Lífeyrissjóðirnir fengu 220 krónur fyrir evruna 31. maí 2010 12:01 „Í orði kveðnu fara kaupin fram á skráðu gengi Seðlabankans, en þar sem ávöxtunarkrafan er fest í 7,2% er undirliggjandi gengi, miðað við markaðskröfu, mun lægra. Reiknast okkur til að undirliggjandi gengi sé nálægt 220 kr. fyrir evruna, en til samanburðar er stundargengi evru á innlendum markaði nú 159 kr. Undirliggjandi gengi við upphafleg kaup Seðlabanka og ríkissjóðs á þessum bréfum var hins vegar í kringum 250 kr. evran." Þetta segir í Markaðskorni greiningar Íslandsbanka þar sem fjallað er um sölu Seðlabankans fyrir hönd ríkissjóðs, til 26 lífeyrissjóða á þeim íbúðabréfum sem komu í hlut ríkissjóðs í Avens-viðskiptunum við Seðlabanka Lúxemborgar og skilanefnd Landsbankans í Lúxemborg 18. maí síðastliðinn. Eitthvað meira er reyndar af bréfum í pakkanum, en heildarnafnverð íbúðabréfa í þessum viðskiptum er 90,2 milljarðar kr. Lífeyrissjóðirnir greiða fyrir bréfin með erlendum gjaldeyri. Við viðskiptin eykst gjaldeyrisforði Seðlabankans um 512 milljónir evra og má segja að með þessu sé búið að afla þeirra evra sem þarf til þess að standa straum af afborgunum höfuðstóls evrubréfanna sem gefin voru út við Avens-viðskiptin. Í raun má orða það svo að lífeyrissjóðirnir séu að kaupa íbúðabréfin af Lúxemborg með einhverskonar milligöngu ríkissjóðs. Seðlabankinn túlkar viðskiptin m.a. þannig að ríkissjóður hafi fjármagnað sig í evrum á kjörum sem jafngilda 0,75% föstum vöxtum til 15 ára. Er þá væntanlega gert ráð fyrir því að evrurnar sem lífeyrissjóðirnir greiða nú verði ávaxtaðar í tryggum, auðseljanlegum evrupappírum sem bera vexti nálægt EURIBOR-vöxtum þar til nota þarf þær til afborgana af evrubréfi ríkissjóðs. Þótt síðarnefnda bréfið sé með 2,75% vaxtaálagi gerir stærri höfuðstóll af eignunum það að verkum að beinn fjármögnunarkostnaður ríkissjóðs verður nærri 0,75%. Segja má að allir hlutaðeigandi hagnist á ofangreindum viðskiptum, jafnt lífeyrisssjóðir sem ríkissjóður og Seðlabanki. Hins vegar verður að segjast að trúverðugleiki tilkynninga Seðlabankans bíður nokkurn hnekki við þessar síðustu vendingar, a.m.k. tímabundið. Við Avens-viðskiptin var því haldið fram að ekki stæði til að fara hratt í sölu íbúðabréfanna, og þegar að því kæmi yrði það gert í opnu gegnsæu ferli. Á endanum var þessu hins vegar þveröfugt farið, bréfin seld að 10 dögum liðnum í lokuðu leyniútboði. Góðar og gildar ástæður virðast raunar vera fyrir þessu, og snúa þær að lagakrókum sem hefðu gert opið útboð illframkvæmanlegt. Óhjákvæmilega munu samt aðilar á markaði verða tortryggnari á slíkar yfirlýsingar Seðlabankamanna á næstunni, að því er segir í Morgunkorninu. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
„Í orði kveðnu fara kaupin fram á skráðu gengi Seðlabankans, en þar sem ávöxtunarkrafan er fest í 7,2% er undirliggjandi gengi, miðað við markaðskröfu, mun lægra. Reiknast okkur til að undirliggjandi gengi sé nálægt 220 kr. fyrir evruna, en til samanburðar er stundargengi evru á innlendum markaði nú 159 kr. Undirliggjandi gengi við upphafleg kaup Seðlabanka og ríkissjóðs á þessum bréfum var hins vegar í kringum 250 kr. evran." Þetta segir í Markaðskorni greiningar Íslandsbanka þar sem fjallað er um sölu Seðlabankans fyrir hönd ríkissjóðs, til 26 lífeyrissjóða á þeim íbúðabréfum sem komu í hlut ríkissjóðs í Avens-viðskiptunum við Seðlabanka Lúxemborgar og skilanefnd Landsbankans í Lúxemborg 18. maí síðastliðinn. Eitthvað meira er reyndar af bréfum í pakkanum, en heildarnafnverð íbúðabréfa í þessum viðskiptum er 90,2 milljarðar kr. Lífeyrissjóðirnir greiða fyrir bréfin með erlendum gjaldeyri. Við viðskiptin eykst gjaldeyrisforði Seðlabankans um 512 milljónir evra og má segja að með þessu sé búið að afla þeirra evra sem þarf til þess að standa straum af afborgunum höfuðstóls evrubréfanna sem gefin voru út við Avens-viðskiptin. Í raun má orða það svo að lífeyrissjóðirnir séu að kaupa íbúðabréfin af Lúxemborg með einhverskonar milligöngu ríkissjóðs. Seðlabankinn túlkar viðskiptin m.a. þannig að ríkissjóður hafi fjármagnað sig í evrum á kjörum sem jafngilda 0,75% föstum vöxtum til 15 ára. Er þá væntanlega gert ráð fyrir því að evrurnar sem lífeyrissjóðirnir greiða nú verði ávaxtaðar í tryggum, auðseljanlegum evrupappírum sem bera vexti nálægt EURIBOR-vöxtum þar til nota þarf þær til afborgana af evrubréfi ríkissjóðs. Þótt síðarnefnda bréfið sé með 2,75% vaxtaálagi gerir stærri höfuðstóll af eignunum það að verkum að beinn fjármögnunarkostnaður ríkissjóðs verður nærri 0,75%. Segja má að allir hlutaðeigandi hagnist á ofangreindum viðskiptum, jafnt lífeyrisssjóðir sem ríkissjóður og Seðlabanki. Hins vegar verður að segjast að trúverðugleiki tilkynninga Seðlabankans bíður nokkurn hnekki við þessar síðustu vendingar, a.m.k. tímabundið. Við Avens-viðskiptin var því haldið fram að ekki stæði til að fara hratt í sölu íbúðabréfanna, og þegar að því kæmi yrði það gert í opnu gegnsæu ferli. Á endanum var þessu hins vegar þveröfugt farið, bréfin seld að 10 dögum liðnum í lokuðu leyniútboði. Góðar og gildar ástæður virðast raunar vera fyrir þessu, og snúa þær að lagakrókum sem hefðu gert opið útboð illframkvæmanlegt. Óhjákvæmilega munu samt aðilar á markaði verða tortryggnari á slíkar yfirlýsingar Seðlabankamanna á næstunni, að því er segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira