Lilja bošar til fundar vegna Arion

 
Višskipti innlent
10:20 20. MARS 2017
Lilja Dögg Alfrešsdóttir, žingmašur Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanrķkisrįšherra.
Lilja Dögg Alfrešsdóttir, žingmašur Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanrķkisrįšherra. VĶSIR/STEFĮN

Fundað verður í efnahags- og viðskiptanefnd vegna kaupa kaupa bandarískra og breskra fjárfestingasjóða og fjárfestingabankans Goldman Sachs á tæplega þrjátíu prósenta hlut í Arion banka næstkomandi miðvikudag. Þetta staðfestir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, í samtali við Vísi. Fundurinn mun fara fram á miðvikudagsmorgun.

Eins og Vísir greindi frá í gær hefur Goldman Sachs, ásamt þremur alþjóðlegum fjárfestingasjóðum, keypt samanlagt tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi eignarhaldsfélagi fyrir samtals ríflega 48,8 milljarða króna. Eftir söluna á Kaupþing, í gegnum dótturfélag sitt Kaupskil ehf., 57,9 prósenta hlut í Arion banka.

Fundað verður með fulltrúum Fjármálaeftirlitsins og Höskuldi Ólafssyni bankastjóra Arion banka. Lilja segir að óskað verði eftir upplýsingum um endanlega eigendur. Hún segir að allir nefndarmenn hafi stutt beiðnina um fundinn.

Fréttin verður uppfærð.


Deila
Athugiš. Allar athugasemdir eru į įbyrgš žeirra er žęr rita. Vķsir hvetur lesendur til aš halda sig viš mįlefnalega umręšu. Einnig įskilur Vķsir sér rétt til aš fjarlęgja ęrumeišandi eša ósęmilegar athugasemdir og ummęli žeirra sem tjį sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIŠ

  • Nżjast į Vķsi
  • Mest Lesiš
  • Fréttir
  • Sport
  • Višskipti
  • Lķfiš
Forsķša / Višskipti / Višskipti innlent / Lilja bošar til fundar vegna Arion
Fara efst