Innlent

Ljósadýrð á Austurvelli

Jólatréð á Austurvelli. Óslóarbúar hafa gefið Reykvíkingum jólatré í 54 ár.
Jólatréð á Austurvelli. Óslóarbúar hafa gefið Reykvíkingum jólatré í 54 ár.

Ljósin verða tendruð á Óslóartrénu á Austurvelli klukkan 15.30 í dag. Frændur okkar í Noregi hafa sent Reykvíkingum stæðilegt jólatré allt frá árinu 1951 og hafa Íslendingar hingað til þyrpst til að fylgjast með ljósadýrðinni.

Lúðrasveit Reykjavíkur leikur jólalög og Dómkórinn mun syngja. Enn fremur verða jólasveinar á svæðinu ásamt ýmsum leik- og skemmtiatriðum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×