Latibær flytur til London Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 30. maí 2014 19:38 „Ég kem vel út úr þessu að öllu leyti nema að ég vann aðeins of mikið" segir Magnús Scheving, stofnandi Latabæjar, en fyrirtækið hættir starfsemi hér á landi síðar á þessu ári. Magnús hefur starfað sem höfundur og forstjóri Latabæjar undanfarin tuttugu ár, en hann tilkynnti í dag að hann muni hætta störfum hjá fyrirtækinu síðar á þessu ári. Starfsemi Latabæjar hér á landi mun því að öllu leyti flytjast til Bretlands. En hvers vegna telur Magnús að þetta sé orðið gott? „Ég er búinn að vera tuttugu ár í þessu og ákvað að tímamótin eru komin núna. Hugsaði með mér, af hverju tek ég ekki stærsta stökkið sem ég hef nokkurn tíman tekið og hoppa bara vagninum núna og segi: „jæja, nú er nóg komið.“ Og hvað tekur nú við hjá Magnúsi? „Ég er persónulega í pínu vandræðum. Mig hefur langað til að gera svo margt. Ég mátti til dæmis ekki fara á skíði, ég mátti ekki vera á sjóðskíðum, ég mátti ekki vera á mótorhjólum, ég mátti ekki gera neitt eiginlega. Ekki fallhlífastökk. Mér finnst ég eins og kálfur eða belja sem er að komast út og allt í einu og get farið að hoppa. Kannski ekki hoppa, ég er búinn að hoppa svo mikið. Kannski verð ég að setjast niður og slaka aðeins á.“ En hvernig skilur hann fjárhagslega við fyrirtækið? „Ég fer frábærlega frá þessu í rauninni. Það má alltaf velta fyrir sér hvað er hagnaður, er það bara peningar í vasann eða er hagnaður eitthvað meira. Ég kem vel úr þessu, að öllu leyti nema að ég vann aðeins of mikið. Þannig að ég ráðlegg öllum sem eru að taka að sér mjög stór verkefni að vinna kannski ekki of mikið, því þú missir svo margt við það.“ Magnús fagnar fimmtugsafmæli í nóvember og hefur sjaldan verið í betra formi. „Ég er ekkert orðinn það gamall, ég á fullt af árum eftir. Ég get ennþá farið í splitt sko.“ Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira
„Ég kem vel út úr þessu að öllu leyti nema að ég vann aðeins of mikið" segir Magnús Scheving, stofnandi Latabæjar, en fyrirtækið hættir starfsemi hér á landi síðar á þessu ári. Magnús hefur starfað sem höfundur og forstjóri Latabæjar undanfarin tuttugu ár, en hann tilkynnti í dag að hann muni hætta störfum hjá fyrirtækinu síðar á þessu ári. Starfsemi Latabæjar hér á landi mun því að öllu leyti flytjast til Bretlands. En hvers vegna telur Magnús að þetta sé orðið gott? „Ég er búinn að vera tuttugu ár í þessu og ákvað að tímamótin eru komin núna. Hugsaði með mér, af hverju tek ég ekki stærsta stökkið sem ég hef nokkurn tíman tekið og hoppa bara vagninum núna og segi: „jæja, nú er nóg komið.“ Og hvað tekur nú við hjá Magnúsi? „Ég er persónulega í pínu vandræðum. Mig hefur langað til að gera svo margt. Ég mátti til dæmis ekki fara á skíði, ég mátti ekki vera á sjóðskíðum, ég mátti ekki vera á mótorhjólum, ég mátti ekki gera neitt eiginlega. Ekki fallhlífastökk. Mér finnst ég eins og kálfur eða belja sem er að komast út og allt í einu og get farið að hoppa. Kannski ekki hoppa, ég er búinn að hoppa svo mikið. Kannski verð ég að setjast niður og slaka aðeins á.“ En hvernig skilur hann fjárhagslega við fyrirtækið? „Ég fer frábærlega frá þessu í rauninni. Það má alltaf velta fyrir sér hvað er hagnaður, er það bara peningar í vasann eða er hagnaður eitthvað meira. Ég kem vel úr þessu, að öllu leyti nema að ég vann aðeins of mikið. Þannig að ég ráðlegg öllum sem eru að taka að sér mjög stór verkefni að vinna kannski ekki of mikið, því þú missir svo margt við það.“ Magnús fagnar fimmtugsafmæli í nóvember og hefur sjaldan verið í betra formi. „Ég er ekkert orðinn það gamall, ég á fullt af árum eftir. Ég get ennþá farið í splitt sko.“
Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira