Erlent

Leggja til þrjá milljarða dala til baráttunnar gegn sjúkdómum

Atli ísleifsson skrifar
Hjónin Mark Zuckerberg og Pricilla Chan.
Hjónin Mark Zuckerberg og Pricilla Chan. Mynd/Mark Zuckerberg
Bandarísku hjónin Pricilla Chan og Mark Zuckerberg munu á næstu tíu árum leggja til þrjá milljarða Bandaríkjadala, um 347 milljarða króna, til baráttunnar fyrir lækningu sjúkdóma.

Barnalæknirinn Chan og Facebook-stofnandinn Zuckerberg greindu frá þessu á kynningarfundi í San Francisco fyrr í dag.

Chan sagði markmiðið vera að vinna saman að því að lækna eða koma í veg fyrir útbreiðslu allra sjúkdóma áður en æviskeið barna þeirra er á enda.

Chan felldi tár þegar hún minntist þess að hafa þurft að greina foreldrum frá því að barn þeirra væri með ólæknandi sjúkdóm eða myndi ekki lifa af. Þessi reynsla hafi gert hana enn staðfastari í því vinna með vísindamönnum að því að þróa nýja tækni sem gæti bjargað mannslífum.

Sjá má kynningarfund þeirra hjóna að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×