Landlæknir segir ekki æskilegt að bjóða gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 30. maí 2016 22:15 Formaður Vinstri grænna segir að afla þurfi aukinna tekna til að standa undir gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Landlæknir segir það hvorki raunhæft né æskilegt enda séu gjöld notuð til að stýra fólki á rétt þjónustustig. Undanfarið hafa þingmenn og annað áhrifafólk innan stjórnarandstöðunnar talað fyrir því að bjóða eigi upp á gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu í íslenska heilbrigðiskerfinu. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er ein þeirra en hún segir mörg dæmi þess að tekjulágt fólk leiti sér ekki nauðsynlegrar læknisþjónustu af efnahagsástæðum og það sé óviðunandi í okkar samfélagi. Því ætti að fella niður komugjöld í heilbrigðiskerfinu og að fjármagna ætti þau útgjöld með endurskoðuðum auðlegðaskatt og hækkun veiðigjalda. „Ég held að það sé í raun og veru bara eðlilegt að við öflum aukinna tekna til þess að standa undir gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Og það hefur verið bent á það að það frumvarp sem heilbrigðisráðherra er núna með fyrir þinginu um að jafna þessa þátttöku (greiðsluþátttöku sjúklinga, innsk. blm), sem er í sjálfu sér góð meginhugsun, að það myndi ekki kosta nema sex og hálfan milljarð að gera þá þjónustu sem það frumvarp snýst um gjaldfrjálsa,” segir Katrín. Birgir Jakobsson, landlæknir, segir það ekki raunhæft markmið að stefna að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. „Nei, ég er ekki einu sinni viss um að það sé æskilegt markmið. Vegna þess þar sem ég þekki til að þá eru gjöld notuð til þess að stýra fólki á rétt þjónustustig. Og ég held að það sé ekki rétt leið að hafa alveg gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu,” segir Birgir. Þá sé ekki góð hugmynd að fella niður komugjöld í heilbrigðiskerfinu. „Ég held að það eigi að vera lægri komugjöld þar sem að við viljum að fólk sæki fyrst þjónustu, eins og í heilsugæslunni. En þá dýrari komugjöld ef þú sækir beint þjónustu til sérfræðinga.” Stjórnmálamenn ættu að fara varlega í að boða gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. „Það er sjálfsagt ákveðin leið til þess að veiða atkvæði, en mér finnst það ekki vera mjög heiðarleg kosningabarátta, ef ég á að segja alveg eins og er,” segir Birgir. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir að afla þurfi aukinna tekna til að standa undir gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Landlæknir segir það hvorki raunhæft né æskilegt enda séu gjöld notuð til að stýra fólki á rétt þjónustustig. Undanfarið hafa þingmenn og annað áhrifafólk innan stjórnarandstöðunnar talað fyrir því að bjóða eigi upp á gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu í íslenska heilbrigðiskerfinu. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er ein þeirra en hún segir mörg dæmi þess að tekjulágt fólk leiti sér ekki nauðsynlegrar læknisþjónustu af efnahagsástæðum og það sé óviðunandi í okkar samfélagi. Því ætti að fella niður komugjöld í heilbrigðiskerfinu og að fjármagna ætti þau útgjöld með endurskoðuðum auðlegðaskatt og hækkun veiðigjalda. „Ég held að það sé í raun og veru bara eðlilegt að við öflum aukinna tekna til þess að standa undir gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Og það hefur verið bent á það að það frumvarp sem heilbrigðisráðherra er núna með fyrir þinginu um að jafna þessa þátttöku (greiðsluþátttöku sjúklinga, innsk. blm), sem er í sjálfu sér góð meginhugsun, að það myndi ekki kosta nema sex og hálfan milljarð að gera þá þjónustu sem það frumvarp snýst um gjaldfrjálsa,” segir Katrín. Birgir Jakobsson, landlæknir, segir það ekki raunhæft markmið að stefna að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. „Nei, ég er ekki einu sinni viss um að það sé æskilegt markmið. Vegna þess þar sem ég þekki til að þá eru gjöld notuð til þess að stýra fólki á rétt þjónustustig. Og ég held að það sé ekki rétt leið að hafa alveg gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu,” segir Birgir. Þá sé ekki góð hugmynd að fella niður komugjöld í heilbrigðiskerfinu. „Ég held að það eigi að vera lægri komugjöld þar sem að við viljum að fólk sæki fyrst þjónustu, eins og í heilsugæslunni. En þá dýrari komugjöld ef þú sækir beint þjónustu til sérfræðinga.” Stjórnmálamenn ættu að fara varlega í að boða gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. „Það er sjálfsagt ákveðin leið til þess að veiða atkvæði, en mér finnst það ekki vera mjög heiðarleg kosningabarátta, ef ég á að segja alveg eins og er,” segir Birgir.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira