Líkindi með tælingunni í Kópavogi og tólf ára barnaráni sem aldrei var upplýst Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2016 11:30 Maðurinn ræddi við níu ára drenginn nærri þessum undirgöngum við Nýbýlaveg á mánudagsmorgun. Hann var á leiðinni í skólann og brást hárrétt við. Kort/Loftmyndir.is Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki fengið neinar gagnlegar vísbendingar í leit sinni að manni á svörtum jepplingi sem reyndi að lokka níu ára dreng upp í bíl til sín í fyrramorgun. Drengurinn var á leiðinni í Snælandsskóla en brást hárrétt við, hljóp í skólann og tilkynnti málið til lögreglu. „Við vorum á ferðinni í morgun í kringum skólann,“ segir Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Kópavogi. Engar vísbendingar sem lögregla getur hafa fylgt eftir hafa ratað inn á borð lögreglu. Málið fer nú í miðlæga rannsóknardeild lögreglunnar. Undirgöngin við Nýbýlaveg á þeim slóðum þar sem reynt var að tæla níu ára dreng á mánudagsmorgun.Vísir/Hanna Fimmtíu tilkynningar á ári Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um tælingar á höfuðborgarsvæðinu en að meðaltali berast um 40-50 slíkar tilkynningar á ári. Stundum byggi þær á misskilningi, t.d. þegar verið er að spyrja til vegar eða bjóða far. Alvarlegt atvik kom upp í nóvember 2004 sem svipar þónokkuð til þess sem tilkynnt var í gær. Þá fannst níu ára stúlka köld og hrakin á Mosfellsheiði, við afleggjarann hjá Skálafelli. Bílstjóri hafði tekið hana upp í bílinn í Kópavogi en skildi hana svo eftir á fyrrnefndum stað eftir að hafa fest bílinn sinn. Sá maður var talinn vera um tvítugt en atvikið varð síðdegis 24. nóvember 2004. Stúlkan var í nágrenni heimili síns í austurbæ Kópavogs, nánar tiltekið á hringtorginu við Álfhólsveg og Bröttubrekku, þegar maðurinn kynnti sig sem lögreglumann. Líkt og í gær tjáði hann stúlkunni að móðir hennar hefði slasast í umferðarslysi. Hann ætti að aka henni á spítalann. Frá Nýbýlavegi. Maðurinn var á svörtum jepplingi.Vísir/Hanna Ekki grunur að stelpan segði ósatt Þegar stúlkan var komin í bílinn ók hann upp á Mosfellsheiði. Við afleggjarann að Skálafelli lenti hann í snjókrapi og lét stúlkuna fara úr bílnum. Ók hann á brott og skildi hana eina eftir. Um hálf sexleytið, einn og hálfri klukkustund eftir að maðurinn nam stúlkuna á brott, fékk lögregla tilkynningu um að ökumaður jeppabifreiðar hefði ekið fram á stúlkuna á Þingvallavegi, blauta og kalda.Sjá einnig: Vonin fer minnkandi með hverjum deginum Stúlkan lýsti manninum á þann veg að hann væri sköllóttur, með svört gleraugu og með skegghýjung. Ekki þótti grunur um kynferðislega misnotkun en sömuleiðis er ekki vitað hver tilgangur mannsins var. Maðurinn fannst aldrei. Ekki lék grunur á að stúlkan hefði sagt ósatt um það sem gerðist. Þóra Jónasdóttir segir í samtali við Vísi að ekkert bendi til þess að um sama aðilann sé að ræða. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.Vísir/GVA Leiðir aldrei til ákæru Það sem einkennir tilkynningar um tilraunir manna til að tæla börn í bíl er að mjög takmarkaðar upplýsingar eru til staðar og rannsókn erfið viðureignar. Þetta kom fram í Fréttablaðinu í morgun. „Það er algjör undantekning ef það er eitthvað hægt að vinna með upplýsingar sem fást og ég man ekki í fljótu bragði eftir máli sem hefur leitt til ákæru,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Almennt reynum við að kanna myndavélar í nágrenninu og förum í almenna upplýsingaöflun en því miður höfum við nú lítið í höndunum til að byggja rannsókn á,“ segir Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi. Erfitt er að búa til mynd af mönnum sem reyna að tæla börn í bíla enda hafa þeir verið lítið rannsakaðir þar sem þeir leita sér almennt ekki hjálpar vegna barnagirndar. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. „Þetta er hneigð sem er svo dulin. Þar af leiðandi eru ekki til rannsóknir um þennan hóp manna, en það eru þó vísbendingar um að oft séu þeir félagslega einangraðir, einmitt kannski vegna þess að þeir eru haldnir þessari hneigð. Þeir vita að þetta er fordæmt af samfélaginu,“ segir Helgi. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tilkynnt um 40 til 50 tælingar árlega Árið 2014 bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 58 tilkynningar um að reynt hafi verið að lokka barn upp í bíl. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla hvetur foreldra til að taka samtalið um ókunnuga sem reyna að tæla börn í bíla. 30. ágúst 2016 07:00 Bauð níu ára dreng í Kópavogi upp í bíl á þeim forsendum að móðir hans hefði lent í umferðarslysi „Hann stóð sig eins og hetja,“ segir Magnea Einarsdóttir, skólastjóri í Snælandsskóla. 29. ágúst 2016 12:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki fengið neinar gagnlegar vísbendingar í leit sinni að manni á svörtum jepplingi sem reyndi að lokka níu ára dreng upp í bíl til sín í fyrramorgun. Drengurinn var á leiðinni í Snælandsskóla en brást hárrétt við, hljóp í skólann og tilkynnti málið til lögreglu. „Við vorum á ferðinni í morgun í kringum skólann,“ segir Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Kópavogi. Engar vísbendingar sem lögregla getur hafa fylgt eftir hafa ratað inn á borð lögreglu. Málið fer nú í miðlæga rannsóknardeild lögreglunnar. Undirgöngin við Nýbýlaveg á þeim slóðum þar sem reynt var að tæla níu ára dreng á mánudagsmorgun.Vísir/Hanna Fimmtíu tilkynningar á ári Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um tælingar á höfuðborgarsvæðinu en að meðaltali berast um 40-50 slíkar tilkynningar á ári. Stundum byggi þær á misskilningi, t.d. þegar verið er að spyrja til vegar eða bjóða far. Alvarlegt atvik kom upp í nóvember 2004 sem svipar þónokkuð til þess sem tilkynnt var í gær. Þá fannst níu ára stúlka köld og hrakin á Mosfellsheiði, við afleggjarann hjá Skálafelli. Bílstjóri hafði tekið hana upp í bílinn í Kópavogi en skildi hana svo eftir á fyrrnefndum stað eftir að hafa fest bílinn sinn. Sá maður var talinn vera um tvítugt en atvikið varð síðdegis 24. nóvember 2004. Stúlkan var í nágrenni heimili síns í austurbæ Kópavogs, nánar tiltekið á hringtorginu við Álfhólsveg og Bröttubrekku, þegar maðurinn kynnti sig sem lögreglumann. Líkt og í gær tjáði hann stúlkunni að móðir hennar hefði slasast í umferðarslysi. Hann ætti að aka henni á spítalann. Frá Nýbýlavegi. Maðurinn var á svörtum jepplingi.Vísir/Hanna Ekki grunur að stelpan segði ósatt Þegar stúlkan var komin í bílinn ók hann upp á Mosfellsheiði. Við afleggjarann að Skálafelli lenti hann í snjókrapi og lét stúlkuna fara úr bílnum. Ók hann á brott og skildi hana eina eftir. Um hálf sexleytið, einn og hálfri klukkustund eftir að maðurinn nam stúlkuna á brott, fékk lögregla tilkynningu um að ökumaður jeppabifreiðar hefði ekið fram á stúlkuna á Þingvallavegi, blauta og kalda.Sjá einnig: Vonin fer minnkandi með hverjum deginum Stúlkan lýsti manninum á þann veg að hann væri sköllóttur, með svört gleraugu og með skegghýjung. Ekki þótti grunur um kynferðislega misnotkun en sömuleiðis er ekki vitað hver tilgangur mannsins var. Maðurinn fannst aldrei. Ekki lék grunur á að stúlkan hefði sagt ósatt um það sem gerðist. Þóra Jónasdóttir segir í samtali við Vísi að ekkert bendi til þess að um sama aðilann sé að ræða. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.Vísir/GVA Leiðir aldrei til ákæru Það sem einkennir tilkynningar um tilraunir manna til að tæla börn í bíl er að mjög takmarkaðar upplýsingar eru til staðar og rannsókn erfið viðureignar. Þetta kom fram í Fréttablaðinu í morgun. „Það er algjör undantekning ef það er eitthvað hægt að vinna með upplýsingar sem fást og ég man ekki í fljótu bragði eftir máli sem hefur leitt til ákæru,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Almennt reynum við að kanna myndavélar í nágrenninu og förum í almenna upplýsingaöflun en því miður höfum við nú lítið í höndunum til að byggja rannsókn á,“ segir Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi. Erfitt er að búa til mynd af mönnum sem reyna að tæla börn í bíla enda hafa þeir verið lítið rannsakaðir þar sem þeir leita sér almennt ekki hjálpar vegna barnagirndar. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. „Þetta er hneigð sem er svo dulin. Þar af leiðandi eru ekki til rannsóknir um þennan hóp manna, en það eru þó vísbendingar um að oft séu þeir félagslega einangraðir, einmitt kannski vegna þess að þeir eru haldnir þessari hneigð. Þeir vita að þetta er fordæmt af samfélaginu,“ segir Helgi.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tilkynnt um 40 til 50 tælingar árlega Árið 2014 bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 58 tilkynningar um að reynt hafi verið að lokka barn upp í bíl. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla hvetur foreldra til að taka samtalið um ókunnuga sem reyna að tæla börn í bíla. 30. ágúst 2016 07:00 Bauð níu ára dreng í Kópavogi upp í bíl á þeim forsendum að móðir hans hefði lent í umferðarslysi „Hann stóð sig eins og hetja,“ segir Magnea Einarsdóttir, skólastjóri í Snælandsskóla. 29. ágúst 2016 12:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Tilkynnt um 40 til 50 tælingar árlega Árið 2014 bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 58 tilkynningar um að reynt hafi verið að lokka barn upp í bíl. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla hvetur foreldra til að taka samtalið um ókunnuga sem reyna að tæla börn í bíla. 30. ágúst 2016 07:00
Bauð níu ára dreng í Kópavogi upp í bíl á þeim forsendum að móðir hans hefði lent í umferðarslysi „Hann stóð sig eins og hetja,“ segir Magnea Einarsdóttir, skólastjóri í Snælandsskóla. 29. ágúst 2016 12:00