Innlent

Listamenn votta þriggja ára drengnum virðingu sína með áhrifamiklum myndum

Birgir Olgeirsson skrifar
„Helvíti er okkar raunveruleiki,“ segir listamaðurinn sem gerði þessa áhrifamiklu mynd eftir að hafa séð myndina af líki þriggja ára sýrlenska drengsins.
„Helvíti er okkar raunveruleiki,“ segir listamaðurinn sem gerði þessa áhrifamiklu mynd eftir að hafa séð myndina af líki þriggja ára sýrlenska drengsins. Vísir/Twitter
Myndin af þriggja ára sýrlenska drengnum sem drukknaði ásamt móður sinni og bróður við strendur Grikklands í gær hreyfði sannarlega við heimsbyggðinni. Fjölmargir listamenn brugðust við þessari mynd með því að votta drengnum virðingu sína með áhrifamiklum teikningum sem hafa vakið mikla athygli en þær má sjá neðar í fréttinni.

Lögreglumaður kemur að líki Aylan Kurdi í Tyrklandi. Bróðir hans rak á land skammt frá.Vísir/AFP
Þriggja ára drengurinn hét Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna eftir að myndin birtist á netinu. Móðir hans, Reah Kurdi, hafði flúið með syni sína tvo frá bænum Kobane þegar hann var hernuminn af vígamönnum samtakanna Íslamskt ríki. Bærinn var nánast lagður í rúst í bardögum ISIS og Kúrda, sem tóku bæinn úr höndum ISIS.

Þau drukknuðu ásamt minnst níu öðrum þegar bátar þeirra hvolfdu á leiðinni frá Tyrklandi til grísku eyjunnar Kos.

Kanadíski þingmaðurinn Fin Donnelly hefur nú sagt blaðamönnum þar í landi að hann lagði fram beiðni fyrir frænku bræðranna Alyan og Galip, Teema Kurdi, um að fjölskyldan fengi hæli í Kanada. Beiðni hennar var hafnað af starfsmönnum innflytjendastofnunar Kanada.

نم ياطفلي .. وارقد بسلام حتى تفتح عينيك وانت في الجنة برحمة من ربك #طفل_سوري #سوريا #SyrianRefugees #refugeeswelcome

Posted by ZEZO CARTOONS on Thursday, September 3, 2015

من أحضان سوريا...الى الغرق في بحر تركيا...

Posted by Khaled Karajah on Wednesday, September 2, 2015

Keşke..Link: www.bobiler.org/monte/keske--177083(gefeye yaptı)

Posted by bobiler.örg on Thursday, September 3, 2015
z/center>

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×