Landspítali + háskóli = sönn ást Sæmundur Rögnvaldsson skrifar 1. desember 2015 00:00 Á síðasta ári stunduðu 1.293 háskólanemar á 22 mismunandi námsbrautum nám sitt á Landspítala. Ég var einn þessara nema og fyrir okkur er Landspítali ekki bara sjúkrahús heldur kennslustofa og þjálfunaraðstaða. Á Landspítala hef ég lært flest það mikilvæga sem ég kann í læknisfræði, að tala við mjög veikt og kvíðið fólk, sauma sár, velja réttu sýklalyfin og margt fleira. Ég gerði BS-rannsóknina mína við Landspítala líkt og hundruð annarra nema sem skila BS-, BA-, meistara- eða doktorsritgerð í HÍ og HR á hverju ári. Þar þróaði ég setninguna „Ég sé að þú hefur fengið stærsta herbergið“ til að kæta þá sem þurftu að liggja á ganginum vegna plássleysis og þar hef ég séð að ástandið er algjörlega óviðunandi.Vanrækt aðalatriði í umræðunni Flestum virðist ljóst að reisa þurfi nýjan Landspítala en staðsetning nýs spítala hefur orðið talsvert hitamál og umræðan einkum snúist um umferðarmál. Hringbraut varð fyrir valinu í kjölfar ítarlegrar greiningarvinnu sem m.a. tók tillit til nálægðar við HÍ. Í umræðunni virðist þessi þáttur nú hafa verið settur í annað, ef ekki þriðja sæti. Gagnrýnendur telja að nálægð háskóla sé óþarfi þar sem að á nýja spítalanum verði aðstaða fyrir nemendur og hægt er að senda tölvupóst milli stofnana. Ég hef fengið að vera hluti af því mennta- og rannsóknarstarfi sem fer fram á Landspítala og ég held að þetta sé stórkostlegt vanmat á mikilvægi sambands háskóla og Landspítala og nálægðar í því samhengi. Ég er ekki tilbúinn að samþykkja að það eina sem skiptir máli við val á staðsetningu nýs spítala sé hvernig best er að keyra þangað.Háskólasjúkrahús er betra sjúkrahús Ég skynjaði það fljótt að Landspítali er háskólasjúkrahús. Kennslan er metnaðarfull og í fyrirlestrum mátti líta gröf og tilvitnanir úr tímamótarannsóknum eftir kennarann. Mér varð ljóst að á Landspítala er öflugt þekkingarsamfélag á heimsmælikvarða. Kennsla leiðir af sér nýjar kynslóðir heilbrigðisstarfsfólks auk þess sem hún viðheldur þekkingu kennaranna. Vísindastarf skilar nýrri þekkingu til sjúklinga mörgum árum áður en hún ratar í kennslubækur. Margir heilbrigðisstarfsmenn starfa því bæði fyrir háskóla sem kennarar og vísindamenn og fyrir spítala sem heilbrigðisstarfsfólk. Þannig sinna þau tveimur störfum sem tvinnast í eitt á Landspítala og geta veitt þjónustu sem ekki fengist með öðrum hætti.Nálægð skiptir máli Nálægð sjúkrahúss og háskóla er lykilatriði í góðu og frjóu samstarfi. Það er ómetanlegt fyrir sjúkrahús að vera huglægur hluti af háskóla en ávinningurinn er illa áþreifanlegur. Samnýting tækjabúnaðar, persónulegar og stuttar boðleiðir og auðvelt aðgengi að sjúklingum, starfsfólki og rannsóknargögnum eru hins vegar afar áþreifanleg dæmi um þætti sem krefjast nálægðar og skerðast ef spítali og háskóli eru færðir í sundur. Nú rís þekkingarklasi í Vatnsmýrinni þar sem HÍ, HR, DeCode og Alvogen ryðja veginn fyrir heilbrigðistengda nýsköpun á Íslandi. Með nánu samstarfi við þessa aðila skapast gríðarleg tækifæri fyrir heilbrigðiskerfi og efnahag sem skerðast til mikilla muna með aukinni fjarlægð. Þess vegna leitast öll helstu háskólasjúkrahús í heimi við að umkringja sig svipuðum þekkingarklasa og þeim sem rís nú í Vatnsmýrinni.Farsæl sambúð í stað fjarbúðar Landspítali er undirstaða menntunar og rannsókna í heilbrigðisvísindum á Íslandi. Á þannig stofnun vil ég starfa. Það er staðreynd að stór hluti HÍ verður að vera á sama stað og Landspítali ef ekki á að draga úr þjónustu, rannsóknarstarfi og samþættingu rannsókna og klínískrar starfsemi. Þetta er ekki aukaatriði eins og sumir vilja meina. Þetta er aðalatriði sem ekki má líta framhjá. Sjúklingurinn er í fyrsta sæti og með því að setja rannsóknir og menntun í öndvegi tryggjum við öfluga heilbrigðisþjónustu fyrir sjúklinga dagsins í dag og sjúklinga framtíðarinnar. Þetta fæst ekki með fjarbúð. Þetta fæst með sambúð tveggja stofnana sem eru svona svakalega skotnar hvor í