Innlent

Landsnet áformar að leggja raforkulínu yfir hálendið

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Styrkja þarf flutningskerfi landsins. Guðmundur Ingi Ámundason segir koma til greina að leggja raforkulínur yfir hálendið til að tengja betur kerfi landsins.
Styrkja þarf flutningskerfi landsins. Guðmundur Ingi Ámundason segir koma til greina að leggja raforkulínur yfir hálendið til að tengja betur kerfi landsins. Mynd/Vilhelm
Kostnaður af því að láta raforkukerfi landsins reka á reiðanum er líklega 6,1 milljarður króna á ári. Þetta kemur fram í skýrslu sem Jón Vilhjálmsson hjá EFLU og Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, hafa unnið fyrir Landsnet.

Niðurstaða skýrslunnar er að ef flutningskerfið verði ekki eflt getur kostnaður þjóðfélagsins naumið á bilinu 36-144 milljörðum fram til ársins 2040. Óbreytt flutningskerfi er sagt hamla vexti raforkunotkunar, valda minni hagvexti og hafa áhrif á byggðarþróun. Einnig telja skýrsluhöfundar ljóst að raforkunotendur muni á næstu árum koma til með að upplifa tíðara rafmagnsleysi.

Guðmundur Ingi Ásmundasonar, aðstoðarforstjóri Landnets, segir niðurstöður skýrslunnar ekki koma á óvart. Hann telur mikilvægt að bregðast strax við og hefja uppbyggingu.

„Við vissum að það stefndi í óefni ef ekkert yrði að gert,“ segir Guðmundur. „Það þarf að styrkja byggðarlínukerfið sem hefur ekki verið unnið að í 30 ár. Við höfum verið að kynna undanfarið nýjar áherslur, það þarf kannski að ráða bót á vandanum með skjótvirkari hætti og þar höfum við verið að huga að því að setja jafnvel línu yfir hálendið til að tengja betur landshlutana fyrr en ella.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×