavíkur. Það var sérkennilegt að lesa viðtalið við framkvæmdastjórann enda kenndi þar ýmissa grasa. Í fyrsta lagi segir framkvæmdastjórinn það ekki rétt að uppbygging kerfis Gagnaveitunnar hafi kostað 12 milljarða heldur hafi hún kostað 3 milljarða. Þetta fullyrðir framkvæmdastjórinn þrátt fyrir að í ársreikningum Gagnaveitunnar og Orkuveitunnar megi lesa eftirfarandi staðreyndir: Hlutafé sem Orkuveitan hefur greitt inn í Gagnaveituna nemur alls 4,7 milljörðum króna. Því til viðbótar hefur Orkuveitan veitt Gagnaveitunni lán að upphæð 6,3 milljarðar króna. Framkvæmdir á seinasta ári munu hafa numið um 700 milljónum króna. Alls eru þetta því um 11,7 milljarðar króna. Í hvað fór þetta fé ef uppbygging kerfis Gagnaveitunnar kostaði 3 milljarða króna? Í öðru lagi segir framkvæmdastjórinn að Ljósnet Símans sé ekki annað en uppfærsla á ADSL. Þetta er að sjálfsögðu alrangt og svo virðist sem hann hafi alls ekki kynnt sér þá tækni sem Ljósnetið byggir á. Hér er um að ræða tækni sem hefur á seinustu árum rutt sér til rúms um allan heim og kallast á ensku ýmist „Fiber to the home", „Fiber to the building", eða „Fiber to the curb". Þetta er blönduð tækni, sums staðar er ljósleiðari lagður alla leið inn í hús, einbýli eða fjölbýli, en annars staðar er ljósleiðari lagður að götuskáp og koparinn nýttur síðustu metrana inn í hús. Tækniframfarir seinustu ára valda því að upplifun neytandans er sú sama og hraði tenginga er sambærilegur í hvoru tilfelli fyrir sig. Ljósnet Símans uppfyllir því fyrirsjáanlegar þarfir heimila næsta áratuginn og hraði tenginga er langt umfram það sem flestir eiga að venjast. Pirringur framkvæmdastjórans yfir því að þessi tækni sé kynnt sem Ljósnet er óskiljanleg ef við skoðum eftirfarandi dæmi: Í Ljósneti Símans er algengt að ljósleiðarinn frá svokallaðri miðju og að götuskáp í úthverfi sé 7 kílómetra langur og að kopartaug inn á heimili sé um 120 metrar. Ljósleiðarinn er því 98,3% vegalengdarinnar. Í þriðja lagi segir framkvæmdastjórinn það ekki rétt að Gagnaveitan hafi tengt 20 þúsund heimili heldur séu þau nær 30 þúsund. Það hefur komið fram að viðskiptavinir Gagnaveitunnar séu innan við sjö þúsund heimili. Það skyldi þó ekki vera að hálfköruð hverfi, með tómum íbúðum teljist „heimili" hjá Gagnaveitunni? Þannig má kannski fá út tölur sem auðveldara er að réttlæta fyrir þeim sem í raun borga brúsann, hitaveitunotendum í Reykjavík. Höfundur er forstjóri Símans.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun