Enski boltinn

Leicester getur orðið eitt tekjuhæsta félag heims

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stuðningsmenn Leicester fagna.
Stuðningsmenn Leicester fagna. Vísir/Getty
Leicester varð á mánudagskvöldið Englandsmeistari í knattspyrnu og getur liðið nú orðið eitt af 20 ríkustu félögum heims ef því tekst að halda rétt utan um sín mál.

Deloitte gefur árlega út skýrslu yfir 20 ríkustu knattspyrnufélög heims og segir starfsmaður þess í samtali við enska fjölmiðla að Leicester eigi góðan möguleika á að koma sér vel fyrir á þeim lista.

„Það er líklegt að félagið fái 30-50 milljónum punda meira fyrir árangurinn í ár samanborið við síðasta ár. Þá á eftir að taka til greina alla þá bónusa sem félagið gæti fengið í gegnum auglýsingasamninga sína fyrir að vinna deildina,“ sagði Tom Bridge í viðtali við Sky Sports.

Sjá einnig: Titill Leicester kostaði veðbanka 1,4 milljarða

„En stóra fjárhagslega gulrótin er á næsta tímabili. Ef Leicester tekst að halda sér í toppbaráttunni á næsta tímabili og staðið sig vel í Meistaradeild Evrópu gætu tekjur félagsins stóraukist.“

„Ef það gerist reiknum við með því að Leicester verði fastagestur á lista okkar yfir 20 tekjuhæstu félög heims.“

Samkvæmt frétt Sky Sports mun Leicester fá að minnsta kosti 50 milljónir punda fyrir þátttöku sína í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og að hún færi félaginu aðra eins upphæð í auglýsingatekjur. Það þýðir að meistaratitilinn tryggir Leicester að minnsta kosti 130 milljónir punda í tekjur á næstu mánuðum - jafnvirði 23 milljarða króna.


Tengdar fréttir

Tottenham fór á taugum og Leicester er Englandsmeistari

Öskubuskuævintýri Leicester City var fullkomnað í kvöld er liðið varð Englandsmeistari. Tottenham gerði þá jafntefli gegn Chelsea og það þýðir að liðið getur ekki lengur náð Leicester.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×