Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Kristján Már Unnarsson skrifar 8. janúar 2015 19:00 Garðar Sigurvaldason, flugstjóri á sjúkraflugvél Mýflugs. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanáttinni, sem ríkti á flugvellinum. Það er ekki oft sem við sjáum flugvélarnar koma í aðflugi yfir Norðurmýri til lendingar á minnstu flugbrautinni, á flugmannamáli heitir hún 06/24. Fokker-vél Flugfélags Íslands var að koma frá Egilsstöðum með 47 farþega um borð en lendinguna má sjá hér í frétt Stöðvar 2. Það var reyndar allt ófært hjá Flugfélaginu fram til klukkan hálfellefu í morgun en eftir það var hægt að fljúga, með hjálp brautarinnar.Fokker-vél Flugfélags Íslands lendir á litlu neyðarbrautinni í dag, braut 24.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Flugstjórinn í Egilsstaðafluginu, Ragnar Arnarson, sagði eftir lendingu að það hafi verið eini kosturinn að nota braut 24 við þessar aðstæður, vindurinn hafi verið 36 hnútar og nánast þvert á braut 19, lengstu brautina. „Annars væri bara ófært. Við værum þá sennilega annaðhvort í Keflavík eða flugið bara stopp,“ sagði Ragnar. Það reyndar lægði inn á milli og þá gripu flugmenn lengstu brautina, norður/suður, en svo hvessti aftur og þá var það aftur litla brautin, einnig nefnd neyðarbrautin. Borgaryfirvöld vildu að þessari flugbraut yrði lokað fyrir rúmu ári, um þarsíðustu áramót. Hún er hins vegar enn í notkun, óvíst er raunar hve lengi, en í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá sjúkraflugvél nýta hana til flugtaks.Sjúkraflugvél Mýflugs að aka í flugtaksstöðu á neyðarbrautinni í dag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þetta var vél frá Mýflugi og dagurinn annasamur í sjúkrafluginu, að sögn flugstjórans, Garðars Sigurvaldasonar. Fyrsta sjúkraflugið var með tvo sjúklinga frá Egilsstöðum, sem reyndar voru að koma frá sjúkrahúsinu á Norðfirði. Þegar viðtalið var tekið voru Garðar og áhöfn hans að leggja í flug til Húsavíkur að sækja sjúkling sem fara átti í hjartaþræðingu í Reykjavík. Síðan var áformað að sækja sjúkling til Hornafjarðar, sem einnig þurfti að fara til Reykjavíkur. Eftir það biðu tveir sjúklingar til að komast heim til sín til Vestmannaeyja úr Reykjavík. Loks var fyrirhugað að fljúga til Akureyrar.Ragnar Arnarson, flugstjóri hjá Flugfélagi Íslands.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Flugstjórarnir sjá báðir þörf fyrir litlu brautina. „Tvímælalaust. Hún virkar sem neyðarbraut þegar hægt er að fljúga inn á hana og veðrið er þannig,“ sagði Garðar. „Þetta er nauðsynlegt upp á þessa daga sem við erum með þessa suðvestanátt að gera, til þess að hægt sé að fljúga, þá tel ég hana algerlega nauðsynlega,“ sagði Ragnar. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanáttinni, sem ríkti á flugvellinum. Það er ekki oft sem við sjáum flugvélarnar koma í aðflugi yfir Norðurmýri til lendingar á minnstu flugbrautinni, á flugmannamáli heitir hún 06/24. Fokker-vél Flugfélags Íslands var að koma frá Egilsstöðum með 47 farþega um borð en lendinguna má sjá hér í frétt Stöðvar 2. Það var reyndar allt ófært hjá Flugfélaginu fram til klukkan hálfellefu í morgun en eftir það var hægt að fljúga, með hjálp brautarinnar.Fokker-vél Flugfélags Íslands lendir á litlu neyðarbrautinni í dag, braut 24.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Flugstjórinn í Egilsstaðafluginu, Ragnar Arnarson, sagði eftir lendingu að það hafi verið eini kosturinn að nota braut 24 við þessar aðstæður, vindurinn hafi verið 36 hnútar og nánast þvert á braut 19, lengstu brautina. „Annars væri bara ófært. Við værum þá sennilega annaðhvort í Keflavík eða flugið bara stopp,“ sagði Ragnar. Það reyndar lægði inn á milli og þá gripu flugmenn lengstu brautina, norður/suður, en svo hvessti aftur og þá var það aftur litla brautin, einnig nefnd neyðarbrautin. Borgaryfirvöld vildu að þessari flugbraut yrði lokað fyrir rúmu ári, um þarsíðustu áramót. Hún er hins vegar enn í notkun, óvíst er raunar hve lengi, en í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá sjúkraflugvél nýta hana til flugtaks.Sjúkraflugvél Mýflugs að aka í flugtaksstöðu á neyðarbrautinni í dag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þetta var vél frá Mýflugi og dagurinn annasamur í sjúkrafluginu, að sögn flugstjórans, Garðars Sigurvaldasonar. Fyrsta sjúkraflugið var með tvo sjúklinga frá Egilsstöðum, sem reyndar voru að koma frá sjúkrahúsinu á Norðfirði. Þegar viðtalið var tekið voru Garðar og áhöfn hans að leggja í flug til Húsavíkur að sækja sjúkling sem fara átti í hjartaþræðingu í Reykjavík. Síðan var áformað að sækja sjúkling til Hornafjarðar, sem einnig þurfti að fara til Reykjavíkur. Eftir það biðu tveir sjúklingar til að komast heim til sín til Vestmannaeyja úr Reykjavík. Loks var fyrirhugað að fljúga til Akureyrar.Ragnar Arnarson, flugstjóri hjá Flugfélagi Íslands.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Flugstjórarnir sjá báðir þörf fyrir litlu brautina. „Tvímælalaust. Hún virkar sem neyðarbraut þegar hægt er að fljúga inn á hana og veðrið er þannig,“ sagði Garðar. „Þetta er nauðsynlegt upp á þessa daga sem við erum með þessa suðvestanátt að gera, til þess að hægt sé að fljúga, þá tel ég hana algerlega nauðsynlega,“ sagði Ragnar.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira