Enski boltinn

Liverpool fær miklu meiri hvíld en United fyrir seinni leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
James Milner, Philippe Coutinho og Roberto Firmino fagna sigurmarki Liverpool í gærkvöldi.
James Milner, Philippe Coutinho og Roberto Firmino fagna sigurmarki Liverpool í gærkvöldi. Vísir/Getty
Ensku liðin Manchester United og Liverpool drógust saman í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar og mætast í fyrsta sinn í Evrópukeppni.

Það er athyglisvert að skoða leikjadagskrá liðanna tveggja í kringum Evrópuleikina sem fara fram 10. og 17. mars næstkomandi.

Liverpool fær þannig viku hvíld á milli leikjanna en Manchester United þarf að spila bikarleik á móti West Ham í millitíðinni. United er samt á heimavelli og þarf því ekki að ferðast neitt.

Liverpool átti að mæta Chelsea í ensku úrvalsdeildinni þessa helgi en leiknum var frestað þar sem Chelsea er þá að spila á sama tíma við Everton í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar.

Liðin spila á sama tíma í aðdraganda fyrri leiksins en Liverpool fær þó aðeins lengri hvíld því leikur liðsins er þá nokkrum tímum á undan leik Manchester United.

Leikir Manchester United í kringum Evrópuleikina við Liverpool

Sunnudagur 6. mars: West Bromwich Albion (deildin)

Fimmtudagur 10. mars: Liverpool (Evrópudeildin)

Laugardagur 12. mars: West Ham (enski bikarinn)

Fimmtudagur 17. mars: Liverpool (Evrópudeildin)

Sunnudagur 20. mars: Manchester City (deildin)

Leikir Liverpool í kringum Evrópuleikina við Manchester United

Sunnudagur 6. mars:  Crystal Palace  (deildin)

Fimmtudagur 10. mars: Manchester United (Evrópudeildin)

Fimmtudagur 17. mars: Manchester United (Evrópudeildin)

Laugardagur 19. mars: Southampton  (deildin)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×