Líklegt að lík Birnu hafi verið sett í Vogsós Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 5. febrúar 2017 18:30 Lögreglan telur líklegt að líki Birnu Brjánsdóttur hafi verið komið í Vogsós sem er í tæplega sex kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem hún fannst. Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. Í dag eru tvær vikur síðan Birna Brjánsdóttir fannst látin í fjörunni við Selvogsvita eftir átta daga leit. Frá þeim tíma hefur lítil sem engin leit farið fram í tengslum við rannsókn málsins en hún hófst að nýju í dag. Tæplega eitt hundrað björgunarsveitarfólk frá björgunarsveitum af Suðurlandi og Suðurnesjum í ellefu leitarhópum tóku þátt í henni auk lögreglumanna. Þá voru meðal annars notaðir drónar, fjórhjól og bátar við leitina. Leitarsvæðið var allt frá Hlíðarvatni, að Herdísarvík og Selvogsvita. Ekki var verið að leita að einum tilteknum hlut. Björgunarsveitarfólk fékk fyrirmæli um að hafa augun opin fyrir öllum hugsanlegum vísbendingum, meðal annars fatnaði eða farsíma.Björggunarsveitarmenn að störfum við leitina í dag.Vísir/GAGErfitt að segja til um hvort að leitin skilaði árangri Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn og stjórnandi leitarinnar segir að leitað hafi verið að öllum veraldlegum hlutum sem tengst geta máli Birnu. Meðal annars hafi verið leitað að fatnaði og farsíma Birnu en tilefni leitarinnar var ábending sem lögreglu barst frá almennum borgara. „Það kom ábending sem að styrkti þá trú okkar að fara og leita betur hér á þessu svæði. En ég get ekki farið nánar út í hver sú ábending er,“ segir Ásgeir. Leitinni lauk nú síðdegis. Aðspurður hvort leitin hafi skilað árangri segir Ásgeir erfitt að segja til um það. „Við höfum ekki fundið neinar eigur eða neitt sem að tengist málinu. En við erum búin að útiloka að sama skapi einhver svæði sem að við teljum ekki þurfa að leita aftur,“ segir Ásgeir.Vogsós.Vísir/GAGTelja að Birnu hafi frekar verið komið í vatn vestan við fundarstaðinn en austan Í leitinni í dag var sérstök áhersla lögð á leit við Vogsós sem er afrennsli Hlíðarvatns. Lögreglan telur líklegt að líki Birnu hafi verið komið fyrir í ósnum en hann er um tæpum sex kílómetrum frá þeim stað þar sem Birna fannst.Hvers vegna teljið þið þennan stað líklegan?„Þetta er samkvæmt veðurfarslegum skilyrðum að þá teljum við að henni hafi verið komið í vatn frekar vestan við fundarstaðinn heldur en austan. Þetta er bara einn af þeim stöðum sem að tengist sjónum vestan við Selvogsvita,“ segir Ásgeir. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leita að munum tengdum Birnu í Selvogi: „Meðal annars erum við að tala um fatnað og síma“ Hátt í hundrað björgunarsveitarfólk að störfum. 5. febrúar 2017 14:20 Leita á svæði við Selvogsvita eftir að ábending barst frá borgara um helgina Lík Birnu Brjánsdóttur fannst við Selvogsvita 22. janúar síðastliðinn eftir átta daga leit. 5. febrúar 2017 09:38 Hafa ekki fundið muni sem tengjast Birnu Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir björgunarsveitafólk ekki hafa fundið muni á Reykjanesi í dag, sem tengjast rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur, nú þegar tekið er að rökkva, en leit verður ekki haldið áfram á morgun, nema eitthvað nýtt komi upp. 5. febrúar 2017 17:33 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Lögreglan telur líklegt að líki Birnu Brjánsdóttur hafi verið komið í Vogsós sem er í tæplega sex kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem hún fannst. Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. Í dag eru tvær vikur síðan Birna Brjánsdóttir fannst látin í fjörunni við Selvogsvita eftir átta daga leit. Frá þeim tíma hefur lítil sem engin leit farið fram í tengslum við rannsókn málsins en hún hófst að nýju í dag. Tæplega eitt hundrað björgunarsveitarfólk frá björgunarsveitum af Suðurlandi og Suðurnesjum í ellefu leitarhópum tóku þátt í henni auk lögreglumanna. Þá voru meðal annars notaðir drónar, fjórhjól og bátar við leitina. Leitarsvæðið var allt frá Hlíðarvatni, að Herdísarvík og Selvogsvita. Ekki var verið að leita að einum tilteknum hlut. Björgunarsveitarfólk fékk fyrirmæli um að hafa augun opin fyrir öllum hugsanlegum vísbendingum, meðal annars fatnaði eða farsíma.Björggunarsveitarmenn að störfum við leitina í dag.Vísir/GAGErfitt að segja til um hvort að leitin skilaði árangri Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn og stjórnandi leitarinnar segir að leitað hafi verið að öllum veraldlegum hlutum sem tengst geta máli Birnu. Meðal annars hafi verið leitað að fatnaði og farsíma Birnu en tilefni leitarinnar var ábending sem lögreglu barst frá almennum borgara. „Það kom ábending sem að styrkti þá trú okkar að fara og leita betur hér á þessu svæði. En ég get ekki farið nánar út í hver sú ábending er,“ segir Ásgeir. Leitinni lauk nú síðdegis. Aðspurður hvort leitin hafi skilað árangri segir Ásgeir erfitt að segja til um það. „Við höfum ekki fundið neinar eigur eða neitt sem að tengist málinu. En við erum búin að útiloka að sama skapi einhver svæði sem að við teljum ekki þurfa að leita aftur,“ segir Ásgeir.Vogsós.Vísir/GAGTelja að Birnu hafi frekar verið komið í vatn vestan við fundarstaðinn en austan Í leitinni í dag var sérstök áhersla lögð á leit við Vogsós sem er afrennsli Hlíðarvatns. Lögreglan telur líklegt að líki Birnu hafi verið komið fyrir í ósnum en hann er um tæpum sex kílómetrum frá þeim stað þar sem Birna fannst.Hvers vegna teljið þið þennan stað líklegan?„Þetta er samkvæmt veðurfarslegum skilyrðum að þá teljum við að henni hafi verið komið í vatn frekar vestan við fundarstaðinn heldur en austan. Þetta er bara einn af þeim stöðum sem að tengist sjónum vestan við Selvogsvita,“ segir Ásgeir.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leita að munum tengdum Birnu í Selvogi: „Meðal annars erum við að tala um fatnað og síma“ Hátt í hundrað björgunarsveitarfólk að störfum. 5. febrúar 2017 14:20 Leita á svæði við Selvogsvita eftir að ábending barst frá borgara um helgina Lík Birnu Brjánsdóttur fannst við Selvogsvita 22. janúar síðastliðinn eftir átta daga leit. 5. febrúar 2017 09:38 Hafa ekki fundið muni sem tengjast Birnu Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir björgunarsveitafólk ekki hafa fundið muni á Reykjanesi í dag, sem tengjast rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur, nú þegar tekið er að rökkva, en leit verður ekki haldið áfram á morgun, nema eitthvað nýtt komi upp. 5. febrúar 2017 17:33 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Leita að munum tengdum Birnu í Selvogi: „Meðal annars erum við að tala um fatnað og síma“ Hátt í hundrað björgunarsveitarfólk að störfum. 5. febrúar 2017 14:20
Leita á svæði við Selvogsvita eftir að ábending barst frá borgara um helgina Lík Birnu Brjánsdóttur fannst við Selvogsvita 22. janúar síðastliðinn eftir átta daga leit. 5. febrúar 2017 09:38
Hafa ekki fundið muni sem tengjast Birnu Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir björgunarsveitafólk ekki hafa fundið muni á Reykjanesi í dag, sem tengjast rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur, nú þegar tekið er að rökkva, en leit verður ekki haldið áfram á morgun, nema eitthvað nýtt komi upp. 5. febrúar 2017 17:33