Lífríkið í Lagarfljóti sagt vera á vonarvöl Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. mars 2013 13:00 Trjágróður fellur ofan í Lagarfljót með bakkanum sem brotnað hefur austan við ána, til móts við flugvöllinn á Egilsstöðum. Aðsend mynd. Mynd/Úr einkasafni. "Þetta er nýjasta sjokkið. Fljótið er orðið svo dökkt að sólarljós kemst ekki niður og þar með fer þörungagróðurinn. Lífríkið er nánast búið í Lagarfljóti," segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um óbirta skýrslu varðandi lífríki Lagarfljóts eftir byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Fljótið er dekkra en áður og botngróður dafnar illa. Fiskar og fuglar eru í hættu. Á undanförnum mánuðum hefur Landsvirkjun kynnt skýrslur um landbrot á bökkum Lagarfljóts og um áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsstöðu og grunnvatnsstöðu í ánni. Landbrotið er mikið og vatnsmagnið í Lagarfljóti er meira en öll reiknilíkön sýndu. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs vill að Landsvirkjun grípi til aðgerða til að hindra landbrotið eins og sagði í Fréttablaðinu í gær. Gunnar Jónsson segir að nýjasta "sjokkið" hafi komið á síðasta fundi samskiptanefndar Fljótsdalshéraðs og Landsvirkjunar. Lagarfljót sé orðið mun dekkra en áður og það hindri ljóstillífun í þörungablóma. "Fiskur er því mikið til að hverfa úr fljótinu og sá fiskur sem þó er eftir er horaður. Þetta hefur síðan áhrif á þverárnar þar sem verið hefur veiði á sumrin á fiski sem gengur upp í árnar úr fljótinu. Það er allt að dragast saman," útskýrir Gunnar sem kveður áhrifin einnig ná til fuglalífs. "Ég spurði um lóminn, sem er nú rödd vorsins fyrir mér. Lómurinn kemur til með að nánast fara sögðu þeir," segir Gunnar sem fékk ekki afrit af lífríkisskýrslunni á fyrrnefndum fundi. "Við fengum ekki skýrsluna í hendurnar en engu að síður eru þetta niðurstöðurnar." Á fundi samskiptanefndarinnar voru hin háa vatnsstaða og landbrotið rædd. Landsvirkjun segir vatnsmagnið "ívið" meira en reiknað hafi verið með en bæjarstjórnin segir það vera "töluvert" meira. "Þetta vatnsmagn sem er umfram er þrjátíu rúmmetrar á sekúndu. Hvað framleiða þessir aukalítrar mikið af rafmagni og peningum fyrir Landsvirkjun? Það er það sem við förum í núna í framhaldi af þessum ósköpum öllum," segir Gunnar. Magnús Þór Gylfason, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir lífríkisskýrslu ekki tilbúna. Komið hafi fram í skýrslu fyrir umhverfismat á sínum tíma að skilyrði lífríkis í Lagarfljóti myndu rýrna þegar rennslið ykist. Einnig að aukning svifaurs myndi líklega rýra gönguskilyrði fiska um Lagarfljót. "Landsvirkjun mun funda með Veiðifélagi Lagarfljóts og fara yfir stöðuna með því. Ákvarðanir um framhald rannsókna, mótvægisaðgerða og eða annarra aðgerða verða teknar í samráði við félagið," segir Magnús Þór Gylfason. Tengdar fréttir Bújarðir og minjar í hættu við Lagarfljót "Landsvirkjun hefur aldrei viljað koma almennilega að þessu máli en það er kannski að breytast núna,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um áhyggjur heimamanna af landbroti við Lagarfljót. Gunnar segir að í skýrslu um vatnsstöðuna í Lagarfljóti komi fram að vatnsmagnið sé töluvert meira en öll reiknilíkön vegna Kárahnúkavirkjunar gerðu ráð fyrir. 11. mars 2013 06:00 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
"Þetta er nýjasta sjokkið. Fljótið er orðið svo dökkt að sólarljós kemst ekki niður og þar með fer þörungagróðurinn. Lífríkið er nánast búið í Lagarfljóti," segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um óbirta skýrslu varðandi lífríki Lagarfljóts eftir byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Fljótið er dekkra en áður og botngróður dafnar illa. Fiskar og fuglar eru í hættu. Á undanförnum mánuðum hefur Landsvirkjun kynnt skýrslur um landbrot á bökkum Lagarfljóts og um áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsstöðu og grunnvatnsstöðu í ánni. Landbrotið er mikið og vatnsmagnið í Lagarfljóti er meira en öll reiknilíkön sýndu. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs vill að Landsvirkjun grípi til aðgerða til að hindra landbrotið eins og sagði í Fréttablaðinu í gær. Gunnar Jónsson segir að nýjasta "sjokkið" hafi komið á síðasta fundi samskiptanefndar Fljótsdalshéraðs og Landsvirkjunar. Lagarfljót sé orðið mun dekkra en áður og það hindri ljóstillífun í þörungablóma. "Fiskur er því mikið til að hverfa úr fljótinu og sá fiskur sem þó er eftir er horaður. Þetta hefur síðan áhrif á þverárnar þar sem verið hefur veiði á sumrin á fiski sem gengur upp í árnar úr fljótinu. Það er allt að dragast saman," útskýrir Gunnar sem kveður áhrifin einnig ná til fuglalífs. "Ég spurði um lóminn, sem er nú rödd vorsins fyrir mér. Lómurinn kemur til með að nánast fara sögðu þeir," segir Gunnar sem fékk ekki afrit af lífríkisskýrslunni á fyrrnefndum fundi. "Við fengum ekki skýrsluna í hendurnar en engu að síður eru þetta niðurstöðurnar." Á fundi samskiptanefndarinnar voru hin háa vatnsstaða og landbrotið rædd. Landsvirkjun segir vatnsmagnið "ívið" meira en reiknað hafi verið með en bæjarstjórnin segir það vera "töluvert" meira. "Þetta vatnsmagn sem er umfram er þrjátíu rúmmetrar á sekúndu. Hvað framleiða þessir aukalítrar mikið af rafmagni og peningum fyrir Landsvirkjun? Það er það sem við förum í núna í framhaldi af þessum ósköpum öllum," segir Gunnar. Magnús Þór Gylfason, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir lífríkisskýrslu ekki tilbúna. Komið hafi fram í skýrslu fyrir umhverfismat á sínum tíma að skilyrði lífríkis í Lagarfljóti myndu rýrna þegar rennslið ykist. Einnig að aukning svifaurs myndi líklega rýra gönguskilyrði fiska um Lagarfljót. "Landsvirkjun mun funda með Veiðifélagi Lagarfljóts og fara yfir stöðuna með því. Ákvarðanir um framhald rannsókna, mótvægisaðgerða og eða annarra aðgerða verða teknar í samráði við félagið," segir Magnús Þór Gylfason.
Tengdar fréttir Bújarðir og minjar í hættu við Lagarfljót "Landsvirkjun hefur aldrei viljað koma almennilega að þessu máli en það er kannski að breytast núna,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um áhyggjur heimamanna af landbroti við Lagarfljót. Gunnar segir að í skýrslu um vatnsstöðuna í Lagarfljóti komi fram að vatnsmagnið sé töluvert meira en öll reiknilíkön vegna Kárahnúkavirkjunar gerðu ráð fyrir. 11. mars 2013 06:00 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Bújarðir og minjar í hættu við Lagarfljót "Landsvirkjun hefur aldrei viljað koma almennilega að þessu máli en það er kannski að breytast núna,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um áhyggjur heimamanna af landbroti við Lagarfljót. Gunnar segir að í skýrslu um vatnsstöðuna í Lagarfljóti komi fram að vatnsmagnið sé töluvert meira en öll reiknilíkön vegna Kárahnúkavirkjunar gerðu ráð fyrir. 11. mars 2013 06:00