Erlent

Leiðtogi Hong Kong hvetur mótmælendur til að halda heim á leið

CY Leung er ekki í hávegum hafður hjá mótmælendum og því var ekki búist við því að brýningar hans myndu bera árangur.
CY Leung er ekki í hávegum hafður hjá mótmælendum og því var ekki búist við því að brýningar hans myndu bera árangur.
Æðsti embættismaður Hong Kong, CY Leung, hvatti í nótt mótmælendur til þess að halda til síns heima og láta þegar í stað af mótmælum sínum. Ekki verður orðið við þessari beiðni því á meðal krafna mótmælenda er einmitt að Leung sjálfur segi af sér embætti.

Í nótt voru tugþúsundir mótmælenda á götum borgarinnar þar sem þess var krafist að fyrirhugaðar kosningar árið 2017 verði frjálsar og án afskipta kínverska kommúnistaflokksins.

Í morgun var þó tiltölulega rólegt á götum borgarinnar og ekki hefur komið til átaka eins og gerðist um helgina þegar lögreglan beitti táragasi og kylfum gegn fólkinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×