Viðskipti innlent

Launþegar FA fá 70.400 króna búbót í desember

Desemberuppbótin í ár fyrir launþega Félags atvinnurekanda er 55.400 kr. í ár og að auki greiðist 15.000 kr.á árinu sem sérstakt álag á desemberuppbót. Er því samtals um 70.400 kr. að ræða sem greiða á launþegum í desember.

Þetta kemur fram á vefsíðu Félags atvinnurekenda. Þar segir að desemberuppbót greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember.

Heimilt er með samkomulagi við starfsmann að uppgjörstímabil sé frá 1.desember til 30.nóvember ár hvert í stað almanaksárs.

Starfshlutfall miðast við fasta og reglubundna vinnu, þó að hámarki 36 stundir og 15 mínútur á viku. Starfsfólk í hlutastarfi skal fá greitt hlutfallslega.

Uppgjörstímabil er almanaksárið. Fullt ársstarf er 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Starfsfólk með skemmri starfstíma skal fá greitt hlutfallslega miðað við starfstíma sinn.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×