Enski boltinn

Laporte var skilinn eftir heima og var afbrýðissamur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Laporte var skilinn eftir heima og var ekki sáttur.
Laporte var skilinn eftir heima og var ekki sáttur. vísir/getty
Aymeric Laporte, franski varnarmaður Manchester City, segist hafa verið afbrýðissamur er Frakkar urðu heimsmeistarar eftir sigur á Króötum í úrslitaleiknum.

Laporte hefur ekki verið í náðinni hjá Deschamps og þessi 24 ára gamli varnarmaður hefur enn ekki spilað A-landsleik. Hann var ekki valinn í lokahópinn og var hreinskilinn í svar er hann var spurður út í HM.

„Til þess að vera hreinskilinn var ég afbrýðissamur. Ákvörðunin var tekin og þú verður að virða hana. Þannig er þetta í fótbolta,” sagði Laporte.

„Þetta kom mér ekki á óvart að ég hafi ekki verið valinn. Ég hafði ekki verið í hópunum á undan en þetta var samt vonbrigði að vera ekki valinn

Laporte varð einn dýrasti varnarmaður heims er City keypti hann í janúar síðastliðnum á 57 milljónir punda. Hann spilaði einungis leiki frá því að hann kom til City en honum líður vel undir stjórn Pep Guardiola.

„Ég átti sex góða mánuði hér. Þetta var það besta sem gat gerst fyrir mig. Pep er besti þjálfarinn í heiminum. Hann er alltaf að hjálpa mér að bæta minn leik.”

„Hann er kröfuharður en ekki óhugnalegur. Mér líkar hvernig við spilum og ég held að ég geti bætt mig til þess að komast í þetta lið.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×