Líknarmeðferð, aðstoð við sjálfsvíg eða bein líknardeyðing - Fyrri grein Björn Einarsson skrifar 1. febrúar 2017 07:00 Í Fréttatímanum 14. janúar sl. birtist viðtal við Rob Jonquiére, hollenskan lækni, sem mælti fyrir líknardeyðingu lækna á dauðvona sjúklingum, eins og löglegt hefur verið í Hollandi frá 2002. Einnig kynnti hann skoðanir sínar á fundi Siðfræðiráðs lækna 10. janúar síðastliðinn. Markmið þessarar greinar er að lýsa þeim þremur ólíkum kerfum sem við lýði eru í heiminum við líknardeyðingu, þannig að upplýst umræða verði í íslensku samfélagi um þessi mál.Líknarmeðferð hérlendis Líknarmeðferð sem stunduð er hérlendis og erlendis felst í því að lina þjáningar deyjandi sjúklinga án ásetnings um að stytta líf þeirra. Hún á uppruna sinn í Hospice-hreyfingunni. Engin takmörk eru á því hvað má gefa mikið af lyfjum í þeim tilgangi, jafnvel þó það þurfi að svæfa sjúklinginn líknarsvefni, þó svo það kunni að stytta líf hans. Það er gert samkvæmt lögmálinu um tvennar afleiðingar: „Það er réttmætt við sérstakar aðstæður að framkvæma verknað sem hefur auk þeirrar góðu afleiðingar sem stefnt er að, aðrar afleiðingar, sem aldrei er réttlætanlegt að stefna að af ráðnum hug“. Höfundur lögmálsins er heimspekingur kaþólsku kirkjunnar Thomas Aquinas (1225-1274). Þannig getum við veitt fullnægjandi líknarmeðferð án þess að það sé ásetningur að stytta líf sjúklingsins.Aðstoð við sjálfsvíg í Sviss Aðstoð við sjálfsvíg var leyfð í Sviss 1948, með því að fella niður þá lagagrein sem bannaði það. Ekki veit ég til að önnur ríki hafi tekið upp þetta fyrirkomulag. Upp úr 1980 var komið á fót fyrstu einkareknu leikmannastofnuninni sem aðstoðaði fólk við sjálfsvíg. Eina skilyrðið er að ekki séu neinir fjárhagslegir hagsmunir fyrir hendi. Ekki eru nein skilyrði fyrir því að um dauðvona sjúklinga sé um að ræða og dæmi er um að frískur maki hafi fylgt dauðvona eiginkonu sinni í dauðann. Einstaklingar leita sjálfir til stofnunarinnar með ósk um aðstoð þeirra sem þar starfa við sjálfsvíg sitt. Lögð er áhersla á staðfestingu að hann hafi óskað eftir aðstoðinni, skriflega eða á myndbandi. Læknar koma þar ekki nærri. Viðkomandi verður sjálfur að tæma þann lyfjabikar sem leiðir hann til dauða, geti hann það ekki verður ekkert af sjálfsvíginu. Að sjálfsvíginu loknu er kallað á lögregluna sem staðfestir það. Ekkert opinbert eftirlit hefur verið með starfseminni hingað til, né hefur þessi aðstoð við sjálfsvíg verið bundin við svissneskan ríkisborgarétt.Aðstoð lækna við sjálfsvíg í Norður-Ameríku Mörg ríki í Bandaríkjum Norður-Ameríku og í Kanada hafa tekið upp strangt kerfi með opinberu eftirliti og fer þeim ríkjum fjölgandi. Ekki geta aðrir lagt fram beiðni um aðstoð við sjálfsvíg en þeir sem eru heimilisfastir í ríkinu og þarlendir ríkisborgarar. Skilyrði er að sjúklingurinn sé dauðvona innan skamms tíma og þarf það að vera staðfest af tveimur læknum. Beiðni sjúklingsins þarf að vera vel ígrunduð og sjúklingurinn vera vitrænt skýr og með óskerta dómgreind. Framkvæmdin er öll í yfirumsjón læknisins. Sjúklingurinn þarf sjálfur að tæma þann lyfjabikar sem leiðir hann til dauða, annars verður ekkert af því.Bein líknardeyðing í Hollandi Auk Hollands hafa Belgía og Lúxemborg tekið upp þetta fyrirkomulag. Forsendurnar eru jafnstrangar og við aðstoð lækna við sjálfsvíg í Norður-Ameríku. Staðfest þarf að vera af tveimur læknum að sjúklingurinn sé dauðvona. Einnig þarf beiðni sjúklingsins að vera vel ígrunduð og sjúklingurinn vitrænt skýr og með óskerta dómgreind. Framkvæmdin er alfarið í höndum læknis sjúklingsins, sem gefur honum tvær sprautur sem leiða sjúklinginn til dauða. Læknirinn gefur síðan skýrslu til opinberrar eftirlitsnefndar. Aðeins í þessu kerfi er hægt að deyða sjúkling sem ekki getur gert það með eigin hendi og að gera lífsskrá um að vera deyddur við ákveðnar aðstæður, þar sem framkvæmdin er ekki í höndum sjúklingsins sjálfs. Í næstu grein verður gerð grein fyrir þeim rökum sem þarf að íhuga við val á hvernig við viljum hafa dánaraðstoð á Íslandi. Höfundur hefur unnið á sjúkrahúsum sem veita líknarmeðferð í 30 ár og er einnig heimspekimenntaður.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttatímanum 14. janúar sl. birtist viðtal við Rob Jonquiére, hollenskan lækni, sem mælti fyrir líknardeyðingu lækna á dauðvona sjúklingum, eins og löglegt hefur verið í Hollandi frá 2002. Einnig kynnti hann skoðanir sínar á fundi Siðfræðiráðs lækna 10. janúar síðastliðinn. Markmið þessarar greinar er að lýsa þeim þremur ólíkum kerfum sem við lýði eru í heiminum við líknardeyðingu, þannig að upplýst umræða verði í íslensku samfélagi um þessi mál.Líknarmeðferð hérlendis Líknarmeðferð sem stunduð er hérlendis og erlendis felst í því að lina þjáningar deyjandi sjúklinga án ásetnings um að stytta líf þeirra. Hún á uppruna sinn í Hospice-hreyfingunni. Engin takmörk eru á því hvað má gefa mikið af lyfjum í þeim tilgangi, jafnvel þó það þurfi að svæfa sjúklinginn líknarsvefni, þó svo það kunni að stytta líf hans. Það er gert samkvæmt lögmálinu um tvennar afleiðingar: „Það er réttmætt við sérstakar aðstæður að framkvæma verknað sem hefur auk þeirrar góðu afleiðingar sem stefnt er að, aðrar afleiðingar, sem aldrei er réttlætanlegt að stefna að af ráðnum hug“. Höfundur lögmálsins er heimspekingur kaþólsku kirkjunnar Thomas Aquinas (1225-1274). Þannig getum við veitt fullnægjandi líknarmeðferð án þess að það sé ásetningur að stytta líf sjúklingsins.Aðstoð við sjálfsvíg í Sviss Aðstoð við sjálfsvíg var leyfð í Sviss 1948, með því að fella niður þá lagagrein sem bannaði það. Ekki veit ég til að önnur ríki hafi tekið upp þetta fyrirkomulag. Upp úr 1980 var komið á fót fyrstu einkareknu leikmannastofnuninni sem aðstoðaði fólk við sjálfsvíg. Eina skilyrðið er að ekki séu neinir fjárhagslegir hagsmunir fyrir hendi. Ekki eru nein skilyrði fyrir því að um dauðvona sjúklinga sé um að ræða og dæmi er um að frískur maki hafi fylgt dauðvona eiginkonu sinni í dauðann. Einstaklingar leita sjálfir til stofnunarinnar með ósk um aðstoð þeirra sem þar starfa við sjálfsvíg sitt. Lögð er áhersla á staðfestingu að hann hafi óskað eftir aðstoðinni, skriflega eða á myndbandi. Læknar koma þar ekki nærri. Viðkomandi verður sjálfur að tæma þann lyfjabikar sem leiðir hann til dauða, geti hann það ekki verður ekkert af sjálfsvíginu. Að sjálfsvíginu loknu er kallað á lögregluna sem staðfestir það. Ekkert opinbert eftirlit hefur verið með starfseminni hingað til, né hefur þessi aðstoð við sjálfsvíg verið bundin við svissneskan ríkisborgarétt.Aðstoð lækna við sjálfsvíg í Norður-Ameríku Mörg ríki í Bandaríkjum Norður-Ameríku og í Kanada hafa tekið upp strangt kerfi með opinberu eftirliti og fer þeim ríkjum fjölgandi. Ekki geta aðrir lagt fram beiðni um aðstoð við sjálfsvíg en þeir sem eru heimilisfastir í ríkinu og þarlendir ríkisborgarar. Skilyrði er að sjúklingurinn sé dauðvona innan skamms tíma og þarf það að vera staðfest af tveimur læknum. Beiðni sjúklingsins þarf að vera vel ígrunduð og sjúklingurinn vera vitrænt skýr og með óskerta dómgreind. Framkvæmdin er öll í yfirumsjón læknisins. Sjúklingurinn þarf sjálfur að tæma þann lyfjabikar sem leiðir hann til dauða, annars verður ekkert af því.Bein líknardeyðing í Hollandi Auk Hollands hafa Belgía og Lúxemborg tekið upp þetta fyrirkomulag. Forsendurnar eru jafnstrangar og við aðstoð lækna við sjálfsvíg í Norður-Ameríku. Staðfest þarf að vera af tveimur læknum að sjúklingurinn sé dauðvona. Einnig þarf beiðni sjúklingsins að vera vel ígrunduð og sjúklingurinn vitrænt skýr og með óskerta dómgreind. Framkvæmdin er alfarið í höndum læknis sjúklingsins, sem gefur honum tvær sprautur sem leiða sjúklinginn til dauða. Læknirinn gefur síðan skýrslu til opinberrar eftirlitsnefndar. Aðeins í þessu kerfi er hægt að deyða sjúkling sem ekki getur gert það með eigin hendi og að gera lífsskrá um að vera deyddur við ákveðnar aðstæður, þar sem framkvæmdin er ekki í höndum sjúklingsins sjálfs. Í næstu grein verður gerð grein fyrir þeim rökum sem þarf að íhuga við val á hvernig við viljum hafa dánaraðstoð á Íslandi. Höfundur hefur unnið á sjúkrahúsum sem veita líknarmeðferð í 30 ár og er einnig heimspekimenntaður.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun