Landlæknir segir ekki æskilegt að bjóða gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 30. maí 2016 22:15 Formaður Vinstri grænna segir að afla þurfi aukinna tekna til að standa undir gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Landlæknir segir það hvorki raunhæft né æskilegt enda séu gjöld notuð til að stýra fólki á rétt þjónustustig. Undanfarið hafa þingmenn og annað áhrifafólk innan stjórnarandstöðunnar talað fyrir því að bjóða eigi upp á gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu í íslenska heilbrigðiskerfinu. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er ein þeirra en hún segir mörg dæmi þess að tekjulágt fólk leiti sér ekki nauðsynlegrar læknisþjónustu af efnahagsástæðum og það sé óviðunandi í okkar samfélagi. Því ætti að fella niður komugjöld í heilbrigðiskerfinu og að fjármagna ætti þau útgjöld með endurskoðuðum auðlegðaskatt og hækkun veiðigjalda. „Ég held að það sé í raun og veru bara eðlilegt að við öflum aukinna tekna til þess að standa undir gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Og það hefur verið bent á það að það frumvarp sem heilbrigðisráðherra er núna með fyrir þinginu um að jafna þessa þátttöku (greiðsluþátttöku sjúklinga, innsk. blm), sem er í sjálfu sér góð meginhugsun, að það myndi ekki kosta nema sex og hálfan milljarð að gera þá þjónustu sem það frumvarp snýst um gjaldfrjálsa,” segir Katrín. Birgir Jakobsson, landlæknir, segir það ekki raunhæft markmið að stefna að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. „Nei, ég er ekki einu sinni viss um að það sé æskilegt markmið. Vegna þess þar sem ég þekki til að þá eru gjöld notuð til þess að stýra fólki á rétt þjónustustig. Og ég held að það sé ekki rétt leið að hafa alveg gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu,” segir Birgir. Þá sé ekki góð hugmynd að fella niður komugjöld í heilbrigðiskerfinu. „Ég held að það eigi að vera lægri komugjöld þar sem að við viljum að fólk sæki fyrst þjónustu, eins og í heilsugæslunni. En þá dýrari komugjöld ef þú sækir beint þjónustu til sérfræðinga.” Stjórnmálamenn ættu að fara varlega í að boða gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. „Það er sjálfsagt ákveðin leið til þess að veiða atkvæði, en mér finnst það ekki vera mjög heiðarleg kosningabarátta, ef ég á að segja alveg eins og er,” segir Birgir. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir að afla þurfi aukinna tekna til að standa undir gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Landlæknir segir það hvorki raunhæft né æskilegt enda séu gjöld notuð til að stýra fólki á rétt þjónustustig. Undanfarið hafa þingmenn og annað áhrifafólk innan stjórnarandstöðunnar talað fyrir því að bjóða eigi upp á gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu í íslenska heilbrigðiskerfinu. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er ein þeirra en hún segir mörg dæmi þess að tekjulágt fólk leiti sér ekki nauðsynlegrar læknisþjónustu af efnahagsástæðum og það sé óviðunandi í okkar samfélagi. Því ætti að fella niður komugjöld í heilbrigðiskerfinu og að fjármagna ætti þau útgjöld með endurskoðuðum auðlegðaskatt og hækkun veiðigjalda. „Ég held að það sé í raun og veru bara eðlilegt að við öflum aukinna tekna til þess að standa undir gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Og það hefur verið bent á það að það frumvarp sem heilbrigðisráðherra er núna með fyrir þinginu um að jafna þessa þátttöku (greiðsluþátttöku sjúklinga, innsk. blm), sem er í sjálfu sér góð meginhugsun, að það myndi ekki kosta nema sex og hálfan milljarð að gera þá þjónustu sem það frumvarp snýst um gjaldfrjálsa,” segir Katrín. Birgir Jakobsson, landlæknir, segir það ekki raunhæft markmið að stefna að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. „Nei, ég er ekki einu sinni viss um að það sé æskilegt markmið. Vegna þess þar sem ég þekki til að þá eru gjöld notuð til þess að stýra fólki á rétt þjónustustig. Og ég held að það sé ekki rétt leið að hafa alveg gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu,” segir Birgir. Þá sé ekki góð hugmynd að fella niður komugjöld í heilbrigðiskerfinu. „Ég held að það eigi að vera lægri komugjöld þar sem að við viljum að fólk sæki fyrst þjónustu, eins og í heilsugæslunni. En þá dýrari komugjöld ef þú sækir beint þjónustu til sérfræðinga.” Stjórnmálamenn ættu að fara varlega í að boða gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. „Það er sjálfsagt ákveðin leið til þess að veiða atkvæði, en mér finnst það ekki vera mjög heiðarleg kosningabarátta, ef ég á að segja alveg eins og er,” segir Birgir.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira