Little Britain og Simon Cowell á Baugsdegi í Mónakó 17. maí 2007 13:00 Jón Ásgeir Jóhannesson tók þátt í sérstakri útgáfu af X-Factor sem sýndur var á Baugsdeginum í Mónakó. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, tók þátt í sérstakri grínútgáfu af X-Factor-þætti sem sýndur var starfsfólki á Baugsdeginum sem nú fer fram í Mónakó. Jón Ásgeir söng Stál og hníf Bubba Morthens fyrir hinn breska Simon Cowell, sem svo gaf honum einkunn fyrir frammistöðuna. Fjölmargir starfsmenn Baugs eru nú staddir í Mónakó á árlegum Baugsdegi. Haldið var út á þriðjudag og snýr hópurinn aftur heim í dag. Baugsdagurinn, sem reyndar teygir sig yfir þrjá daga, er blanda af fræðslu og skemmtun fyrir starfsfólk fyrirtækisins. Þarna mæta bæði starfsmenn Baugs á Íslandi sem og hæstráðendur í fyrirtækjum sem Baugur á hlut í úti í heimi. Athygli vakti í fyrra þegar Bill Clinton var gestafyrirlesari á Baugsdeginum. Skipuleggjendur hafa greinilega ákveðið að leggja áherslu á léttari skemmtiatriði í ár. Þannig var boðið upp á myndband í flugvélinni á leið út þar sem stjórnendur Baugs voru í aðalhlutverki. Í myndbandinu voru þeir látnir stjórna flugvélinni með misgóðum árangri. Óvæginn gagnrýnandi Ekki liggur fyrir hvað Simon Cowell fannst um söng Jóns Ásgeirs en ólíklegt má telja að hann hafi farið mjúkum höndum um hann. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins vöktu tvö atriði sérstaklega mikla athygli og hrifningu meðal Baugsfólksins í Mónakó í gær. Annars vegar var um að ræða áðurnefndan X-Factor-þátt. Þar söng Jón Ásgeir Stál og hníf fyrir Simon Cowell. Ekki hefur fengist staðfest hvaða einkunn Cowell gaf Jóni Ásgeiri en Baugsfólk á staðnum tók afar vel í þessa uppákomu. Auk Jóns Ásgeirs sungu þrír aðrir í þættinum. Óstaðfestar heimildir herma að einn þeirra hafi verið Stefán Hilmarsson fjármálastjóri. Þá var nafn Skarphéðins Bergs Steinarssonar sömuleiðis nefnt. Little Baugur. David Walliams og Matt Lucas úr Little Britain bjuggu til sérstakan þátt fyrir Baugsfólk. Hann kallaðist Little Baugur. Bresku háðfuglarnir Matt Lucas og David Walliams úr Little Britain tóku einnig þátt í Baugsgríninu. Sýndur var 25 mínútna langur þáttur sem kallaðist Little Baugur. Þeir félagar brugðu sér í öll sín kunnustu gervi, svo sem Vicky Pollard, Daffydd (The Only Gay in the Village), og félagana Lou og Andy. Fjölmargir aðilar tengdir Baugi komu svo fram í aukahlutverkum í þáttunum, til að mynda Jón Ásgeir sjálfur og Hannes Smárason. Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, tók þátt í sérstakri grínútgáfu af X-Factor-þætti sem sýndur var starfsfólki á Baugsdeginum sem nú fer fram í Mónakó. Jón Ásgeir söng Stál og hníf Bubba Morthens fyrir hinn breska Simon Cowell, sem svo gaf honum einkunn fyrir frammistöðuna. Fjölmargir starfsmenn Baugs eru nú staddir í Mónakó á árlegum Baugsdegi. Haldið var út á þriðjudag og snýr hópurinn aftur heim í dag. Baugsdagurinn, sem reyndar teygir sig yfir þrjá daga, er blanda af fræðslu og skemmtun fyrir starfsfólk fyrirtækisins. Þarna mæta bæði starfsmenn Baugs á Íslandi sem og hæstráðendur í fyrirtækjum sem Baugur á hlut í úti í heimi. Athygli vakti í fyrra þegar Bill Clinton var gestafyrirlesari á Baugsdeginum. Skipuleggjendur hafa greinilega ákveðið að leggja áherslu á léttari skemmtiatriði í ár. Þannig var boðið upp á myndband í flugvélinni á leið út þar sem stjórnendur Baugs voru í aðalhlutverki. Í myndbandinu voru þeir látnir stjórna flugvélinni með misgóðum árangri. Óvæginn gagnrýnandi Ekki liggur fyrir hvað Simon Cowell fannst um söng Jóns Ásgeirs en ólíklegt má telja að hann hafi farið mjúkum höndum um hann. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins vöktu tvö atriði sérstaklega mikla athygli og hrifningu meðal Baugsfólksins í Mónakó í gær. Annars vegar var um að ræða áðurnefndan X-Factor-þátt. Þar söng Jón Ásgeir Stál og hníf fyrir Simon Cowell. Ekki hefur fengist staðfest hvaða einkunn Cowell gaf Jóni Ásgeiri en Baugsfólk á staðnum tók afar vel í þessa uppákomu. Auk Jóns Ásgeirs sungu þrír aðrir í þættinum. Óstaðfestar heimildir herma að einn þeirra hafi verið Stefán Hilmarsson fjármálastjóri. Þá var nafn Skarphéðins Bergs Steinarssonar sömuleiðis nefnt. Little Baugur. David Walliams og Matt Lucas úr Little Britain bjuggu til sérstakan þátt fyrir Baugsfólk. Hann kallaðist Little Baugur. Bresku háðfuglarnir Matt Lucas og David Walliams úr Little Britain tóku einnig þátt í Baugsgríninu. Sýndur var 25 mínútna langur þáttur sem kallaðist Little Baugur. Þeir félagar brugðu sér í öll sín kunnustu gervi, svo sem Vicky Pollard, Daffydd (The Only Gay in the Village), og félagana Lou og Andy. Fjölmargir aðilar tengdir Baugi komu svo fram í aukahlutverkum í þáttunum, til að mynda Jón Ásgeir sjálfur og Hannes Smárason.
Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“