Innlent

Landlæknir um áfengisfrumvarpið: Stórauknar líkur á skaðlegum áhrifum á þá sem neyta áfengis, fjölskyldur þeirra og þriðja aðila

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Flutningsmenn frumvarpsins eru bjartsýnir.
Flutningsmenn frumvarpsins eru bjartsýnir. Vísir/GVA
Embætti landlæknis hefur formlega lýst yfir andstöðu sinni við bjór, léttvín og sterkt vín í almennum verslunum hér á landi, líkt og nýtt frumvarp kveður á um. Í yfirlýsingu frá embættinu segir að þessar breytingar geti haft skaðleg áhrif á heilbrigði landsmanna, sem ekki verði aftur tekin.

„Aukið aðgengi að áfengi, sem leiðir til aukinnar áfengisneyslu, er líklegt til að auka tíðni einstaklingsbundinna og samfélagslegra vandamála samfara stórauknum samfélagslegum kostnaði. Samfélagsleg áhrif geta meðal annars verið aukin fjarvera vegna veikinda,  þjófnaðir, öryggisleysi vegna áfengisneyslu annarra, slys og ofbeldi,“ segir í yfirlýsingunni.

Þá segir að stórauknar líkur séu á skaðlegum áhrifum á þá sem neyti áfengis í óhófi, fjölskyldur þeirra sem og þriðja aðila, nái frumvarpið fram að ganga.

„Óbeinar reykingar og áhrif þeirra hafa fengið athygli og sett hafa verið lög og reglur til að takmarka áhrifin á aðra en þá sem reykja. Á sama hátt á að taka tillit til óbeinna áhrifa áfengisneyslu, enda hefur það verið metið svo að áfengi valdi jafnvel fleiri dauðsföllum en tóbak.“

Yfirlýsinguna í heild má lesa hér. 




Tengdar fréttir

Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn

Flutningsmenn nýs áfengisfrumvarps eru bjartsýnir á að málið nái í gegn. Stærsti munurinn á því og fyrri frumvörpum snýr að auglýsingum og aðgreiningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×