Langar til Norður-Kóreu 4. apríl 2013 21:25 Kínverskir ferðamenn á fæðingarstað Kim Il-sung Nordicphotos/Getty Stóryrtar yfirlýsingar stjórnvalda í Norður-Kóreu gætu skapað þjóðinni auknar gjaldeyristekjur. Þannig segir ensk ferðaskrifstofa að áhugi á kommúnistaríkinu hafi margfaldast undanfarið. Aukning í fyrirspurnum sé um 400 prósent.Telegraph greinir frá þessu og vitnar í orð Gillian Leaning hjá Regent Holidays ferðaskrifstofunni í Bristol. Ferðaskrifstofan hefur verið í fararbroddi hvað varðar ferðir breskra ferðamanna til Norður-Kóreu. „Flest þeirra sem hafa samband við okkur þekkja lítið til Norður-Kóreu," segir Leaning. „Þau hafa heyrt á landið minnst í fréttum og líklega slegið því upp í leitarvél. Þannig hafa þau áttað sig á því að landið er hægt að sækja heim." Leaning segir landið ekki venjulega á lista yfir vinsælustu áfangastaðina en nú sé tíðin önnur. „Fólk er forvitið og vill sjá hvernig fréttir eru fluttar þar í landi." Að sögn Leaning hefur töluvert borið á símtölum undanfarið þar sem ferðamenn hafi spurst fyrir hvort fyrirhugaðar ferðir myndu falla niður í ljósi tíðinda undanfarinna daga. Svo er ekki og enginn hefur afbókað sig í ferð á vegum fyrirtækisins. Regent Holidays hefur staðið fyrir ferðum til Norður-Kóreu frá árinu 1985. Um 200 manns sækja landið heim árlega. Öryggisgæsla er gríðarlega ströng og ferðamenn hafa lítið frelsi í ferðunum. Leaning segir að starfsfólk ferðaskrifstofunnar hafi rætt það í dag hvort óhætt sé að ferðast til Norður-Kóreu. Niðurstaðan hafi verið sú að snúa spurningunni við, eða þannig. „Spyr einhver að því hvort það sé óhætt að ferðast til Norður-Ameríku?" Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn vígbúast Norður-Kóreumenn hafa flutt eldflaug sem talin er vera "nokkuð langdræg" á austurströnd landsins að sögn varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, Kim Kwan-jin. Hann telur þó engin merki þess að Norður-Kórea sé að búa sig undir mikinn bardaga. 4. apríl 2013 18:20 Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18 "Leiðtogarnir hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár" "Þetta er náttúrulega snarbilað samfélag. Þetta er náttúrulega bara fjölskyldufyrirtæki því þetta gengur í erfðir," segir stjórnmálafræðingurinn Jón Hákon Magnússon. 3. apríl 2013 22:04 Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu. 3. apríl 2013 20:54 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Stóryrtar yfirlýsingar stjórnvalda í Norður-Kóreu gætu skapað þjóðinni auknar gjaldeyristekjur. Þannig segir ensk ferðaskrifstofa að áhugi á kommúnistaríkinu hafi margfaldast undanfarið. Aukning í fyrirspurnum sé um 400 prósent.Telegraph greinir frá þessu og vitnar í orð Gillian Leaning hjá Regent Holidays ferðaskrifstofunni í Bristol. Ferðaskrifstofan hefur verið í fararbroddi hvað varðar ferðir breskra ferðamanna til Norður-Kóreu. „Flest þeirra sem hafa samband við okkur þekkja lítið til Norður-Kóreu," segir Leaning. „Þau hafa heyrt á landið minnst í fréttum og líklega slegið því upp í leitarvél. Þannig hafa þau áttað sig á því að landið er hægt að sækja heim." Leaning segir landið ekki venjulega á lista yfir vinsælustu áfangastaðina en nú sé tíðin önnur. „Fólk er forvitið og vill sjá hvernig fréttir eru fluttar þar í landi." Að sögn Leaning hefur töluvert borið á símtölum undanfarið þar sem ferðamenn hafi spurst fyrir hvort fyrirhugaðar ferðir myndu falla niður í ljósi tíðinda undanfarinna daga. Svo er ekki og enginn hefur afbókað sig í ferð á vegum fyrirtækisins. Regent Holidays hefur staðið fyrir ferðum til Norður-Kóreu frá árinu 1985. Um 200 manns sækja landið heim árlega. Öryggisgæsla er gríðarlega ströng og ferðamenn hafa lítið frelsi í ferðunum. Leaning segir að starfsfólk ferðaskrifstofunnar hafi rætt það í dag hvort óhætt sé að ferðast til Norður-Kóreu. Niðurstaðan hafi verið sú að snúa spurningunni við, eða þannig. „Spyr einhver að því hvort það sé óhætt að ferðast til Norður-Ameríku?"
Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn vígbúast Norður-Kóreumenn hafa flutt eldflaug sem talin er vera "nokkuð langdræg" á austurströnd landsins að sögn varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, Kim Kwan-jin. Hann telur þó engin merki þess að Norður-Kórea sé að búa sig undir mikinn bardaga. 4. apríl 2013 18:20 Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18 "Leiðtogarnir hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár" "Þetta er náttúrulega snarbilað samfélag. Þetta er náttúrulega bara fjölskyldufyrirtæki því þetta gengur í erfðir," segir stjórnmálafræðingurinn Jón Hákon Magnússon. 3. apríl 2013 22:04 Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu. 3. apríl 2013 20:54 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Norður-Kóreumenn vígbúast Norður-Kóreumenn hafa flutt eldflaug sem talin er vera "nokkuð langdræg" á austurströnd landsins að sögn varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, Kim Kwan-jin. Hann telur þó engin merki þess að Norður-Kórea sé að búa sig undir mikinn bardaga. 4. apríl 2013 18:20
Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18
"Leiðtogarnir hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár" "Þetta er náttúrulega snarbilað samfélag. Þetta er náttúrulega bara fjölskyldufyrirtæki því þetta gengur í erfðir," segir stjórnmálafræðingurinn Jón Hákon Magnússon. 3. apríl 2013 22:04
Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu. 3. apríl 2013 20:54