Landsbankinn verði listasafn Bragi Björnsson skrifar 13. ágúst 2015 12:00 Þegar Landsbankinn var seldur einkaaðilum á sínum tíma voru þau mistök gerð að listasafn bankans fylgdi með í kaupunum. Listasafn sem réttilega hefði átt að verða eign þjóðarinnar. Nú þegar stjórn bankans hefur ákveðið að reisa nýjar höfuðstöðvar og auglýst hefur verið eftir hugmyndum um nýja notkun á glæsibyggingu bankans í Austurstræti gefst kærkomið tækifæri til að leiðrétta mistökin sem gerð voru á sínum tíma. Mikill sómi væri að því að Landsbankinn af þessu tilefni færði Listasafni Íslands að gjöf listasafn bankans og þær viðbætur er kunna að verða á því um ókomna tíð. Gjöfinni fylgdi sú kvöð að bankanum væri heimilt að sýna hluta safnsins í útibúum og öðru húsnæði bankans, en meginþorri verkanna yrði almenningi til sýnis í gömlu höfuðstöðvunum, sem breytt yrði í listasafn sem bankinn ræki á sinn kostnað. Auk sýninga á listaverkum í eigu bankans yrði listamönnum gefinn kostur á að sýna verk sín endurgjaldslaust í húsinu, því næg eru salarkynnin. Í núverandi afgreiðslusal bankans væri tilvalið að reka veitingahús. Tekjur af þessum rekstri myndu ganga upp í rekstrarkostnað listasafnsins en það sem á vantaði myndi bankinn greiða sem styrk til samfélagsins. Á þennan hátt væri hinu glæsilega húsi bankans fundið verðugt hlutverk og þau mistök sem gerð voru leiðrétt. Þykir einsýnt að safn á þessum stað myndi auðga menningarlíf í miðbænum og draga að íslenska og erlenda listaunnendur. Svo væri það auk þess til bóta ef síðari tíma viðbygging yrði rifin svo hinn upprunalegi glæsileiki hússins fengi að njóta sín á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Sjá meira
Þegar Landsbankinn var seldur einkaaðilum á sínum tíma voru þau mistök gerð að listasafn bankans fylgdi með í kaupunum. Listasafn sem réttilega hefði átt að verða eign þjóðarinnar. Nú þegar stjórn bankans hefur ákveðið að reisa nýjar höfuðstöðvar og auglýst hefur verið eftir hugmyndum um nýja notkun á glæsibyggingu bankans í Austurstræti gefst kærkomið tækifæri til að leiðrétta mistökin sem gerð voru á sínum tíma. Mikill sómi væri að því að Landsbankinn af þessu tilefni færði Listasafni Íslands að gjöf listasafn bankans og þær viðbætur er kunna að verða á því um ókomna tíð. Gjöfinni fylgdi sú kvöð að bankanum væri heimilt að sýna hluta safnsins í útibúum og öðru húsnæði bankans, en meginþorri verkanna yrði almenningi til sýnis í gömlu höfuðstöðvunum, sem breytt yrði í listasafn sem bankinn ræki á sinn kostnað. Auk sýninga á listaverkum í eigu bankans yrði listamönnum gefinn kostur á að sýna verk sín endurgjaldslaust í húsinu, því næg eru salarkynnin. Í núverandi afgreiðslusal bankans væri tilvalið að reka veitingahús. Tekjur af þessum rekstri myndu ganga upp í rekstrarkostnað listasafnsins en það sem á vantaði myndi bankinn greiða sem styrk til samfélagsins. Á þennan hátt væri hinu glæsilega húsi bankans fundið verðugt hlutverk og þau mistök sem gerð voru leiðrétt. Þykir einsýnt að safn á þessum stað myndi auðga menningarlíf í miðbænum og draga að íslenska og erlenda listaunnendur. Svo væri það auk þess til bóta ef síðari tíma viðbygging yrði rifin svo hinn upprunalegi glæsileiki hússins fengi að njóta sín á ný.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun