FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 08:17

Gríđarmiklar sprengingar í vopnageymslu í austurhluta Úkraínu

FRÉTTIR

Leggjast alfariđ gegn áformum um einkavćđingu

 
Innlent
11:29 25. FEBRÚAR 2016
Leggjast alfariđ gegn áformum um einkavćđingu
VÍSIR/GVA

Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja leggst alfarið gegn áformum um einkavæðingu heilsugæslustöðva. Hún segir að heilsa fólks og heilbrigði geti ekki orðið eins og aðrar vörur á markaði. Að mati Bandalagsins ætti það að vera skýrt markmið stjórnvalda að allur mögulegur hagnaður af rekstri heilbrigðisþjónustu ætti að renna beint til frekari uppbyggingar. Ekki í vasa einkaaðila.

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra mun í dag kynna breytingar á fyrirkomulagi heilsugæslunnar. Í tilkynningu frá BSRB segir að til standi að opna þrjár nýjar heilsugæslustöðvar til viðbótar við þær sautján sem nú séu starfandi og að þær verði einkareknar. Í meirihlutaeigu þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem þar starfi.

Samkvæmt áformum ráðherra er arðgreiðslur þó óheimilar og er ætlast til þess að ávinningur af rekstri verði nýttur til úrbóta og uppbyggingar.

„BSRB fagnar áformum um uppbyggingu heilsugæslunnar, sem er mikilvægur þáttur í íslenska heilbrigðiskerfinu. Bandalagið telur eðlilegt að nýjar heilsugæslustöðvar verði fjármagnaðar af almannafé eins og þær sem fyrir eru, og starfi samkvæmt sama fyrirkomulagi,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir að íslenskur almenningur sé að stærstum hluta andvígur einkavæðingu heilbrigðiskerfisins og fylgjandi félagslegu heilbrigðiskerfi. Það hafi skoðanakannanir sýnt fram á.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Leggjast alfariđ gegn áformum um einkavćđingu
Fara efst