Leggja niður vopn en sleppa við fangelsi guðsteinn bjarnason skrifar 26. ágúst 2016 07:00 Íbúar Kólumbíu fylgdust með beinni útsendingu frá Havana á Kúbu þegar samningarnir voru undirritaðir. Fréttablaðið/EPA „Stríðinu er lokið,“ sagði Humberto de la Galle, samningafulltrúi Kólumbíustjórnar, þegar hann undirritaði friðarsamkomulag við FARC-skæruliðahreyfinguna. Stjórnin hefur í meira en hálfa öld átt í stríði við FARC-hreyfinguna. Átökin hafa kostað meira en 200 þúsund manns lífið. Milljónir manna hafa hrakist að heiman vegna þeirra og fjölmargir verið teknir í gíslingu um lengri eða skemmri hríð.Átök milli FARC-hreyfingarinnar og stjórnvalda í Kólumbíu hafa staðið í ríflega hálfa öld.„Það er kominn tími til að gefa friðnum tækifæri,“ sagði de la Galle. Samningarnir voru undirritaðir á Kúbu, að viðstöddum fulltrúum Kúbustjórnar og fulltrúum frá Noregi, sem hefur haft milligöngu um samningaviðræðurnar síðustu fjögur árin. Við undirritun samninganna sagði Ivan Marquez, aðalsamningamaður FARC-hreyfingarinnar, sigur vera unninn í fegursta bardaga allra bardaga, nefnilega baráttunni fyrir friði í Kólumbíu: „Vopnaðri baráttu lýkur og barátta hugmyndanna hefst,“ sagði hann. Til þess að samningurinn taki gildi þarf að samþykkja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem haldin verður 2. október. „Þetta verða mikilvægustu kosningarnar í lífi okkar,“ sagði Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu. Ekki eru þó allir sáttir. Alvaro Uribe, fyrrverandi forseti Kólumbíu, segir samninginn í raun gefa FARC-hreyfingunni landið. Hann hvetur kjósendur til þess að hafna samninginum. „Það tók þau fjögur ár að afhenda FARC allt heila klabbið,“ hefur breska dagblaðið The Guardian eftir Ernesto Macaias, flokksbróður Uribes. „Þau hefðu getað gert það á einum degi.“ Samningarnir fela í sér skaðabætur til fórnarlamba hreyfingarinnar. Einnig verða settir upp sérstakir dómstólar til að fjalla um afbrot liðsmanna hennar. Þeir sem játa afbrot sín sleppa við fangelsisdóm en þurfa að sinna samfélagsþjónustu í staðinn. Þá samþykkti Kólumbíustjórn að hefja þróunarvinnu og uppbyggingu í landbúnaðargeiranum, ásamt því að auðvelda smærri samtökum þátttöku í stjórnmálum. Á móti heitir FARC-hreyfingin því að leggja niður fíkniefnaframleiðslu sína og leysa upp fíkniefnasölukerfið, sem hefur verið helsta tekjulind hennar í áratugi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
„Stríðinu er lokið,“ sagði Humberto de la Galle, samningafulltrúi Kólumbíustjórnar, þegar hann undirritaði friðarsamkomulag við FARC-skæruliðahreyfinguna. Stjórnin hefur í meira en hálfa öld átt í stríði við FARC-hreyfinguna. Átökin hafa kostað meira en 200 þúsund manns lífið. Milljónir manna hafa hrakist að heiman vegna þeirra og fjölmargir verið teknir í gíslingu um lengri eða skemmri hríð.Átök milli FARC-hreyfingarinnar og stjórnvalda í Kólumbíu hafa staðið í ríflega hálfa öld.„Það er kominn tími til að gefa friðnum tækifæri,“ sagði de la Galle. Samningarnir voru undirritaðir á Kúbu, að viðstöddum fulltrúum Kúbustjórnar og fulltrúum frá Noregi, sem hefur haft milligöngu um samningaviðræðurnar síðustu fjögur árin. Við undirritun samninganna sagði Ivan Marquez, aðalsamningamaður FARC-hreyfingarinnar, sigur vera unninn í fegursta bardaga allra bardaga, nefnilega baráttunni fyrir friði í Kólumbíu: „Vopnaðri baráttu lýkur og barátta hugmyndanna hefst,“ sagði hann. Til þess að samningurinn taki gildi þarf að samþykkja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem haldin verður 2. október. „Þetta verða mikilvægustu kosningarnar í lífi okkar,“ sagði Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu. Ekki eru þó allir sáttir. Alvaro Uribe, fyrrverandi forseti Kólumbíu, segir samninginn í raun gefa FARC-hreyfingunni landið. Hann hvetur kjósendur til þess að hafna samninginum. „Það tók þau fjögur ár að afhenda FARC allt heila klabbið,“ hefur breska dagblaðið The Guardian eftir Ernesto Macaias, flokksbróður Uribes. „Þau hefðu getað gert það á einum degi.“ Samningarnir fela í sér skaðabætur til fórnarlamba hreyfingarinnar. Einnig verða settir upp sérstakir dómstólar til að fjalla um afbrot liðsmanna hennar. Þeir sem játa afbrot sín sleppa við fangelsisdóm en þurfa að sinna samfélagsþjónustu í staðinn. Þá samþykkti Kólumbíustjórn að hefja þróunarvinnu og uppbyggingu í landbúnaðargeiranum, ásamt því að auðvelda smærri samtökum þátttöku í stjórnmálum. Á móti heitir FARC-hreyfingin því að leggja niður fíkniefnaframleiðslu sína og leysa upp fíkniefnasölukerfið, sem hefur verið helsta tekjulind hennar í áratugi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira