Little Britain og Simon Cowell á Baugsdegi í Mónakó 17. maí 2007 13:00 Jón Ásgeir Jóhannesson tók þátt í sérstakri útgáfu af X-Factor sem sýndur var á Baugsdeginum í Mónakó. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, tók þátt í sérstakri grínútgáfu af X-Factor-þætti sem sýndur var starfsfólki á Baugsdeginum sem nú fer fram í Mónakó. Jón Ásgeir söng Stál og hníf Bubba Morthens fyrir hinn breska Simon Cowell, sem svo gaf honum einkunn fyrir frammistöðuna. Fjölmargir starfsmenn Baugs eru nú staddir í Mónakó á árlegum Baugsdegi. Haldið var út á þriðjudag og snýr hópurinn aftur heim í dag. Baugsdagurinn, sem reyndar teygir sig yfir þrjá daga, er blanda af fræðslu og skemmtun fyrir starfsfólk fyrirtækisins. Þarna mæta bæði starfsmenn Baugs á Íslandi sem og hæstráðendur í fyrirtækjum sem Baugur á hlut í úti í heimi. Athygli vakti í fyrra þegar Bill Clinton var gestafyrirlesari á Baugsdeginum. Skipuleggjendur hafa greinilega ákveðið að leggja áherslu á léttari skemmtiatriði í ár. Þannig var boðið upp á myndband í flugvélinni á leið út þar sem stjórnendur Baugs voru í aðalhlutverki. Í myndbandinu voru þeir látnir stjórna flugvélinni með misgóðum árangri. Óvæginn gagnrýnandi Ekki liggur fyrir hvað Simon Cowell fannst um söng Jóns Ásgeirs en ólíklegt má telja að hann hafi farið mjúkum höndum um hann. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins vöktu tvö atriði sérstaklega mikla athygli og hrifningu meðal Baugsfólksins í Mónakó í gær. Annars vegar var um að ræða áðurnefndan X-Factor-þátt. Þar söng Jón Ásgeir Stál og hníf fyrir Simon Cowell. Ekki hefur fengist staðfest hvaða einkunn Cowell gaf Jóni Ásgeiri en Baugsfólk á staðnum tók afar vel í þessa uppákomu. Auk Jóns Ásgeirs sungu þrír aðrir í þættinum. Óstaðfestar heimildir herma að einn þeirra hafi verið Stefán Hilmarsson fjármálastjóri. Þá var nafn Skarphéðins Bergs Steinarssonar sömuleiðis nefnt. Little Baugur. David Walliams og Matt Lucas úr Little Britain bjuggu til sérstakan þátt fyrir Baugsfólk. Hann kallaðist Little Baugur. Bresku háðfuglarnir Matt Lucas og David Walliams úr Little Britain tóku einnig þátt í Baugsgríninu. Sýndur var 25 mínútna langur þáttur sem kallaðist Little Baugur. Þeir félagar brugðu sér í öll sín kunnustu gervi, svo sem Vicky Pollard, Daffydd (The Only Gay in the Village), og félagana Lou og Andy. Fjölmargir aðilar tengdir Baugi komu svo fram í aukahlutverkum í þáttunum, til að mynda Jón Ásgeir sjálfur og Hannes Smárason. Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fárveik í París Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, tók þátt í sérstakri grínútgáfu af X-Factor-þætti sem sýndur var starfsfólki á Baugsdeginum sem nú fer fram í Mónakó. Jón Ásgeir söng Stál og hníf Bubba Morthens fyrir hinn breska Simon Cowell, sem svo gaf honum einkunn fyrir frammistöðuna. Fjölmargir starfsmenn Baugs eru nú staddir í Mónakó á árlegum Baugsdegi. Haldið var út á þriðjudag og snýr hópurinn aftur heim í dag. Baugsdagurinn, sem reyndar teygir sig yfir þrjá daga, er blanda af fræðslu og skemmtun fyrir starfsfólk fyrirtækisins. Þarna mæta bæði starfsmenn Baugs á Íslandi sem og hæstráðendur í fyrirtækjum sem Baugur á hlut í úti í heimi. Athygli vakti í fyrra þegar Bill Clinton var gestafyrirlesari á Baugsdeginum. Skipuleggjendur hafa greinilega ákveðið að leggja áherslu á léttari skemmtiatriði í ár. Þannig var boðið upp á myndband í flugvélinni á leið út þar sem stjórnendur Baugs voru í aðalhlutverki. Í myndbandinu voru þeir látnir stjórna flugvélinni með misgóðum árangri. Óvæginn gagnrýnandi Ekki liggur fyrir hvað Simon Cowell fannst um söng Jóns Ásgeirs en ólíklegt má telja að hann hafi farið mjúkum höndum um hann. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins vöktu tvö atriði sérstaklega mikla athygli og hrifningu meðal Baugsfólksins í Mónakó í gær. Annars vegar var um að ræða áðurnefndan X-Factor-þátt. Þar söng Jón Ásgeir Stál og hníf fyrir Simon Cowell. Ekki hefur fengist staðfest hvaða einkunn Cowell gaf Jóni Ásgeiri en Baugsfólk á staðnum tók afar vel í þessa uppákomu. Auk Jóns Ásgeirs sungu þrír aðrir í þættinum. Óstaðfestar heimildir herma að einn þeirra hafi verið Stefán Hilmarsson fjármálastjóri. Þá var nafn Skarphéðins Bergs Steinarssonar sömuleiðis nefnt. Little Baugur. David Walliams og Matt Lucas úr Little Britain bjuggu til sérstakan þátt fyrir Baugsfólk. Hann kallaðist Little Baugur. Bresku háðfuglarnir Matt Lucas og David Walliams úr Little Britain tóku einnig þátt í Baugsgríninu. Sýndur var 25 mínútna langur þáttur sem kallaðist Little Baugur. Þeir félagar brugðu sér í öll sín kunnustu gervi, svo sem Vicky Pollard, Daffydd (The Only Gay in the Village), og félagana Lou og Andy. Fjölmargir aðilar tengdir Baugi komu svo fram í aukahlutverkum í þáttunum, til að mynda Jón Ásgeir sjálfur og Hannes Smárason.
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fárveik í París Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira