Enski boltinn

Lucas byrjaður að æfa á fullu með Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lucas Leiva grínast á æfingu með Liverpool.
Lucas Leiva grínast á æfingu með Liverpool. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það styttist í endurkomu Brasilíumannsins Lucas Leiva en hann er byrjaður að æfa á fullu með Liverpool eftir að hafa verið frá í tólf vikur vegna tognunar aftan í læri.

Lucas Leiva hefur ekki spilað síðan í 2-2 jafnteflisleik á móti Manchester City 26. ágúst síðastliðinn en þessi 25 ára miðjumaður meiddist þá í upphafi leiksins. Það var aðeins fjórði leikur hans eftir að hann kom til baka eftir krossbandsslit.

„Ég er ánægður með að vera kominn aftur og mér líður vel. Ég þarf bara að ná nokkrum æfingum til viðbótar og vonandi get ég spilað sem fyrst," sagði Lucas Leiva við blaðamenn.

Lucas Leiva verður ekki með á móti Wigan um helgina en ætti að taka þátt í Evrópuleiknum á móti Young Boys á næsta fimmtudag. Brendan Rodgers býst við að byrja nota hann á næstu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×