Landsbankinn verði listasafn Bragi Björnsson skrifar 13. ágúst 2015 12:00 Þegar Landsbankinn var seldur einkaaðilum á sínum tíma voru þau mistök gerð að listasafn bankans fylgdi með í kaupunum. Listasafn sem réttilega hefði átt að verða eign þjóðarinnar. Nú þegar stjórn bankans hefur ákveðið að reisa nýjar höfuðstöðvar og auglýst hefur verið eftir hugmyndum um nýja notkun á glæsibyggingu bankans í Austurstræti gefst kærkomið tækifæri til að leiðrétta mistökin sem gerð voru á sínum tíma. Mikill sómi væri að því að Landsbankinn af þessu tilefni færði Listasafni Íslands að gjöf listasafn bankans og þær viðbætur er kunna að verða á því um ókomna tíð. Gjöfinni fylgdi sú kvöð að bankanum væri heimilt að sýna hluta safnsins í útibúum og öðru húsnæði bankans, en meginþorri verkanna yrði almenningi til sýnis í gömlu höfuðstöðvunum, sem breytt yrði í listasafn sem bankinn ræki á sinn kostnað. Auk sýninga á listaverkum í eigu bankans yrði listamönnum gefinn kostur á að sýna verk sín endurgjaldslaust í húsinu, því næg eru salarkynnin. Í núverandi afgreiðslusal bankans væri tilvalið að reka veitingahús. Tekjur af þessum rekstri myndu ganga upp í rekstrarkostnað listasafnsins en það sem á vantaði myndi bankinn greiða sem styrk til samfélagsins. Á þennan hátt væri hinu glæsilega húsi bankans fundið verðugt hlutverk og þau mistök sem gerð voru leiðrétt. Þykir einsýnt að safn á þessum stað myndi auðga menningarlíf í miðbænum og draga að íslenska og erlenda listaunnendur. Svo væri það auk þess til bóta ef síðari tíma viðbygging yrði rifin svo hinn upprunalegi glæsileiki hússins fengi að njóta sín á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Þegar Landsbankinn var seldur einkaaðilum á sínum tíma voru þau mistök gerð að listasafn bankans fylgdi með í kaupunum. Listasafn sem réttilega hefði átt að verða eign þjóðarinnar. Nú þegar stjórn bankans hefur ákveðið að reisa nýjar höfuðstöðvar og auglýst hefur verið eftir hugmyndum um nýja notkun á glæsibyggingu bankans í Austurstræti gefst kærkomið tækifæri til að leiðrétta mistökin sem gerð voru á sínum tíma. Mikill sómi væri að því að Landsbankinn af þessu tilefni færði Listasafni Íslands að gjöf listasafn bankans og þær viðbætur er kunna að verða á því um ókomna tíð. Gjöfinni fylgdi sú kvöð að bankanum væri heimilt að sýna hluta safnsins í útibúum og öðru húsnæði bankans, en meginþorri verkanna yrði almenningi til sýnis í gömlu höfuðstöðvunum, sem breytt yrði í listasafn sem bankinn ræki á sinn kostnað. Auk sýninga á listaverkum í eigu bankans yrði listamönnum gefinn kostur á að sýna verk sín endurgjaldslaust í húsinu, því næg eru salarkynnin. Í núverandi afgreiðslusal bankans væri tilvalið að reka veitingahús. Tekjur af þessum rekstri myndu ganga upp í rekstrarkostnað listasafnsins en það sem á vantaði myndi bankinn greiða sem styrk til samfélagsins. Á þennan hátt væri hinu glæsilega húsi bankans fundið verðugt hlutverk og þau mistök sem gerð voru leiðrétt. Þykir einsýnt að safn á þessum stað myndi auðga menningarlíf í miðbænum og draga að íslenska og erlenda listaunnendur. Svo væri það auk þess til bóta ef síðari tíma viðbygging yrði rifin svo hinn upprunalegi glæsileiki hússins fengi að njóta sín á ný.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar