Landlæknir telur staðgöngumæðrun ranga forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2015 10:13 Birgir Jakobsson, landlæknir. Vísir/Stefán Birgir Jakobsson, landlæknir, telur að sú þjónusta sem frumvarp heilbrigðisráðherra um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni felur í sér muni auka flækjustig og kostnað innan heilbrigðisþjónustunnar. Þetta kemur fram í umsögn embættis landlæknis um frumvarpið sem skilað var til nefndasviðs Alþingis í gær. Að mati landlæknis er frumvarpið ekki rétt forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu í dag þar sem íslensk heilbrigðisþjónusta á við margvíslegar áskoranir að etja, eins og það er orðað í umsögninni.Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni ótímabær Þá bendir landlæknir á að staðgöngumæðrun sé ekki leyfð í neinu Norðurlandanna og metur hann það sem svo að sú staðreynd endurspegli flókin læknisfræði-, siðfræði-, og samfélagslegu álitaefni sem staðgöngumæðrun vekur spurningar um. Árið 2013 lagði Geir Gunnlaugsson, þáverandi landlæknir, fram svör embættisins við spurningum frá velferðarráðuneytinu vegna álitaefna um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Þá var niðurstaða embættisins sú að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni væri ekki tímabær. Segir núverandi landlæknir að sú afstaða embættisins sé óbreytt.Telja frumvarpið fela í sér óbeina mismunun Auk landlæknis hafa Samtökin ´78, Barnaverndarstofa og Óháði söfnuðurinn skilað inn umsögn um frumvarpið. Samtökin ´78 leggjast gegn frumvarpinu í nýverandi mynd þar sem þau telja að frumvarpið feli í sér óbeina mismunun gagnvart hinsegin fólki þar sem kveðið er á um það í frumvarpinu að annað væntanlegra foreldra skuli leggja til kynfrumur. Segir í umsögn samtakanna að sumir hópar í samfélaginu, svo sem hinsegin fólk, hafi verulega takmarkaða eða enga möguleika á að ættleiða börn. Þá séu þessir hópar jafnframt líklegri en aðrir til að geta ekki lagt fram kynfrumur og benda samtökin sérstaklega á stöðu transfólks sem farið hefur í gegnum kynleiðréttingarferli. Það ferli útilokar gjarnan barneignir og framleiðslu á kynfrumum. Alþingi Hinsegin Tengdar fréttir Verður skráð sem móðir barna sinna eftir að ákvörðun Þjóðskrár Íslands var snúið Þjóðskrá neitaði að viðurkenna rétt móðurinnar vegna þess að börnin voru fædd með aðstoð staðgöngumóður. 2. júlí 2015 17:15 Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“ Þingmaðurinn og bóndinn Jóhanna María Sigmundsdóttir fékk að vita tvítug að hún geti aldrei gengið með barn. 15. ágúst 2015 09:00 Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni gæti orðið að veruleika innan tíðar Frumvarp þess efnis kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag. 6. október 2015 20:00 „Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur“ Leikkonan Guðlaug Elísabet fjallar um reynslu sína af staðgöngumæðrun í Kastljósinu. 24. september 2015 14:30 Staðgöngumóðir má ekki vera skyld barninu í beinan legg Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. 13. október 2015 15:26 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
Birgir Jakobsson, landlæknir, telur að sú þjónusta sem frumvarp heilbrigðisráðherra um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni felur í sér muni auka flækjustig og kostnað innan heilbrigðisþjónustunnar. Þetta kemur fram í umsögn embættis landlæknis um frumvarpið sem skilað var til nefndasviðs Alþingis í gær. Að mati landlæknis er frumvarpið ekki rétt forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu í dag þar sem íslensk heilbrigðisþjónusta á við margvíslegar áskoranir að etja, eins og það er orðað í umsögninni.Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni ótímabær Þá bendir landlæknir á að staðgöngumæðrun sé ekki leyfð í neinu Norðurlandanna og metur hann það sem svo að sú staðreynd endurspegli flókin læknisfræði-, siðfræði-, og samfélagslegu álitaefni sem staðgöngumæðrun vekur spurningar um. Árið 2013 lagði Geir Gunnlaugsson, þáverandi landlæknir, fram svör embættisins við spurningum frá velferðarráðuneytinu vegna álitaefna um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Þá var niðurstaða embættisins sú að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni væri ekki tímabær. Segir núverandi landlæknir að sú afstaða embættisins sé óbreytt.Telja frumvarpið fela í sér óbeina mismunun Auk landlæknis hafa Samtökin ´78, Barnaverndarstofa og Óháði söfnuðurinn skilað inn umsögn um frumvarpið. Samtökin ´78 leggjast gegn frumvarpinu í nýverandi mynd þar sem þau telja að frumvarpið feli í sér óbeina mismunun gagnvart hinsegin fólki þar sem kveðið er á um það í frumvarpinu að annað væntanlegra foreldra skuli leggja til kynfrumur. Segir í umsögn samtakanna að sumir hópar í samfélaginu, svo sem hinsegin fólk, hafi verulega takmarkaða eða enga möguleika á að ættleiða börn. Þá séu þessir hópar jafnframt líklegri en aðrir til að geta ekki lagt fram kynfrumur og benda samtökin sérstaklega á stöðu transfólks sem farið hefur í gegnum kynleiðréttingarferli. Það ferli útilokar gjarnan barneignir og framleiðslu á kynfrumum.
Alþingi Hinsegin Tengdar fréttir Verður skráð sem móðir barna sinna eftir að ákvörðun Þjóðskrár Íslands var snúið Þjóðskrá neitaði að viðurkenna rétt móðurinnar vegna þess að börnin voru fædd með aðstoð staðgöngumóður. 2. júlí 2015 17:15 Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“ Þingmaðurinn og bóndinn Jóhanna María Sigmundsdóttir fékk að vita tvítug að hún geti aldrei gengið með barn. 15. ágúst 2015 09:00 Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni gæti orðið að veruleika innan tíðar Frumvarp þess efnis kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag. 6. október 2015 20:00 „Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur“ Leikkonan Guðlaug Elísabet fjallar um reynslu sína af staðgöngumæðrun í Kastljósinu. 24. september 2015 14:30 Staðgöngumóðir má ekki vera skyld barninu í beinan legg Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. 13. október 2015 15:26 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
Verður skráð sem móðir barna sinna eftir að ákvörðun Þjóðskrár Íslands var snúið Þjóðskrá neitaði að viðurkenna rétt móðurinnar vegna þess að börnin voru fædd með aðstoð staðgöngumóður. 2. júlí 2015 17:15
Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“ Þingmaðurinn og bóndinn Jóhanna María Sigmundsdóttir fékk að vita tvítug að hún geti aldrei gengið með barn. 15. ágúst 2015 09:00
Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni gæti orðið að veruleika innan tíðar Frumvarp þess efnis kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag. 6. október 2015 20:00
„Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur“ Leikkonan Guðlaug Elísabet fjallar um reynslu sína af staðgöngumæðrun í Kastljósinu. 24. september 2015 14:30
Staðgöngumóðir má ekki vera skyld barninu í beinan legg Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. 13. október 2015 15:26