Enski boltinn

Leiva í höndum guðs

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Leiva á æfingu með Liverpool.
Leiva á æfingu með Liverpool. Vísir/Getty
Lucas Leiva var borinn af velli í jafnteflisleiknum gegn Aston Villa á laugardag. Bendir flest til þess að meiðsli Brasilíumannsins séu alvarleg.

„Nú er þetta í höndum guðs,“ skrifaði Leiva á Twitter-síðu sína í kjölfar meiðslanna. Brasilíumaðurinn trúaði hafði komið inn á sem varamaður í hálfleik en haltraði af velli um miðjan síðari hálfleikinn.

Leiva, sem hefur verið mikið frá vegna meiðsla síðan hann gekk í raðir Liverpool, sagði við knattspyrnustjórann Brendan Rodgers að hann hefði heyrt smell í hné sínu. Óttast er að liðband í hné sé slitið og að kappinn verði frá út leiktíðina að því er Liverpool Echo greinir frá.

Koma verður í ljós hvort Leiva geti verið klár fyrir heimsmeistaramótið á heimavelli hans í Brasilíu í sumar. Miðjumaðurinn hafði komist aftur inn í myndina hjá landsliðsþjálfaranum Luiz Felipe Scolari. Ljóst er að meiðslin verða ekki til þess að auka líkurnar á því að hann verði í eldlínunni í Brasilíu í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×