Laugavegur - hvert skal stefnt? 20. apríl 2012 09:30 Sitt sýnist hverjum þegar málefni Laugavegar bera á góma og um þessar mundir snýst umræðan hvað mest um hvort gera skuli götuna að göngugötu eða ekki. Mörgum þykir miðbæjargata þar sem iðandi mannlíf fær þrifist góð tilhugsun, sérstaklega yfir sumarmánuðina. Að þangað sé hægt að leita án brýns erindis og dvelja lengur en nauðsyn krefst. Á einföldu máli er hér verið að tala um götu með aðdráttarafl. Án þess að draga úr vægi verslunar og þjónustu í þessu samhengi, þá hafa rannsóknir innan umhverfissálfræði, sem er sú grein innan sálfræði sem fæst við samspil fólks og umhverfis, sýnt að aðdráttarafl umhverfis byggist að miklu leyti á þeirri tilfinningu sem það vekur hjá fólki. Þannig sýna vísindalegar niðurstöður að í sínum frítíma hefur fólk sterka tilhneigingu til að velja sér umhverfi sem veitir andlega, líkamlega og félagslega vellíðan. Því má telja að sterk tengsl séu milli vellíðunar og aðdráttarafls. Um langt árabil hafa rannsóknarniðurstöður gefið til kynna neikvæð áhrif bílaumferðar á upplifun fólks og víða má sjá, s.s. á Laugavegi, hamlandi áhrif hennar fyrir vöxt og viðgang mannlífs. Í ljósi þessa hallast sífellt fleiri að nauðsyn þess að draga úr bílaumferð í miðbæjum, og því samfara skapa fleiri tækifæri og auknar ástæður fyrir fólk til að dvelja á viðkomandi svæði auk þess sem greitt er fyrir gangandi og hjólandi umferð. Sé stefnan sú að skapa mannlíf á Laugaveginum, má ljóst vera að lokun Laugavegar fyrir bílaumferð, að hluta til í það minnsta, er nauðsynlegur liður á þeirri braut. Ekki eru allir jafn sannfærðir og bent hefur verið á möguleg neikvæð áhrif lokunar á hag verslana. Vissulega er þetta sjónarmið allrar athygli vert og nauðsynlegt að þróa Laugaveg sem göngugötu með þarfir verslunar og þjónustu í huga en gögn erlendis frá sýna að ef rétt er að verki staðið megi búast við aukinni veltu verslana í kjölfar lokunar fyrir bílaumferð. En er hægt að heimfæra þessar niðurstöður á Laugaveginn í Reykjavík? Að öllum líkindum - ef vel er á málum haldið. Upp úr 1960 voru margir efins um að göngugata gæti þrifist í miðbæ Kaupmannahafnar. Til þess væri t.d. hnattræn lega borgarinnar of norðlæg og veðurfar óhagstætt. Raunin varð önnur. „Strikið“ dafnar vel og árið 2005 hafði flatarmál svæða í miðbæ Kaupmannahafnar ætluðum gangandi vegfarendum sjöfaldast frá því sem var í upphafi. Ein meginástæða þessa eftirtektarverða árangurs er sú að mótun og hönnun umhverfisins fór fram á forsendum fólksins; þarfa þess, langana og atferlis - á forsendum vellíðunar. Sama þarf að vera upp á teningnum í málefnum Laugavegar. Framtíðarsýn hans þarf að hafa fólk í forgrunni og spyrja þarf hvernig, en ekki hvort, byggja skuli götuna upp sem göngugötu. Til að svara þeirri spurningu þurfa ólík sjónarhorn, sem sum hver hafa aldrei fyrr komið að borðinu, að fá sitt vægi. Í fyrrasumar steig Reykjavíkurborg fyrsta skrefið á þessari vegferð og hyggst nú í sumar halda áfram. Því ber að fagna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Sitt sýnist hverjum þegar málefni Laugavegar bera á góma og um þessar mundir snýst umræðan hvað mest um hvort gera skuli götuna að göngugötu eða ekki. Mörgum þykir miðbæjargata þar sem iðandi mannlíf fær þrifist góð tilhugsun, sérstaklega yfir sumarmánuðina. Að þangað sé hægt að leita án brýns erindis og dvelja lengur en nauðsyn krefst. Á einföldu máli er hér verið að tala um götu með aðdráttarafl. Án þess að draga úr vægi verslunar og þjónustu í þessu samhengi, þá hafa rannsóknir innan umhverfissálfræði, sem er sú grein innan sálfræði sem fæst við samspil fólks og umhverfis, sýnt að aðdráttarafl umhverfis byggist að miklu leyti á þeirri tilfinningu sem það vekur hjá fólki. Þannig sýna vísindalegar niðurstöður að í sínum frítíma hefur fólk sterka tilhneigingu til að velja sér umhverfi sem veitir andlega, líkamlega og félagslega vellíðan. Því má telja að sterk tengsl séu milli vellíðunar og aðdráttarafls. Um langt árabil hafa rannsóknarniðurstöður gefið til kynna neikvæð áhrif bílaumferðar á upplifun fólks og víða má sjá, s.s. á Laugavegi, hamlandi áhrif hennar fyrir vöxt og viðgang mannlífs. Í ljósi þessa hallast sífellt fleiri að nauðsyn þess að draga úr bílaumferð í miðbæjum, og því samfara skapa fleiri tækifæri og auknar ástæður fyrir fólk til að dvelja á viðkomandi svæði auk þess sem greitt er fyrir gangandi og hjólandi umferð. Sé stefnan sú að skapa mannlíf á Laugaveginum, má ljóst vera að lokun Laugavegar fyrir bílaumferð, að hluta til í það minnsta, er nauðsynlegur liður á þeirri braut. Ekki eru allir jafn sannfærðir og bent hefur verið á möguleg neikvæð áhrif lokunar á hag verslana. Vissulega er þetta sjónarmið allrar athygli vert og nauðsynlegt að þróa Laugaveg sem göngugötu með þarfir verslunar og þjónustu í huga en gögn erlendis frá sýna að ef rétt er að verki staðið megi búast við aukinni veltu verslana í kjölfar lokunar fyrir bílaumferð. En er hægt að heimfæra þessar niðurstöður á Laugaveginn í Reykjavík? Að öllum líkindum - ef vel er á málum haldið. Upp úr 1960 voru margir efins um að göngugata gæti þrifist í miðbæ Kaupmannahafnar. Til þess væri t.d. hnattræn lega borgarinnar of norðlæg og veðurfar óhagstætt. Raunin varð önnur. „Strikið“ dafnar vel og árið 2005 hafði flatarmál svæða í miðbæ Kaupmannahafnar ætluðum gangandi vegfarendum sjöfaldast frá því sem var í upphafi. Ein meginástæða þessa eftirtektarverða árangurs er sú að mótun og hönnun umhverfisins fór fram á forsendum fólksins; þarfa þess, langana og atferlis - á forsendum vellíðunar. Sama þarf að vera upp á teningnum í málefnum Laugavegar. Framtíðarsýn hans þarf að hafa fólk í forgrunni og spyrja þarf hvernig, en ekki hvort, byggja skuli götuna upp sem göngugötu. Til að svara þeirri spurningu þurfa ólík sjónarhorn, sem sum hver hafa aldrei fyrr komið að borðinu, að fá sitt vægi. Í fyrrasumar steig Reykjavíkurborg fyrsta skrefið á þessari vegferð og hyggst nú í sumar halda áfram. Því ber að fagna.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun