Körfubolti

Lewis áfram á Króknum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lewis átti stóran þátt í góðu gengi Tindastóls á síðasta tímabili.
Lewis átti stóran þátt í góðu gengi Tindastóls á síðasta tímabili. vísir/ernir
Körfuboltamaðurinn Darrel Keith Lewis verður áfram í herbúðum Tindastóls á næsta tímabili.

Lewis, sem er 39 ára, spilaði frábærlega með Tindastóli á nýafstöðnu tímabili og átti stóran þátt í því að Stólarnir komust alla leið í úrslitaeinvígið þar sem þeir lutu í lægra haldi fyrir KR.

Lewis, sem er með íslenskt ríkisfang, var með 20,8 stig, 6,9 fráköst og 4,5 stoðsendingar að meðaltali í leik í deildarkeppninni í vetur. Í úrslitakeppninni var hann með 20,0 stig, 7,1 frákast og 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik.

Lewis lék áður með Grindavík og Keflavík hér á landi.

Tindastóll mætir til leiks í Domino's deildinni í haust með nýjan mann í brúnni, Pieti Poikola, sem tók við liðinu af Israel Martin sem flutti sig um set til Bakken Bears í Danmörku.


Tengdar fréttir

Israel Martín tekur við Bakken Bears

Israel Martín Concepción verður næsti þjálfari danska liðsins Bakken Bears en hann gerði frábæra hluti með nýliða Tindastóls á þessu tímabili og var kosinn besti þjálfari Dominos-deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×