annarri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta ári stunduðu 1.293 háskólanemar á 22 mismunandi námsbrautum nám sitt á Landspítala. Ég var einn þessara nema og fyrir okkur er Landspítali ekki bara sjúkrahús heldur kennslustofa og þjálfunaraðstaða. Á Landspítala hef ég lært flest það mikilvæga sem ég kann í læknisfræði, að tala við mjög veikt og kvíðið fólk, sauma sár, velja réttu sýklalyfin og margt fleira. Ég gerði BS-rannsóknina mína við Landspítala líkt og hundruð annarra nema sem skila BS-, BA-, meistara- eða doktorsritgerð í HÍ og HR á hverju ári. Þar þróaði ég setninguna „Ég sé að þú hefur fengið stærsta herbergið“ til að kæta þá sem þurftu að liggja á ganginum vegna plássleysis og þar hef ég séð að ástandið er algjörlega óviðunandi.Vanrækt aðalatriði í umræðunni Flestum virðist ljóst að reisa þurfi nýjan Landspítala en staðsetning nýs spítala hefur orðið talsvert hitamál og umræðan einkum snúist um umferðarmál. Hringbraut varð fyrir valinu í kjölfar ítarlegrar greiningarvinnu sem m.a. tók tillit til nálægðar við HÍ. Í umræðunni virðist þessi þáttur nú hafa verið settur í annað, ef ekki þriðja sæti. Gagnrýnendur telja að nálægð háskóla sé óþarfi þar sem að á nýja spítalanum verði aðstaða fyrir nemendur og hægt er að senda tölvupóst milli stofnana. Ég hef fengið að vera hluti af því mennta- og rannsóknarstarfi sem fer fram á Landspítala og ég held að þetta sé stórkostlegt vanmat á mikilvægi sambands háskóla og Landspítala og nálægðar í því samhengi. Ég er ekki tilbúinn að samþykkja að það eina sem skiptir máli við val á staðsetningu nýs spítala sé hvernig best er að keyra þangað.Háskólasjúkrahús er betra sjúkrahús Ég skynjaði það fljótt að Landspítali er háskólasjúkrahús. Kennslan er metnaðarfull og í fyrirlestrum mátti líta gröf og tilvitnanir úr tímamótarannsóknum eftir kennarann. Mér varð ljóst að á Landspítala er öflugt þekkingarsamfélag á heimsmælikvarða. Kennsla leiðir af sér nýjar kynslóðir heilbrigðisstarfsfólks auk þess sem hún viðheldur þekkingu kennaranna. Vísindastarf skilar nýrri þekkingu til sjúklinga mörgum árum áður en hún ratar í kennslubækur. Margir heilbrigðisstarfsmenn starfa því bæði fyrir háskóla sem kennarar og vísindamenn og fyrir spítala sem heilbrigðisstarfsfólk. Þannig sinna þau tveimur störfum sem tvinnast í eitt á Landspítala og geta veitt þjónustu sem ekki fengist með öðrum hætti.Nálægð skiptir máli Nálægð sjúkrahúss og háskóla er lykilatriði í góðu og frjóu samstarfi. Það er ómetanlegt fyrir sjúkrahús að vera huglægur hluti af háskóla en ávinningurinn er illa áþreifanlegur. Samnýting tækjabúnaðar, persónulegar og stuttar boðleiðir og auðvelt aðgengi að sjúklingum, starfsfólki og rannsóknargögnum eru hins vegar afar áþreifanleg dæmi um þætti sem krefjast nálægðar og skerðast ef spítali og háskóli eru færðir í sundur. Nú rís þekkingarklasi í Vatnsmýrinni þar sem HÍ, HR, DeCode og Alvogen ryðja veginn fyrir heilbrigðistengda nýsköpun á Íslandi. Með nánu samstarfi við þessa aðila skapast gríðarleg tækifæri fyrir heilbrigðiskerfi og efnahag sem skerðast til mikilla muna með aukinni fjarlægð. Þess vegna leitast öll helstu háskólasjúkrahús í heimi við að umkringja sig svipuðum þekkingarklasa og þeim sem rís nú í Vatnsmýrinni.Farsæl sambúð í stað fjarbúðar Landspítali er undirstaða menntunar og rannsókna í heilbrigðisvísindum á Íslandi. Á þannig stofnun vil ég starfa. Það er staðreynd að stór hluti HÍ verður að vera á sama stað og Landspítali ef ekki á að draga úr þjónustu, rannsóknarstarfi og samþættingu rannsókna og klínískrar starfsemi. Þetta er ekki aukaatriði eins og sumir vilja meina. Þetta er aðalatriði sem ekki má líta framhjá. Sjúklingurinn er í fyrsta sæti og með því að setja rannsóknir og menntun í öndvegi tryggjum við öfluga heilbrigðisþjónustu fyrir sjúklinga dagsins í dag og sjúklinga framtíðarinnar. Þetta fæst ekki með fjarbúð. Þetta fæst með sambúð tveggja stofnana sem eru svona svakalega skotnar hvor í annarri.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun