Innlent

Litlu munaði að eldsprenging yrði í einbýlishúsi á Akureyri

Aðeins munaði hársbreidd, að sögn slökkviliðsmanna, að eldsprenging yrði á háalofti í einbýlishúsi í Hrafnagilshverfi, rétt utan Akureyrar, snemma í gærkvöldi.

Þar hafði kviknað í loftklæðningu út frá reykröri úr kamínu. Eldurinn í klæðingunni var slökktur á svip stundu , en þá kom í ljós að mjög mikill hiti og reykur voru á háaloftinu og alveg komið að því að þar yrði eldsprenging, að mati slökkviliðsmanna.

Kann þar að hafa skipt sköpum að nágranni hafði um stund sprautað vatni á þakið úr garðslöngu, og náð að kæla það eitthvað, áður en slökkviliðið kom.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×