Líf í slagæðum Rithöfundar og leikstjórar og prófessorar skrifa 1. desember 2014 00:00 Árið 2006 voru haldin nokkur eftirminnileg menningarmálþing í miðju hins fullkomna peningastorms sem feykti mörgum góðum gildum út úr sjónsviði. Eitt þessara var málþing BÍL um íslenskt sjónvarp. Þar var m.a. bent á takmarkaða menningarumfjöllun í Ríkissjónvarpinu, miðað við lög um hlutverk þess, enda var þar þá enginn bókaþáttur, enginn þáttur um leiklist eða myndlist, ekki einu sinni hugmynd á lofti um skemmtiþátt um tungumálið. Þetta hefur góðu heilli breyst til batnaðar, íslenskt leikið efni hefur m.a.s. aukist, enda komu áhrifamenn smám saman til sjálfra sinna og Sjónvarpið sýndi styrk sinn. Nú er hins vegar orðið aðkallandi að viðra áhyggjur af hljóðvarpshluta RÚV, sem virðist búa við stöðuga þrengingarógn og þumalskrúfur sem torvelda starfsliðinu að sinna sínu dýrmæta starfi. Í ljósi umræðunnar er nauðsynlegt að árétta að Rás eitt Ríkisútvarpsins er lífæð sem ekki má rjúfa, hún er ein sinnar tegundar í landinu og sinnir ómissandi og upplýsandi umfjöllun um tónlist, bókmenntir, sögu, samfélag, náttúru, lýðræði, tungu, nýsköpun, neytendamál, skipulagsmál, menntamál o.m.fl., auk þess að frumskapa bæði útvarpsleikhús og barnaefni. Öll þessi starfsemi er jafnmikilvæg og almannavarnahlutinn og fréttaflutningurinn. Óþarft er að taka fram að Rás tvö er að sama skapi skýr í sinni sérgrein, í miðlun og merkingu íslenskrar dægurtónlistar, tilraunamúsíkur og sköpunar, meðfram virkri samfélagsumræðu. Í stuttu máli; það er óhugsandi að skera Rás eitt frekar niður eða bræða inn í aðrar stöðvar án þess að skaða grunnstoð í hugsun okkar sem hóps. Útvarpsstöð með 80 ára samfellda sögu ætti ekki að lifa við lífsháska, síst af öllu undir stjórnvöldum sem hafa handsalað að „auka virðingu fyrir merkri sögu landsins, menningu þess og tungumálinu“. Hlustendur láta heldur ekki yfir sig ganga að klórað sé í innri gerð Rásar eitt með skyndiráðum sem eiga að afla peninga, eins og nýleg dæmi eru um – þeir treysta því að fjárveitingarvaldið komi grunnmálefnum Ríkisútvarpsins á þurrt í þeirri umræðu sem nú stendur. Það stoðar lítið að afnema vörugjöld á viðtækjum ef þau útvarpa engu nema upplýsingum um hvað klukkan er. Við þurfum þvert á móti útvarp sem skýrir út tímana sem við lifum á og segir okkur í alvöru hvað klukkan slær. Og ef ekki er stemning fyrir því að afhlutafélagavæða RÚV eða auka framlögin að sinni, ætti stofnunin í það minnsta að fá allt útvarpsgjaldið eins og henni ber samkvæmt orðanna hljóðan. Það er lágmark, það er skynsamlegt. Guðrún Kvaran, prófessor emeritus Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur Kristín Jóhannesdóttir, leikstjóri Sigurbjörg Þrastardóttir, rithöfundur Andri Snær Magnason, rithöfundur Kristján Árnason, prófessor Pétur Gunnarsson, rithöfundur Sigurður Pálsson, rithöfundur Sveinn Einarsson, leikstjóri Þorbjörn Broddason, prófessor emeritus Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2006 voru haldin nokkur eftirminnileg menningarmálþing í miðju hins fullkomna peningastorms sem feykti mörgum góðum gildum út úr sjónsviði. Eitt þessara var málþing BÍL um íslenskt sjónvarp. Þar var m.a. bent á takmarkaða menningarumfjöllun í Ríkissjónvarpinu, miðað við lög um hlutverk þess, enda var þar þá enginn bókaþáttur, enginn þáttur um leiklist eða myndlist, ekki einu sinni hugmynd á lofti um skemmtiþátt um tungumálið. Þetta hefur góðu heilli breyst til batnaðar, íslenskt leikið efni hefur m.a.s. aukist, enda komu áhrifamenn smám saman til sjálfra sinna og Sjónvarpið sýndi styrk sinn. Nú er hins vegar orðið aðkallandi að viðra áhyggjur af hljóðvarpshluta RÚV, sem virðist búa við stöðuga þrengingarógn og þumalskrúfur sem torvelda starfsliðinu að sinna sínu dýrmæta starfi. Í ljósi umræðunnar er nauðsynlegt að árétta að Rás eitt Ríkisútvarpsins er lífæð sem ekki má rjúfa, hún er ein sinnar tegundar í landinu og sinnir ómissandi og upplýsandi umfjöllun um tónlist, bókmenntir, sögu, samfélag, náttúru, lýðræði, tungu, nýsköpun, neytendamál, skipulagsmál, menntamál o.m.fl., auk þess að frumskapa bæði útvarpsleikhús og barnaefni. Öll þessi starfsemi er jafnmikilvæg og almannavarnahlutinn og fréttaflutningurinn. Óþarft er að taka fram að Rás tvö er að sama skapi skýr í sinni sérgrein, í miðlun og merkingu íslenskrar dægurtónlistar, tilraunamúsíkur og sköpunar, meðfram virkri samfélagsumræðu. Í stuttu máli; það er óhugsandi að skera Rás eitt frekar niður eða bræða inn í aðrar stöðvar án þess að skaða grunnstoð í hugsun okkar sem hóps. Útvarpsstöð með 80 ára samfellda sögu ætti ekki að lifa við lífsháska, síst af öllu undir stjórnvöldum sem hafa handsalað að „auka virðingu fyrir merkri sögu landsins, menningu þess og tungumálinu“. Hlustendur láta heldur ekki yfir sig ganga að klórað sé í innri gerð Rásar eitt með skyndiráðum sem eiga að afla peninga, eins og nýleg dæmi eru um – þeir treysta því að fjárveitingarvaldið komi grunnmálefnum Ríkisútvarpsins á þurrt í þeirri umræðu sem nú stendur. Það stoðar lítið að afnema vörugjöld á viðtækjum ef þau útvarpa engu nema upplýsingum um hvað klukkan er. Við þurfum þvert á móti útvarp sem skýrir út tímana sem við lifum á og segir okkur í alvöru hvað klukkan slær. Og ef ekki er stemning fyrir því að afhlutafélagavæða RÚV eða auka framlögin að sinni, ætti stofnunin í það minnsta að fá allt útvarpsgjaldið eins og henni ber samkvæmt orðanna hljóðan. Það er lágmark, það er skynsamlegt. Guðrún Kvaran, prófessor emeritus Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur Kristín Jóhannesdóttir, leikstjóri Sigurbjörg Þrastardóttir, rithöfundur Andri Snær Magnason, rithöfundur Kristján Árnason, prófessor Pétur Gunnarsson, rithöfundur Sigurður Pálsson, rithöfundur Sveinn Einarsson, leikstjóri Þorbjörn Broddason, prófessor emeritus
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun