Innlent

Landhelgisgæslan: Greinilegt að gosinu er ekki lokið

Gosstrókurinn náði 1,5 kílómetra hæð.
Gosstrókurinn náði 1,5 kílómetra hæð. Mynd/LHG
Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í eftirlitsflug í gær þar sem meðal annars var aflað upplýsinga um gosstöðvarnar í Grímsvötnum. Á radarmyndum sást gosmökkur sem steig beint upp í loftið og náði um 1,5 kílómetra hæð. Var strókurinn frekar ljósleitur og sást ekki aska í honum, segir á vef Landhelgisgæslunnar.

„Samkvæmt þessu er greinilegt að gosinu er ekki lokið. Næstu daga verður flogið reglulega yfir gosstöðvarnar og fylgst með þróuninni. Radarmyndir og önnur gögn úr eftirlitsbúnaði eru ætíð send vísindamönnum til frekari greiningar,“ segir ennfremur á vef gæslunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×