Sport

Lenka Ptácníková Norðurlandameistari kvenna í skák

Lenka að tafli í mótinu.
Lenka að tafli í mótinu. MYND/Skak.is

Íslenska skákkonan, Lenka Ptácníková, tryggði sér í dag Norðurlandameistaratitil kvenna í skák með sigri á norsku skákkonunni Torill Skytte. Með sigrinum varði Lenka ennfremur Norðurlandameistaratitilinn sem hún vann í Finnlandi árið 2005.

Lenka var taplaus á mótinu og hlaut 9,5 vinning í 11 skákum. Christin Andersson frá Svíþjóð kom í öðru sæti með 9 vinninga.

Fram kemur í frétt á Skák.is að þetta sé í sjötta sinn sem íslensk kona verður skákmeistari Norðurlanda. Guðlaug Þorsteinsdóttir hampaði titlinum þrisvar á 8. áratugnum og þá varð Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir meistari árið 1981.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×