Viðskipti innlent

Laundromat Reykjavík ehf. gjaldþrota

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Veitingahúsið Laundromat verður rekið áfram með óbreyttu fyrirkomulagi þrátt fyrir gjaldþrotið.
Veitingahúsið Laundromat verður rekið áfram með óbreyttu fyrirkomulagi þrátt fyrir gjaldþrotið. Vísir/Pjetur
Laundromat Reykjavík ehf., sem rak kaffihús með sama nafni í Austurstræti, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Mbl.is greinir frá þessu.

Staðurinn er þó rekinn áfram með óbreyttu fyrirkomulagi af nýju félagi sem keypti reksturinn. Laundromat opnaði fyrst í mars 2011 á Íslandi en fyrir voru þrír Laundromat staðir í Danmörku.

Hallur Dan Johansen, segir í samtali við Mbl.is að hann hafi enga aðkomu að nýja félaginu. Reksturinn hafi verið mikið skuldsettur en reynt hafi verið að greiða niður skuldir í fyrra. Ekki náðist þó að greiða skuldir við tollstjóra nægilega hratt niður og þá lítið annað að gera en að skila inn vínveitingaleyfinu og selja reksturinn.

Laundromat var úrskurðað gjaldþrota í desember og samkvæmt ársreikningi árið 2012 voru skuldir félagsins um 96 milljónir króna. Hallur segir þó reksturinn alal tíða hafa verið góður en fjárfestingar ekki gengið sem skildi og því skuldastaðan mjög há.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×