Líf í slagæðum Rithöfundar og leikstjórar og prófessorar skrifa 1. desember 2014 00:00 Árið 2006 voru haldin nokkur eftirminnileg menningarmálþing í miðju hins fullkomna peningastorms sem feykti mörgum góðum gildum út úr sjónsviði. Eitt þessara var málþing BÍL um íslenskt sjónvarp. Þar var m.a. bent á takmarkaða menningarumfjöllun í Ríkissjónvarpinu, miðað við lög um hlutverk þess, enda var þar þá enginn bókaþáttur, enginn þáttur um leiklist eða myndlist, ekki einu sinni hugmynd á lofti um skemmtiþátt um tungumálið. Þetta hefur góðu heilli breyst til batnaðar, íslenskt leikið efni hefur m.a.s. aukist, enda komu áhrifamenn smám saman til sjálfra sinna og Sjónvarpið sýndi styrk sinn. Nú er hins vegar orðið aðkallandi að viðra áhyggjur af hljóðvarpshluta RÚV, sem virðist búa við stöðuga þrengingarógn og þumalskrúfur sem torvelda starfsliðinu að sinna sínu dýrmæta starfi. Í ljósi umræðunnar er nauðsynlegt að árétta að Rás eitt Ríkisútvarpsins er lífæð sem ekki má rjúfa, hún er ein sinnar tegundar í landinu og sinnir ómissandi og upplýsandi umfjöllun um tónlist, bókmenntir, sögu, samfélag, náttúru, lýðræði, tungu, nýsköpun, neytendamál, skipulagsmál, menntamál o.m.fl., auk þess að frumskapa bæði útvarpsleikhús og barnaefni. Öll þessi starfsemi er jafnmikilvæg og almannavarnahlutinn og fréttaflutningurinn. Óþarft er að taka fram að Rás tvö er að sama skapi skýr í sinni sérgrein, í miðlun og merkingu íslenskrar dægurtónlistar, tilraunamúsíkur og sköpunar, meðfram virkri samfélagsumræðu. Í stuttu máli; það er óhugsandi að skera Rás eitt frekar niður eða bræða inn í aðrar stöðvar án þess að skaða grunnstoð í hugsun okkar sem hóps. Útvarpsstöð með 80 ára samfellda sögu ætti ekki að lifa við lífsháska, síst af öllu undir stjórnvöldum sem hafa handsalað að „auka virðingu fyrir merkri sögu landsins, menningu þess og tungumálinu“. Hlustendur láta heldur ekki yfir sig ganga að klórað sé í innri gerð Rásar eitt með skyndiráðum sem eiga að afla peninga, eins og nýleg dæmi eru um – þeir treysta því að fjárveitingarvaldið komi grunnmálefnum Ríkisútvarpsins á þurrt í þeirri umræðu sem nú stendur. Það stoðar lítið að afnema vörugjöld á viðtækjum ef þau útvarpa engu nema upplýsingum um hvað klukkan er. Við þurfum þvert á móti útvarp sem skýrir út tímana sem við lifum á og segir okkur í alvöru hvað klukkan slær. Og ef ekki er stemning fyrir því að afhlutafélagavæða RÚV eða auka framlögin að sinni, ætti stofnunin í það minnsta að fá allt útvarpsgjaldið eins og henni ber samkvæmt orðanna hljóðan. Það er lágmark, það er skynsamlegt. Guðrún Kvaran, prófessor emeritus Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur Kristín Jóhannesdóttir, leikstjóri Sigurbjörg Þrastardóttir, rithöfundur Andri Snær Magnason, rithöfundur Kristján Árnason, prófessor Pétur Gunnarsson, rithöfundur Sigurður Pálsson, rithöfundur Sveinn Einarsson, leikstjóri Þorbjörn Broddason, prófessor emeritus Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Árið 2006 voru haldin nokkur eftirminnileg menningarmálþing í miðju hins fullkomna peningastorms sem feykti mörgum góðum gildum út úr sjónsviði. Eitt þessara var málþing BÍL um íslenskt sjónvarp. Þar var m.a. bent á takmarkaða menningarumfjöllun í Ríkissjónvarpinu, miðað við lög um hlutverk þess, enda var þar þá enginn bókaþáttur, enginn þáttur um leiklist eða myndlist, ekki einu sinni hugmynd á lofti um skemmtiþátt um tungumálið. Þetta hefur góðu heilli breyst til batnaðar, íslenskt leikið efni hefur m.a.s. aukist, enda komu áhrifamenn smám saman til sjálfra sinna og Sjónvarpið sýndi styrk sinn. Nú er hins vegar orðið aðkallandi að viðra áhyggjur af hljóðvarpshluta RÚV, sem virðist búa við stöðuga þrengingarógn og þumalskrúfur sem torvelda starfsliðinu að sinna sínu dýrmæta starfi. Í ljósi umræðunnar er nauðsynlegt að árétta að Rás eitt Ríkisútvarpsins er lífæð sem ekki má rjúfa, hún er ein sinnar tegundar í landinu og sinnir ómissandi og upplýsandi umfjöllun um tónlist, bókmenntir, sögu, samfélag, náttúru, lýðræði, tungu, nýsköpun, neytendamál, skipulagsmál, menntamál o.m.fl., auk þess að frumskapa bæði útvarpsleikhús og barnaefni. Öll þessi starfsemi er jafnmikilvæg og almannavarnahlutinn og fréttaflutningurinn. Óþarft er að taka fram að Rás tvö er að sama skapi skýr í sinni sérgrein, í miðlun og merkingu íslenskrar dægurtónlistar, tilraunamúsíkur og sköpunar, meðfram virkri samfélagsumræðu. Í stuttu máli; það er óhugsandi að skera Rás eitt frekar niður eða bræða inn í aðrar stöðvar án þess að skaða grunnstoð í hugsun okkar sem hóps. Útvarpsstöð með 80 ára samfellda sögu ætti ekki að lifa við lífsháska, síst af öllu undir stjórnvöldum sem hafa handsalað að „auka virðingu fyrir merkri sögu landsins, menningu þess og tungumálinu“. Hlustendur láta heldur ekki yfir sig ganga að klórað sé í innri gerð Rásar eitt með skyndiráðum sem eiga að afla peninga, eins og nýleg dæmi eru um – þeir treysta því að fjárveitingarvaldið komi grunnmálefnum Ríkisútvarpsins á þurrt í þeirri umræðu sem nú stendur. Það stoðar lítið að afnema vörugjöld á viðtækjum ef þau útvarpa engu nema upplýsingum um hvað klukkan er. Við þurfum þvert á móti útvarp sem skýrir út tímana sem við lifum á og segir okkur í alvöru hvað klukkan slær. Og ef ekki er stemning fyrir því að afhlutafélagavæða RÚV eða auka framlögin að sinni, ætti stofnunin í það minnsta að fá allt útvarpsgjaldið eins og henni ber samkvæmt orðanna hljóðan. Það er lágmark, það er skynsamlegt. Guðrún Kvaran, prófessor emeritus Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur Kristín Jóhannesdóttir, leikstjóri Sigurbjörg Þrastardóttir, rithöfundur Andri Snær Magnason, rithöfundur Kristján Árnason, prófessor Pétur Gunnarsson, rithöfundur Sigurður Pálsson, rithöfundur Sveinn Einarsson, leikstjóri Þorbjörn Broddason, prófessor emeritus
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar