Lettar í vinnu án leyfa 12. febrúar 2005 00:01 "Þetta er mjög einfalt mál. Þetta er frjálst flæði þjónustu frá Lettlandi til Íslands sem er löglegt samkvæmt samningi sem var undirritaður 1. maí árið 2004 og Lettland varð hluti af Evrópusambandinu. Við viljum auðvitað að löggjafi skeri úr um hvað er rétt og hvað er rangt í þessum máli en við teljum okkur vera réttum megin við lögin," segir Ragnar Þórðarson, talsmaður GT-verktaka. GT-verktakar hafa haft fjóra lettneska starfsmenn í vinnu við Kárahnjúka án tilskilinna atvinnuleyfa frá Vinnumálastofnun eða dvalarleyfa frá Útlendingastofnun. Vinnumálastofnun hefur kært þetta athæfi til sýslumannsins á Seyðisfirði. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að ráðning Lettanna sé ólögleg. "Þegar stækkunarsamningurinn var samþykktur 1. maí á síðasta ári voru settar aðgangstakmarkanir á Íslandi til að minnsta kosti tveggja ára. Í því felst að fyrirtæki eða einstaklingar þurfa að sækja um atvinnuleyfi vegna hefðbundinna starfa og störf Lettanna falla undir þessi störf. Einnig þarf að sækja um dvalarleyfi hjá Útlendingastofnun en GT-verktakar hafa hvorugt gert. Það sem okkur gremst mjög er að þetta tiltekna fyrirtæki rekur Íslendinga til að ráða útlendinga en við höfum barist verulega gegn því," segir Gissur. Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður verkalýðshreyfingarinnar við Kárahnjúka, vill að hart verði tekið á þessu máli enda kolólöglegt að hans mati. "Ég veit að þeir sem vinna við Kárahnjúkavirkjun eru að öllu leyti með sín plögg í lagi, hvort sem það eru atvinnuleyfi eða dvalarleyfi. Þetta fyrirtæki kemur með starfsmenn á öðrum forsendum og lætur þá vinna sem er kolólöglegt," segir Oddur sem hræðist ekki aukningu slíkra mála á Kárahnjúkum. "Það kemur auðvitað upp ný staða ef GT-verktakar kemst upp með þetta en ég trúi ekki að þetta mál gangi í gegn. Þetta vandamál er samt til staðar um allt land. Þetta er leikurinn sem verktakar leika." Fréttir Innlent Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
"Þetta er mjög einfalt mál. Þetta er frjálst flæði þjónustu frá Lettlandi til Íslands sem er löglegt samkvæmt samningi sem var undirritaður 1. maí árið 2004 og Lettland varð hluti af Evrópusambandinu. Við viljum auðvitað að löggjafi skeri úr um hvað er rétt og hvað er rangt í þessum máli en við teljum okkur vera réttum megin við lögin," segir Ragnar Þórðarson, talsmaður GT-verktaka. GT-verktakar hafa haft fjóra lettneska starfsmenn í vinnu við Kárahnjúka án tilskilinna atvinnuleyfa frá Vinnumálastofnun eða dvalarleyfa frá Útlendingastofnun. Vinnumálastofnun hefur kært þetta athæfi til sýslumannsins á Seyðisfirði. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að ráðning Lettanna sé ólögleg. "Þegar stækkunarsamningurinn var samþykktur 1. maí á síðasta ári voru settar aðgangstakmarkanir á Íslandi til að minnsta kosti tveggja ára. Í því felst að fyrirtæki eða einstaklingar þurfa að sækja um atvinnuleyfi vegna hefðbundinna starfa og störf Lettanna falla undir þessi störf. Einnig þarf að sækja um dvalarleyfi hjá Útlendingastofnun en GT-verktakar hafa hvorugt gert. Það sem okkur gremst mjög er að þetta tiltekna fyrirtæki rekur Íslendinga til að ráða útlendinga en við höfum barist verulega gegn því," segir Gissur. Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður verkalýðshreyfingarinnar við Kárahnjúka, vill að hart verði tekið á þessu máli enda kolólöglegt að hans mati. "Ég veit að þeir sem vinna við Kárahnjúkavirkjun eru að öllu leyti með sín plögg í lagi, hvort sem það eru atvinnuleyfi eða dvalarleyfi. Þetta fyrirtæki kemur með starfsmenn á öðrum forsendum og lætur þá vinna sem er kolólöglegt," segir Oddur sem hræðist ekki aukningu slíkra mála á Kárahnjúkum. "Það kemur auðvitað upp ný staða ef GT-verktakar kemst upp með þetta en ég trúi ekki að þetta mál gangi í gegn. Þetta vandamál er samt til staðar um allt land. Þetta er leikurinn sem verktakar leika."
Fréttir Innlent Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira