Viðskipti innlent

Landsvirkjun greiðir 1,5 milljarða í arð

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Stjórn fyrirtækisins var endurkjörin á aðalfundinum í dag.
Stjórn fyrirtækisins var endurkjörin á aðalfundinum í dag. Vísir/Vilhelm
Landsvirkjun mun greiða eigendum sínu, íslenska ríkinu, einn og hálfan milljarð króna í arð. Þetta var samþykkt á aðalfundi félagsins í dag. Þar var stjórn félagsins endurkjörin, samkvæmt tillögu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra.

Í tilkynningu frá Landsvirkjun kemur fram að á fyrsta stjórnarfundi endurkjörinnar stjórnar, sem haldinn var að loknum aðalfundinum, hafi Jónas Þór Guðmundsson verið endurkjörinn formaður og Jón Björn Hákonarson sem varaformaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×