Innlent

Líkamsárás í Kópavogi: Ríkharði birtur dómur í Lögbirtingarblaðinu

Bjarki Ármannsson skrifar
Ríkharður var einn þriggja sem hlutu dóm fyrir árásina.
Ríkharður var einn þriggja sem hlutu dóm fyrir árásina. Vísir/Valli
Dómur Héraðsdóms Reykjaness yfir Ríkharði Júlíusi Ríkarðssyni frá því í fyrra hefur verið birtur í Lögbirtingarblaðinu þar sem ekki hefur tekist að birta honum dóminn. Ríkharður hlaut þriggja ára og tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og rán í heimahúsi í Kópavogi árið 2014.

Þá er Ríkharði einnig gert að greiða 1,2 milljónir króna í miskabætur vegna árásarinnar.

Ríkharður var einn þriggja sem hlutu dóm í málinu en hinir tveir eru Marteinn Jóhannsson og Kristján Markús Sívarsson, annar hinna svokölluðu Skeljagrandabræðra. Var þeim meðal annars gert að sök að hafa ráðist að manni á heimili hans í Kópavogi, slegið hann ítrekað, stungið hann með skærum og haft á brott muni á borð við tölvu, snjallsíma og hátalara.

Ríkharður er búsettur í Danmörku. Við meðferð málsins kom fram að líf hans þar hafi tekið stakkaskiptum eftir árásina, hann hafi fengið vinnu og byrjað að umgangast börn sín. Var meðal annars litið til þess við ákvörðun refsingar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×