Lífeyrisréttindi launafólks verða samræmd og jöfnuð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. september 2016 11:20 Ríki og sveitarfélög leggja fram 120 milljarða í lífeyrissjóði opinberra starfsmanna til að fjármagna framtíðarskuldbindingar sjóðanna. vísir/friðrik þór Lífeyrisréttindi launafólks á opinberum og almennum vinnumarkaði verða samræmd og jöfnuð samkvæmt samkomulagi ríkis og sveitarfélaga sem var undirritað og kynnt á blaðamannafundi í Hannesarholti við Grundarstíg í Reykjavík í morgun. Samkvæmt samkomulaginu verður launafólki gert betur kleift að færa sig á milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi teljandi áhrif á ávinnslu lífeyrisréttinda. Þá verður sjóðsfélögum í lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna tryggð sambærileg réttindi og þeir hafa nú með 120 milljarða króna framlagi hins opinbera til að mæta ófjármögnuðum framtíðarskuldbindingum vegna þeirra. Réttindi sjóðsfélaga í A-deildum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) verða tryggð með frmalagi ríkis og sveitarfélaga í sérstaka lífeyrisaukasjóði og nemur það samtals 120 milljörðum króna. Þar af greiðir ríkið rúmlega 91 milljarð sem gjaldfært verður í reikningum ríkisins á yfirstandandi ári. Eingreiðslan er sambærileg við núvirði þeirra skuldbindinga sem ella myndu falla á ríkið síðar.Lífeyrisaldur hækkaður Fram kom í kynningunni að sérstakar aðstæður í ríkisfjármálum á yfirstandandi ári, einkum vegna stöðugleikaframlags frá slitabúum fallinna fjármálafyrirtækja og óreglulegra arðgreiðslna, geri ríkissjóði kleift að fjármagna þessar breytingar. Horfur séu á að afgangur á rekstri ríkissjóðis á þessu ári muni nema um 330 milljörðum króna eftir þessa ráðstöfun. Framtíðarskuldbindingar sjóðanna teljast með þessari aðgerð að fullu fjármagnaðar. Aldurstenging réttinda verður grundvallarregla og verður lífeyrisaldur opinberra starfsmanna hækkaður úr 65 árum í 67 ár. Hins vegar verður tryggt að núverandi sjóðsfélagar haldi óbreyttum réttindum og geti farið á eftirlaun 65 ára, ef þeir svo kjósa. Þá verður þróuð aðferðarfræði til greiningar á launamun ásamt því sem ákvörðuð verða hlutlæg viðmið um hvenær leiðrétta beri launamun einstakra hópa og gerð áætlun um launajöfnun á grundvelli kjarasamninga. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Lífeyrisréttindi launafólks á opinberum og almennum vinnumarkaði verða samræmd og jöfnuð samkvæmt samkomulagi ríkis og sveitarfélaga sem var undirritað og kynnt á blaðamannafundi í Hannesarholti við Grundarstíg í Reykjavík í morgun. Samkvæmt samkomulaginu verður launafólki gert betur kleift að færa sig á milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi teljandi áhrif á ávinnslu lífeyrisréttinda. Þá verður sjóðsfélögum í lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna tryggð sambærileg réttindi og þeir hafa nú með 120 milljarða króna framlagi hins opinbera til að mæta ófjármögnuðum framtíðarskuldbindingum vegna þeirra. Réttindi sjóðsfélaga í A-deildum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) verða tryggð með frmalagi ríkis og sveitarfélaga í sérstaka lífeyrisaukasjóði og nemur það samtals 120 milljörðum króna. Þar af greiðir ríkið rúmlega 91 milljarð sem gjaldfært verður í reikningum ríkisins á yfirstandandi ári. Eingreiðslan er sambærileg við núvirði þeirra skuldbindinga sem ella myndu falla á ríkið síðar.Lífeyrisaldur hækkaður Fram kom í kynningunni að sérstakar aðstæður í ríkisfjármálum á yfirstandandi ári, einkum vegna stöðugleikaframlags frá slitabúum fallinna fjármálafyrirtækja og óreglulegra arðgreiðslna, geri ríkissjóði kleift að fjármagna þessar breytingar. Horfur séu á að afgangur á rekstri ríkissjóðis á þessu ári muni nema um 330 milljörðum króna eftir þessa ráðstöfun. Framtíðarskuldbindingar sjóðanna teljast með þessari aðgerð að fullu fjármagnaðar. Aldurstenging réttinda verður grundvallarregla og verður lífeyrisaldur opinberra starfsmanna hækkaður úr 65 árum í 67 ár. Hins vegar verður tryggt að núverandi sjóðsfélagar haldi óbreyttum réttindum og geti farið á eftirlaun 65 ára, ef þeir svo kjósa. Þá verður þróuð aðferðarfræði til greiningar á launamun ásamt því sem ákvörðuð verða hlutlæg viðmið um hvenær leiðrétta beri launamun einstakra hópa og gerð áætlun um launajöfnun á grundvelli kjarasamninga.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira