Landmannahellir fær síma- og netsamband Kristján Már Unnarsson skrifar 24. maí 2016 19:30 Þrátt fyrir alla tækni nútímans finnast enn svo afskekktir og innilokaðir staðir á Íslandi að þeir eru án símasambands. Meðal þeirra eru hálendisskálarnir við Landmannahelli en þangað fór leiðangur um helgina til að tengja þá við símkerfi landsins. Farið var inn á Landmannaleið norðan við Heklu og lagt af stað um hálfþrjúleytið um nótt, til að nýta kaldasta tíma sólarhringsins. Þá er frostið mest á hálendinu og farartæki sökkva síður í gegnum snjó og klaka. Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður Stöðvar 2, var með í för en farið var á tveimur öflugum jeppum Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu. Einnig komu sex vélsleðamenn með til halds og trausts og til að skjótast þangað sem jepparnir kæmust ekki en venjulega opnast Landmannaleið ekki fyrr en um miðjan júní.Á Landmannaleið. Farið var á tveimur bílum Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir leiðangrinum stóðu félagið Hellismenn, sem rekur ferðaþjónustu við Landmannahelli, og Umhverfisstofnun, sem þar er með landverði á sumrin, en svæðið er innan friðlandsins að Fjallabaki. Skálarnir eru í um 600 metra hæð yfir sjávarmáli og sumir enn hálfgrafnir í snjó. Eftir að slökkt var á gamla NMT-farsímakerfinu hefur skálaþyrpingin verið án símasambands og þurft að treysta á talstöðvar. Tilgangur leiðangursins var einmitt að bæta úr því. Aðeins þakið á þessum skálum stóð upp úr snjónum við Landmannahellli á sunnudag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Svo innilokað er svæðið, umgirt fjöllum á allar hliðar, að hér þurfti sérsniðna lausn; grind sem rafeindavirkinn Sigurður Harðarson smíðaði fyrir örbylgjusendi, rafgeyma og sólarsellur. Búnaðurinn var svo settur upp á fjallinu Löngusátu, í sjónlínu við Landmannahelli. Í viðtali við Sigurð í fréttum Stöðvar 2 kom fram að svæðið sé í skugga við öll farsímakerfi. Búnaðurinn á fjallinu taki við gsm-merkinu og sendi það svo á örbylgju í skálana. „Svo eru þeir bara með venjulegan IP-síma á staðnum og geta verið í netsambandi, með posa og tölvur,“ segir Sigurður.Örbylgjugrindinni komið upp á fjallinu Löngusátu. Skálaþyrpingin sést við fjallsræturnar ofarlega hægra megin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þar sem örbylgjusendirinn er á fjallstindi í 970 metra hæð, lengst inni á Torfajökulshálendinu, vaknar sú spurning hvort ekki sé hætta á að hann fjúki. „Nei, það er engin hætta á því. Við erum búnir að prófa þessa útfærslu á nokkrum stöðum. Þetta stendur bara á jörðinni og þetta er nærri hálft tonn. Þannig að það er ekki fræðilegur möguleiki á að þetta hreyfist.“Gamli fjallaskálinn Eyjólfur getur nú komist í netsamband. Skálinn er nefndur eftir Eyjólfi Ágústssyni (1918-1997), bónda í Hvammi í Landssveit, sem var mikill fjallamaður, en húsið er í eigu fjölskyldunnar í Hvammi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Þrátt fyrir alla tækni nútímans finnast enn svo afskekktir og innilokaðir staðir á Íslandi að þeir eru án símasambands. Meðal þeirra eru hálendisskálarnir við Landmannahelli en þangað fór leiðangur um helgina til að tengja þá við símkerfi landsins. Farið var inn á Landmannaleið norðan við Heklu og lagt af stað um hálfþrjúleytið um nótt, til að nýta kaldasta tíma sólarhringsins. Þá er frostið mest á hálendinu og farartæki sökkva síður í gegnum snjó og klaka. Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður Stöðvar 2, var með í för en farið var á tveimur öflugum jeppum Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu. Einnig komu sex vélsleðamenn með til halds og trausts og til að skjótast þangað sem jepparnir kæmust ekki en venjulega opnast Landmannaleið ekki fyrr en um miðjan júní.Á Landmannaleið. Farið var á tveimur bílum Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir leiðangrinum stóðu félagið Hellismenn, sem rekur ferðaþjónustu við Landmannahelli, og Umhverfisstofnun, sem þar er með landverði á sumrin, en svæðið er innan friðlandsins að Fjallabaki. Skálarnir eru í um 600 metra hæð yfir sjávarmáli og sumir enn hálfgrafnir í snjó. Eftir að slökkt var á gamla NMT-farsímakerfinu hefur skálaþyrpingin verið án símasambands og þurft að treysta á talstöðvar. Tilgangur leiðangursins var einmitt að bæta úr því. Aðeins þakið á þessum skálum stóð upp úr snjónum við Landmannahellli á sunnudag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Svo innilokað er svæðið, umgirt fjöllum á allar hliðar, að hér þurfti sérsniðna lausn; grind sem rafeindavirkinn Sigurður Harðarson smíðaði fyrir örbylgjusendi, rafgeyma og sólarsellur. Búnaðurinn var svo settur upp á fjallinu Löngusátu, í sjónlínu við Landmannahelli. Í viðtali við Sigurð í fréttum Stöðvar 2 kom fram að svæðið sé í skugga við öll farsímakerfi. Búnaðurinn á fjallinu taki við gsm-merkinu og sendi það svo á örbylgju í skálana. „Svo eru þeir bara með venjulegan IP-síma á staðnum og geta verið í netsambandi, með posa og tölvur,“ segir Sigurður.Örbylgjugrindinni komið upp á fjallinu Löngusátu. Skálaþyrpingin sést við fjallsræturnar ofarlega hægra megin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þar sem örbylgjusendirinn er á fjallstindi í 970 metra hæð, lengst inni á Torfajökulshálendinu, vaknar sú spurning hvort ekki sé hætta á að hann fjúki. „Nei, það er engin hætta á því. Við erum búnir að prófa þessa útfærslu á nokkrum stöðum. Þetta stendur bara á jörðinni og þetta er nærri hálft tonn. Þannig að það er ekki fræðilegur möguleiki á að þetta hreyfist.“Gamli fjallaskálinn Eyjólfur getur nú komist í netsamband. Skálinn er nefndur eftir Eyjólfi Ágústssyni (1918-1997), bónda í Hvammi í Landssveit, sem var mikill fjallamaður, en húsið er í eigu fjölskyldunnar í Hvammi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent