Latibær flytur til London Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 30. maí 2014 19:38 „Ég kem vel út úr þessu að öllu leyti nema að ég vann aðeins of mikið" segir Magnús Scheving, stofnandi Latabæjar, en fyrirtækið hættir starfsemi hér á landi síðar á þessu ári. Magnús hefur starfað sem höfundur og forstjóri Latabæjar undanfarin tuttugu ár, en hann tilkynnti í dag að hann muni hætta störfum hjá fyrirtækinu síðar á þessu ári. Starfsemi Latabæjar hér á landi mun því að öllu leyti flytjast til Bretlands. En hvers vegna telur Magnús að þetta sé orðið gott? „Ég er búinn að vera tuttugu ár í þessu og ákvað að tímamótin eru komin núna. Hugsaði með mér, af hverju tek ég ekki stærsta stökkið sem ég hef nokkurn tíman tekið og hoppa bara vagninum núna og segi: „jæja, nú er nóg komið.“ Og hvað tekur nú við hjá Magnúsi? „Ég er persónulega í pínu vandræðum. Mig hefur langað til að gera svo margt. Ég mátti til dæmis ekki fara á skíði, ég mátti ekki vera á sjóðskíðum, ég mátti ekki vera á mótorhjólum, ég mátti ekki gera neitt eiginlega. Ekki fallhlífastökk. Mér finnst ég eins og kálfur eða belja sem er að komast út og allt í einu og get farið að hoppa. Kannski ekki hoppa, ég er búinn að hoppa svo mikið. Kannski verð ég að setjast niður og slaka aðeins á.“ En hvernig skilur hann fjárhagslega við fyrirtækið? „Ég fer frábærlega frá þessu í rauninni. Það má alltaf velta fyrir sér hvað er hagnaður, er það bara peningar í vasann eða er hagnaður eitthvað meira. Ég kem vel úr þessu, að öllu leyti nema að ég vann aðeins of mikið. Þannig að ég ráðlegg öllum sem eru að taka að sér mjög stór verkefni að vinna kannski ekki of mikið, því þú missir svo margt við það.“ Magnús fagnar fimmtugsafmæli í nóvember og hefur sjaldan verið í betra formi. „Ég er ekkert orðinn það gamall, ég á fullt af árum eftir. Ég get ennþá farið í splitt sko.“ Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
„Ég kem vel út úr þessu að öllu leyti nema að ég vann aðeins of mikið" segir Magnús Scheving, stofnandi Latabæjar, en fyrirtækið hættir starfsemi hér á landi síðar á þessu ári. Magnús hefur starfað sem höfundur og forstjóri Latabæjar undanfarin tuttugu ár, en hann tilkynnti í dag að hann muni hætta störfum hjá fyrirtækinu síðar á þessu ári. Starfsemi Latabæjar hér á landi mun því að öllu leyti flytjast til Bretlands. En hvers vegna telur Magnús að þetta sé orðið gott? „Ég er búinn að vera tuttugu ár í þessu og ákvað að tímamótin eru komin núna. Hugsaði með mér, af hverju tek ég ekki stærsta stökkið sem ég hef nokkurn tíman tekið og hoppa bara vagninum núna og segi: „jæja, nú er nóg komið.“ Og hvað tekur nú við hjá Magnúsi? „Ég er persónulega í pínu vandræðum. Mig hefur langað til að gera svo margt. Ég mátti til dæmis ekki fara á skíði, ég mátti ekki vera á sjóðskíðum, ég mátti ekki vera á mótorhjólum, ég mátti ekki gera neitt eiginlega. Ekki fallhlífastökk. Mér finnst ég eins og kálfur eða belja sem er að komast út og allt í einu og get farið að hoppa. Kannski ekki hoppa, ég er búinn að hoppa svo mikið. Kannski verð ég að setjast niður og slaka aðeins á.“ En hvernig skilur hann fjárhagslega við fyrirtækið? „Ég fer frábærlega frá þessu í rauninni. Það má alltaf velta fyrir sér hvað er hagnaður, er það bara peningar í vasann eða er hagnaður eitthvað meira. Ég kem vel úr þessu, að öllu leyti nema að ég vann aðeins of mikið. Þannig að ég ráðlegg öllum sem eru að taka að sér mjög stór verkefni að vinna kannski ekki of mikið, því þú missir svo margt við það.“ Magnús fagnar fimmtugsafmæli í nóvember og hefur sjaldan verið í betra formi. „Ég er ekkert orðinn það gamall, ég á fullt af árum eftir. Ég get ennþá farið í splitt sko.“
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira