Landflóttinn mikli? Frosti Ólafsson skrifar 27. nóvember 2015 07:00 Meintur landflótti ungra Íslendinga hefur farið hátt í umræðu undanfarinna daga og ýmsar kenningar á lofti um orsakirnar. Fáir hafa þó velt fyrir sér hvort fyrirliggjandi gögn endurspegli raunverulegan vanda. Við nánari athugun er alls ekki ljóst að svo sé. Kveikjan að umræðunni eru tölur Hagstofunnar um mannfjöldaþróun sem birtust í upphafi mánaðarins. Í þeim kemur fram að brottfluttir Íslendingar voru 640 umfram aðflutta á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Þetta er talið skjóta skökku við í ljósi þess að hér er mikill hagvöxtur, atvinnuþátttaka að nálgast hámark og efnahagshorfur góðar. Sú tilgáta hefur fest sig í sessi að brottflutninginn megi einkum rekja til ungra, menntaðra Íslendinga. Þegar þessar tölur eru rýndar kemur þó eftirfarandi í ljós: Brottflutningur Íslendinga á haustin er ekki nýr af nálinni. Á Hagstofunni ná ársfjórðungsleg gögn um flutning milli landa aftur til ársins 2010. Öll árin eiga það sammerkt að á þriðja ársfjórðungi flytja mun fleiri Íslendingar frá landi en til landsins, eða 575 á ári að meðaltali. Þetta má vafalaust rekja til ungra Íslendinga sem hefja nám erlendis að hausti til. Alþjóðavæðing breytir stöðugt íbúasamsetningu. Ef horft er til þróunarinnar síðustu þrjá áratugi hafa að meðaltali 540 fleiri Íslendingar flutt úr landi en til landsins á ári hverju. Á sama tíma hafa einstaklingar hvaðanæva úr heiminum ákveðið að setjast að á Íslandi. Meðaltal aðfluttra erlendra ríkisborgara umfram brottflutta á umræddu tímabili er 980 manns. Heilt yfir flytja því fleiri einstaklingar til landsins en frá því. Það sama á við um árið í ár. Ungir Íslendingar hafa alltaf verið meginþorri brottfluttra. Á síðustu þremur áratugum hafa að meðaltali 330 fleiri Íslendingar á aldrinum 21 til 30 ára flutt úr landi en til landsins, samtals um 10.000 manns. Hlutdeild þessa hóps í heildarbrottflutningi nemur því um 60% á tímabilinu. Árið 2015 er hlutdeildin 47% og hlutdeild ungs fólks því minni en á meðalári. Hagvöxtur hefur hverfandi áhrif á brottflutning ungs fólks. Hjá ungu fólki er fylgni á milli brottflutnings og hagvaxtar mjög lítil. Hvort sem er góðæri eða kreppa þá flytur ungt fólk úr landi. Aðeins tvö dæmi eru um að fleira fólk á aldrinum 21 til 30 ára hafi flutt til landsins en frá því á síðustu þremur áratugum; árin 1987 og 1988. Þannig vill svo til að árið 1987 var skattalaust ár á Íslandi. Það er fjölmargt sem gera má til að bæta lífskjör á Íslandi. Ef staðreyndir sýna að einn þjóðfélagshópur stendur sérstaklega höllum fæti á Íslandi samanborið við önnur ríki ætti að taka slíkt alvarlega. Það er aftur á móti ekki líklegt til árangurs að byggja efnahagsaðgerðir á getgátum eða síbreytilegri fjölmiðlaumræðu. Fullyrðingar um landflótta ungs menntafólks hafa sprottið upp víða og málið verið tekið sérstaklega upp á Alþingi. Þar vísa aðilar til fjölmiðlaumfjöllunar máli sínu til stuðnings. Fyrirliggjandi gögn sýna aftur á móti að lítið hefur breyst hjá ungu fólki og ekkert liggur fyrir um menntunarstig brottfluttra. Orsakir þess að brottflutningur Íslendinga er meiri en á meðalári geta verið fjölmargar, bæði jákvæðar og neikvæðar, og um að gera að kanna þær nánar. Þar til sú greining hefur átt sér stað verður umræða um nauðsynlegar aðgerðir þó marklítil. Landflóttinn mikli gæti allt eins verið lítill eða enginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Meintur landflótti ungra Íslendinga hefur farið hátt í umræðu undanfarinna daga og ýmsar kenningar á lofti um orsakirnar. Fáir hafa þó velt fyrir sér hvort fyrirliggjandi gögn endurspegli raunverulegan vanda. Við nánari athugun er alls ekki ljóst að svo sé. Kveikjan að umræðunni eru tölur Hagstofunnar um mannfjöldaþróun sem birtust í upphafi mánaðarins. Í þeim kemur fram að brottfluttir Íslendingar voru 640 umfram aðflutta á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Þetta er talið skjóta skökku við í ljósi þess að hér er mikill hagvöxtur, atvinnuþátttaka að nálgast hámark og efnahagshorfur góðar. Sú tilgáta hefur fest sig í sessi að brottflutninginn megi einkum rekja til ungra, menntaðra Íslendinga. Þegar þessar tölur eru rýndar kemur þó eftirfarandi í ljós: Brottflutningur Íslendinga á haustin er ekki nýr af nálinni. Á Hagstofunni ná ársfjórðungsleg gögn um flutning milli landa aftur til ársins 2010. Öll árin eiga það sammerkt að á þriðja ársfjórðungi flytja mun fleiri Íslendingar frá landi en til landsins, eða 575 á ári að meðaltali. Þetta má vafalaust rekja til ungra Íslendinga sem hefja nám erlendis að hausti til. Alþjóðavæðing breytir stöðugt íbúasamsetningu. Ef horft er til þróunarinnar síðustu þrjá áratugi hafa að meðaltali 540 fleiri Íslendingar flutt úr landi en til landsins á ári hverju. Á sama tíma hafa einstaklingar hvaðanæva úr heiminum ákveðið að setjast að á Íslandi. Meðaltal aðfluttra erlendra ríkisborgara umfram brottflutta á umræddu tímabili er 980 manns. Heilt yfir flytja því fleiri einstaklingar til landsins en frá því. Það sama á við um árið í ár. Ungir Íslendingar hafa alltaf verið meginþorri brottfluttra. Á síðustu þremur áratugum hafa að meðaltali 330 fleiri Íslendingar á aldrinum 21 til 30 ára flutt úr landi en til landsins, samtals um 10.000 manns. Hlutdeild þessa hóps í heildarbrottflutningi nemur því um 60% á tímabilinu. Árið 2015 er hlutdeildin 47% og hlutdeild ungs fólks því minni en á meðalári. Hagvöxtur hefur hverfandi áhrif á brottflutning ungs fólks. Hjá ungu fólki er fylgni á milli brottflutnings og hagvaxtar mjög lítil. Hvort sem er góðæri eða kreppa þá flytur ungt fólk úr landi. Aðeins tvö dæmi eru um að fleira fólk á aldrinum 21 til 30 ára hafi flutt til landsins en frá því á síðustu þremur áratugum; árin 1987 og 1988. Þannig vill svo til að árið 1987 var skattalaust ár á Íslandi. Það er fjölmargt sem gera má til að bæta lífskjör á Íslandi. Ef staðreyndir sýna að einn þjóðfélagshópur stendur sérstaklega höllum fæti á Íslandi samanborið við önnur ríki ætti að taka slíkt alvarlega. Það er aftur á móti ekki líklegt til árangurs að byggja efnahagsaðgerðir á getgátum eða síbreytilegri fjölmiðlaumræðu. Fullyrðingar um landflótta ungs menntafólks hafa sprottið upp víða og málið verið tekið sérstaklega upp á Alþingi. Þar vísa aðilar til fjölmiðlaumfjöllunar máli sínu til stuðnings. Fyrirliggjandi gögn sýna aftur á móti að lítið hefur breyst hjá ungu fólki og ekkert liggur fyrir um menntunarstig brottfluttra. Orsakir þess að brottflutningur Íslendinga er meiri en á meðalári geta verið fjölmargar, bæði jákvæðar og neikvæðar, og um að gera að kanna þær nánar. Þar til sú greining hefur átt sér stað verður umræða um nauðsynlegar aðgerðir þó marklítil. Landflóttinn mikli gæti allt eins verið lítill eða enginn.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun