Leiddist út í vændi eftir gróft kynferðisofbeldi: Átti að nota kattakassa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. nóvember 2016 22:13 Eva Dís Þórðardóttir leiddist út í vændi eftir að hafa orðið fyrir grófu kynferðisofbeldi allt frá barnsaldri. Hún varð fyrir miklu einelti í grunnskóla og átti í nokkrum stormasömum samböndum sem Eva segir hafa brenglað sjálfsmynd sína. Vændið gerði það að verkum að hún gat verið önnur manneskja en hún var, sem mildaði andlegar þjáningar hennar. Eva Dís sagði sögu sína í söfnunarþætti Stígamóta á Stöð 2 í kvöld. Hún segist ítrekað hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi, fyrst við tíu ára aldur. Eva varð jafnframt fyrir miklu einelti í grunnskóla, en hún segir eineltið hafa hætt þegar hún eignaðist sinn fyrsta kærasta, sem varð til þess að henni fannst hún verða eftirsóknarverðari. Hann hélt hins vegar mikið framhjá henni og hafði það mikil áhrif á Evu.Langt frá því að vera BDSM Eva var í nokkrum samböndum. Þau voru oftar en ekki ofbeldisfull og mikið um framhjáhald. Eitt þeirra hafði hins vegar hvað alvarlegustu afleiðingarnar í för með sér. „Ég kynntist manni á netinu þegar ég var nýkomin úr námi. Ég var atvinnulaus, pínu döpur, langt niðri og töluvert blönk. Maðurinn var eldri, var á listamannalaunum og hafði nógan tíma til að atast í mér,“ segir Eva. „Hann byrjaði á að kynna mig fyrir BDSM, eða það sem hann kallaði BDSM. Þetta var bara kynferðisofbeldi. Ég átti eftir að komast að því síðar því ég hafði ekkert um það að segja hvar okkar mörk væru. Hann vildi ekki að ég notaði klósettið. Hann vildi að ég gerði þarfir mínar í kattakassann. Ég vildi það ekki, sagði honum að mér fyndist þetta of niðurlægjandi, og þá sagði hann að þetta væru ákveðin mörk sem hann ætti eftir að víkka út.“ Eftir að sambandið endaði kynntist Eva öðrum manni sem hélt úti fylgdarþjónustu. Hún segist hafa litið mjög upp til mannsins og fannst hún örugg hjá honum. Maðurinn hélt mikið framhjá Evu og varð sambandið mjög stormasamt og endaði Eva sambandið. Skömmu síðar átti hún örlagaríkt samtal við konu sam rak vændishús.Seld á uppboði „Hún var búin að vera að tala um að ég væri myndarleg og skemmtilegur persónuleiki og gæti grætt svo miklu meiri peninga „inni á lakinu“ eins og sagt var. [..] Hún var svona mjög hvetjandi og sagði að ef ég vildi prófa þá væri hún tilbúin til að sýna mér og kenna.“ Eva segist hafa verið blönk á þessum tíma og ákveðið að slá til. „Við semjum auglýsingu um að ég sé að koma út í fyrsta skipti og það verður hálfgert uppboð, og ég bara gerði þetta. Bara svipað og þegar maður þarf að sturta í sig meðali, ég bara gerði þetta,“ segir Eva. Hún segir að fyrsti maðurinn sem hún var með hafi verið ósköp venjulegur, sem hafi komið sér mjög á óvart. „Ég hélt áður en ég byrjaði í þessu að menn sem leituðu til vændiskvenna væru...kannski ekki úrkynjaðir, en kannski gætu ekki fengið kynlíf annars staðar, væru jafnvel að sækjast eftir einhverju furðulegu. En þetta var ósköp venjulegur maður. Vel klæddur, vel til hafður, kurteis. Þetta tók ekki langan tíma og var bara svona, frekar lítið mál.“ Eva ákvað hins vegar síðar að skipta um vinnustað, sem að hennar sögn var talsvert hættulegri staður en vændishúsið sem hún var á. Hún segir það fjarri lagi að hún hafi haft stjórn á aðstæðum í vinnunni, og þótt flestir kúnnar hennar hafi verið venjulegir menn, hafi sumir verið „ógeðslegir“ og að stundum hafi hún haft ástæðu til þess að óttast um öryggi sitt. Samt sem áður hafi hún notið þess að starfa sem vændiskona, á þeim tíma.Fannst þetta æðislegt „Mér fannst þetta æðislegt. Ég var ekki ég sjálf í vændinu. Ég bjó til persónu sem ég lék. Ég notaði ekki nafnið mitt. Það var mín leið til að takast á við þetta. En þú verður að skilja að þegar maður er í vændi þá verður maður að segja að þetta sé æðislegt. Ég hef enga trú á því að hamingjusama hóran sé til,“ segir Eva, og segist geta fullyrt að þær konur sem leiðist út í heim vændis séu konur sem hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Eva Dís segir skömmina sem hafi fylgt leyndarmálinu hafa verið óbærilega byrgði. Samfélagið viðurkenni ekki vændiskonur og að því vilji vændiskonur frekar deyja en að upp komist um leyndarmál þeirra. „Ég myndi vilja að samfélagið samþykki að vændi er afleiðing af kynferðisofbeldi og að konur sem hafa selt líkama sinn fái að tjá sig um það án þess að finnast þær minna virði en einhver annar [...]Ef ég get gert eitthvað til að breyta þessu þá er ég tilbúin í það,“ segir Eva Dís. Eva Dís tekur fram að hún hafi aldrei verið í neyslu fíkniefna, og því sé það af og frá að einungis konur sem neyti fíkniefna leiðist út í vændi. Hún kynntist Stígamótum fyrir fjórum árum, sem hún segir hafa breytt lífi sínu. Hægt er að styrkja Stígamót með því að leggja inn á eftirfarandi reikning: Bankanúmer: 101-15-630999 Kt.: 620190-1449 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Eva Dís Þórðardóttir leiddist út í vændi eftir að hafa orðið fyrir grófu kynferðisofbeldi allt frá barnsaldri. Hún varð fyrir miklu einelti í grunnskóla og átti í nokkrum stormasömum samböndum sem Eva segir hafa brenglað sjálfsmynd sína. Vændið gerði það að verkum að hún gat verið önnur manneskja en hún var, sem mildaði andlegar þjáningar hennar. Eva Dís sagði sögu sína í söfnunarþætti Stígamóta á Stöð 2 í kvöld. Hún segist ítrekað hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi, fyrst við tíu ára aldur. Eva varð jafnframt fyrir miklu einelti í grunnskóla, en hún segir eineltið hafa hætt þegar hún eignaðist sinn fyrsta kærasta, sem varð til þess að henni fannst hún verða eftirsóknarverðari. Hann hélt hins vegar mikið framhjá henni og hafði það mikil áhrif á Evu.Langt frá því að vera BDSM Eva var í nokkrum samböndum. Þau voru oftar en ekki ofbeldisfull og mikið um framhjáhald. Eitt þeirra hafði hins vegar hvað alvarlegustu afleiðingarnar í för með sér. „Ég kynntist manni á netinu þegar ég var nýkomin úr námi. Ég var atvinnulaus, pínu döpur, langt niðri og töluvert blönk. Maðurinn var eldri, var á listamannalaunum og hafði nógan tíma til að atast í mér,“ segir Eva. „Hann byrjaði á að kynna mig fyrir BDSM, eða það sem hann kallaði BDSM. Þetta var bara kynferðisofbeldi. Ég átti eftir að komast að því síðar því ég hafði ekkert um það að segja hvar okkar mörk væru. Hann vildi ekki að ég notaði klósettið. Hann vildi að ég gerði þarfir mínar í kattakassann. Ég vildi það ekki, sagði honum að mér fyndist þetta of niðurlægjandi, og þá sagði hann að þetta væru ákveðin mörk sem hann ætti eftir að víkka út.“ Eftir að sambandið endaði kynntist Eva öðrum manni sem hélt úti fylgdarþjónustu. Hún segist hafa litið mjög upp til mannsins og fannst hún örugg hjá honum. Maðurinn hélt mikið framhjá Evu og varð sambandið mjög stormasamt og endaði Eva sambandið. Skömmu síðar átti hún örlagaríkt samtal við konu sam rak vændishús.Seld á uppboði „Hún var búin að vera að tala um að ég væri myndarleg og skemmtilegur persónuleiki og gæti grætt svo miklu meiri peninga „inni á lakinu“ eins og sagt var. [..] Hún var svona mjög hvetjandi og sagði að ef ég vildi prófa þá væri hún tilbúin til að sýna mér og kenna.“ Eva segist hafa verið blönk á þessum tíma og ákveðið að slá til. „Við semjum auglýsingu um að ég sé að koma út í fyrsta skipti og það verður hálfgert uppboð, og ég bara gerði þetta. Bara svipað og þegar maður þarf að sturta í sig meðali, ég bara gerði þetta,“ segir Eva. Hún segir að fyrsti maðurinn sem hún var með hafi verið ósköp venjulegur, sem hafi komið sér mjög á óvart. „Ég hélt áður en ég byrjaði í þessu að menn sem leituðu til vændiskvenna væru...kannski ekki úrkynjaðir, en kannski gætu ekki fengið kynlíf annars staðar, væru jafnvel að sækjast eftir einhverju furðulegu. En þetta var ósköp venjulegur maður. Vel klæddur, vel til hafður, kurteis. Þetta tók ekki langan tíma og var bara svona, frekar lítið mál.“ Eva ákvað hins vegar síðar að skipta um vinnustað, sem að hennar sögn var talsvert hættulegri staður en vændishúsið sem hún var á. Hún segir það fjarri lagi að hún hafi haft stjórn á aðstæðum í vinnunni, og þótt flestir kúnnar hennar hafi verið venjulegir menn, hafi sumir verið „ógeðslegir“ og að stundum hafi hún haft ástæðu til þess að óttast um öryggi sitt. Samt sem áður hafi hún notið þess að starfa sem vændiskona, á þeim tíma.Fannst þetta æðislegt „Mér fannst þetta æðislegt. Ég var ekki ég sjálf í vændinu. Ég bjó til persónu sem ég lék. Ég notaði ekki nafnið mitt. Það var mín leið til að takast á við þetta. En þú verður að skilja að þegar maður er í vændi þá verður maður að segja að þetta sé æðislegt. Ég hef enga trú á því að hamingjusama hóran sé til,“ segir Eva, og segist geta fullyrt að þær konur sem leiðist út í heim vændis séu konur sem hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Eva Dís segir skömmina sem hafi fylgt leyndarmálinu hafa verið óbærilega byrgði. Samfélagið viðurkenni ekki vændiskonur og að því vilji vændiskonur frekar deyja en að upp komist um leyndarmál þeirra. „Ég myndi vilja að samfélagið samþykki að vændi er afleiðing af kynferðisofbeldi og að konur sem hafa selt líkama sinn fái að tjá sig um það án þess að finnast þær minna virði en einhver annar [...]Ef ég get gert eitthvað til að breyta þessu þá er ég tilbúin í það,“ segir Eva Dís. Eva Dís tekur fram að hún hafi aldrei verið í neyslu fíkniefna, og því sé það af og frá að einungis konur sem neyti fíkniefna leiðist út í vændi. Hún kynntist Stígamótum fyrir fjórum árum, sem hún segir hafa breytt lífi sínu. Hægt er að styrkja Stígamót með því að leggja inn á eftirfarandi reikning: Bankanúmer: 101-15-630999 Kt.: 620190-1449
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira