Líf í slagæðum Rithöfundar og leikstjórar og prófessorar skrifa 1. desember 2014 00:00 Árið 2006 voru haldin nokkur eftirminnileg menningarmálþing í miðju hins fullkomna peningastorms sem feykti mörgum góðum gildum út úr sjónsviði. Eitt þessara var málþing BÍL um íslenskt sjónvarp. Þar var m.a. bent á takmarkaða menningarumfjöllun í Ríkissjónvarpinu, miðað við lög um hlutverk þess, enda var þar þá enginn bókaþáttur, enginn þáttur um leiklist eða myndlist, ekki einu sinni hugmynd á lofti um skemmtiþátt um tungumálið. Þetta hefur góðu heilli breyst til batnaðar, íslenskt leikið efni hefur m.a.s. aukist, enda komu áhrifamenn smám saman til sjálfra sinna og Sjónvarpið sýndi styrk sinn. Nú er hins vegar orðið aðkallandi að viðra áhyggjur af hljóðvarpshluta RÚV, sem virðist búa við stöðuga þrengingarógn og þumalskrúfur sem torvelda starfsliðinu að sinna sínu dýrmæta starfi. Í ljósi umræðunnar er nauðsynlegt að árétta að Rás eitt Ríkisútvarpsins er lífæð sem ekki má rjúfa, hún er ein sinnar tegundar í landinu og sinnir ómissandi og upplýsandi umfjöllun um tónlist, bókmenntir, sögu, samfélag, náttúru, lýðræði, tungu, nýsköpun, neytendamál, skipulagsmál, menntamál o.m.fl., auk þess að frumskapa bæði útvarpsleikhús og barnaefni. Öll þessi starfsemi er jafnmikilvæg og almannavarnahlutinn og fréttaflutningurinn. Óþarft er að taka fram að Rás tvö er að sama skapi skýr í sinni sérgrein, í miðlun og merkingu íslenskrar dægurtónlistar, tilraunamúsíkur og sköpunar, meðfram virkri samfélagsumræðu. Í stuttu máli; það er óhugsandi að skera Rás eitt frekar niður eða bræða inn í aðrar stöðvar án þess að skaða grunnstoð í hugsun okkar sem hóps. Útvarpsstöð með 80 ára samfellda sögu ætti ekki að lifa við lífsháska, síst af öllu undir stjórnvöldum sem hafa handsalað að „auka virðingu fyrir merkri sögu landsins, menningu þess og tungumálinu“. Hlustendur láta heldur ekki yfir sig ganga að klórað sé í innri gerð Rásar eitt með skyndiráðum sem eiga að afla peninga, eins og nýleg dæmi eru um – þeir treysta því að fjárveitingarvaldið komi grunnmálefnum Ríkisútvarpsins á þurrt í þeirri umræðu sem nú stendur. Það stoðar lítið að afnema vörugjöld á viðtækjum ef þau útvarpa engu nema upplýsingum um hvað klukkan er. Við þurfum þvert á móti útvarp sem skýrir út tímana sem við lifum á og segir okkur í alvöru hvað klukkan slær. Og ef ekki er stemning fyrir því að afhlutafélagavæða RÚV eða auka framlögin að sinni, ætti stofnunin í það minnsta að fá allt útvarpsgjaldið eins og henni ber samkvæmt orðanna hljóðan. Það er lágmark, það er skynsamlegt. Guðrún Kvaran, prófessor emeritus Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur Kristín Jóhannesdóttir, leikstjóri Sigurbjörg Þrastardóttir, rithöfundur Andri Snær Magnason, rithöfundur Kristján Árnason, prófessor Pétur Gunnarsson, rithöfundur Sigurður Pálsson, rithöfundur Sveinn Einarsson, leikstjóri Þorbjörn Broddason, prófessor emeritus Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2006 voru haldin nokkur eftirminnileg menningarmálþing í miðju hins fullkomna peningastorms sem feykti mörgum góðum gildum út úr sjónsviði. Eitt þessara var málþing BÍL um íslenskt sjónvarp. Þar var m.a. bent á takmarkaða menningarumfjöllun í Ríkissjónvarpinu, miðað við lög um hlutverk þess, enda var þar þá enginn bókaþáttur, enginn þáttur um leiklist eða myndlist, ekki einu sinni hugmynd á lofti um skemmtiþátt um tungumálið. Þetta hefur góðu heilli breyst til batnaðar, íslenskt leikið efni hefur m.a.s. aukist, enda komu áhrifamenn smám saman til sjálfra sinna og Sjónvarpið sýndi styrk sinn. Nú er hins vegar orðið aðkallandi að viðra áhyggjur af hljóðvarpshluta RÚV, sem virðist búa við stöðuga þrengingarógn og þumalskrúfur sem torvelda starfsliðinu að sinna sínu dýrmæta starfi. Í ljósi umræðunnar er nauðsynlegt að árétta að Rás eitt Ríkisútvarpsins er lífæð sem ekki má rjúfa, hún er ein sinnar tegundar í landinu og sinnir ómissandi og upplýsandi umfjöllun um tónlist, bókmenntir, sögu, samfélag, náttúru, lýðræði, tungu, nýsköpun, neytendamál, skipulagsmál, menntamál o.m.fl., auk þess að frumskapa bæði útvarpsleikhús og barnaefni. Öll þessi starfsemi er jafnmikilvæg og almannavarnahlutinn og fréttaflutningurinn. Óþarft er að taka fram að Rás tvö er að sama skapi skýr í sinni sérgrein, í miðlun og merkingu íslenskrar dægurtónlistar, tilraunamúsíkur og sköpunar, meðfram virkri samfélagsumræðu. Í stuttu máli; það er óhugsandi að skera Rás eitt frekar niður eða bræða inn í aðrar stöðvar án þess að skaða grunnstoð í hugsun okkar sem hóps. Útvarpsstöð með 80 ára samfellda sögu ætti ekki að lifa við lífsháska, síst af öllu undir stjórnvöldum sem hafa handsalað að „auka virðingu fyrir merkri sögu landsins, menningu þess og tungumálinu“. Hlustendur láta heldur ekki yfir sig ganga að klórað sé í innri gerð Rásar eitt með skyndiráðum sem eiga að afla peninga, eins og nýleg dæmi eru um – þeir treysta því að fjárveitingarvaldið komi grunnmálefnum Ríkisútvarpsins á þurrt í þeirri umræðu sem nú stendur. Það stoðar lítið að afnema vörugjöld á viðtækjum ef þau útvarpa engu nema upplýsingum um hvað klukkan er. Við þurfum þvert á móti útvarp sem skýrir út tímana sem við lifum á og segir okkur í alvöru hvað klukkan slær. Og ef ekki er stemning fyrir því að afhlutafélagavæða RÚV eða auka framlögin að sinni, ætti stofnunin í það minnsta að fá allt útvarpsgjaldið eins og henni ber samkvæmt orðanna hljóðan. Það er lágmark, það er skynsamlegt. Guðrún Kvaran, prófessor emeritus Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur Kristín Jóhannesdóttir, leikstjóri Sigurbjörg Þrastardóttir, rithöfundur Andri Snær Magnason, rithöfundur Kristján Árnason, prófessor Pétur Gunnarsson, rithöfundur Sigurður Pálsson, rithöfundur Sveinn Einarsson, leikstjóri Þorbjörn Broddason, prófessor emeritus
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun