Erlent

Langar til Norður-Kóreu

Kínverskir ferðamenn á fæðingarstað Kim Il-sung
Kínverskir ferðamenn á fæðingarstað Kim Il-sung Nordicphotos/Getty
Stóryrtar yfirlýsingar stjórnvalda í Norður-Kóreu gætu skapað þjóðinni auknar gjaldeyristekjur. Þannig segir ensk ferðaskrifstofa að áhugi á kommúnistaríkinu hafi margfaldast undanfarið. Aukning í fyrirspurnum sé um 400 prósent.

Telegraph greinir frá þessu og vitnar í orð Gillian Leaning hjá Regent Holidays ferðaskrifstofunni í Bristol. Ferðaskrifstofan hefur verið í fararbroddi hvað varðar ferðir breskra ferðamanna til Norður-Kóreu.

„Flest þeirra sem hafa samband við okkur þekkja lítið til Norður-Kóreu," segir Leaning. „Þau hafa heyrt á landið minnst í fréttum og líklega slegið því upp í leitarvél. Þannig hafa þau áttað sig á því að landið er hægt að sækja heim."

Leaning segir landið ekki venjulega á lista yfir vinsælustu áfangastaðina en nú sé tíðin önnur. „Fólk er forvitið og vill sjá hvernig fréttir eru fluttar þar í landi."

Að sögn Leaning hefur töluvert borið á símtölum undanfarið þar sem ferðamenn hafi spurst fyrir hvort fyrirhugaðar ferðir myndu falla niður í ljósi tíðinda undanfarinna daga. Svo er ekki og enginn hefur afbókað sig í ferð á vegum fyrirtækisins.

Regent Holidays hefur staðið fyrir ferðum til Norður-Kóreu frá árinu 1985. Um 200 manns sækja landið heim árlega. Öryggisgæsla er gríðarlega ströng og ferðamenn hafa lítið frelsi í ferðunum.

Leaning segir að starfsfólk ferðaskrifstofunnar hafi rætt það í dag hvort óhætt sé að ferðast til Norður-Kóreu. Niðurstaðan hafi verið sú að snúa spurningunni við, eða þannig.

„Spyr einhver að því hvort það sé óhætt að ferðast til Norður-Ameríku?"


Tengdar fréttir

Norður-Kóreumenn vígbúast

Norður-Kóreumenn hafa flutt eldflaug sem talin er vera "nokkuð langdræg" á austurströnd landsins að sögn varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, Kim Kwan-jin. Hann telur þó engin merki þess að Norður-Kórea sé að búa sig undir mikinn bardaga.

Vara við miskunnarlausum árásum

"Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam.

Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu

Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×