Landbúnaðurinn má ekki sofna á verðinum Ástvaldur Lárusson skrifar 20. september 2014 07:00 Íslenskur landbúnaður getur blómstrað undir lögmálum markaðsins. Aukin krafa er um lækkað matarverð og er spurningin ekki hvort heldur hvenær innflutningur á erlendum matvælum auðveldast til muna. Einnig er andstaðan í þjóðfélaginu við núverandi styrkja- og tollakerfi orðin mikil og er það ekki gott fyrir ímynd landbúnaðarins. Það má færa rök fyrir því að styrkja- og tollakerfið eins og það er í dag leiði til stöðnunar og bændur og afurðasöluaðilar hafa takmarkaðan hvata til þess að leita nýrra leiða til að hámarka sinn gróða. Það þarf að auka svigrúm til sjálfstæðrar tekjuöflunar hjá bændum, með því að gera það auðveldara fyrir bændur að finna markaði fyrir sínar vörur og leita nýrra tækifæra. Kerfið eins og það er núna hefur leitt til þess að bændur fá ekki viðunandi hagnað af sinni framleiðslu, en krafan um að neytendur fái vöruna á lægra verði verður sífellt háværari. Landbúnaðarvörur eru einhæfar og það þarf mjög lítið að koma til, svo mikil skerðing verði á tekjum bænda. Nýting íslensks landbúnaðar á markaðstækifærum er ekki nægileg til að geta staðið undir sjálfum sér þegar samkeppni kemur á markaðinn. Það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær slakað verður á innflutningshöftum og er landbúnaðurinn ekki nógu sterkur til þess að standa undir högginu sem verður af breyttum markaðsaðstæðum. Það er eðlilegt að sú staðreynd að enn er ekki búið að selja mörg tonn af lambakjöti frá því í fyrra veki tortryggni. Á mörgum sviðum fá lögmál markaðarins ekki að njóta sín. Innflutningshöftum á erlendu grænmeti var þó létt fyrir rúmlega áratug. Ekki fóru grænmetisbændur á hausinn, heldur hefur þeirra stétt eflst til muna. Samkvæmt þessu ætti samkeppni í öðrum búgreinum ekki að verða þeim að falli, ef rétt er staðið að verki. Það er t.d. hægt að spyrja sig hvort það sé hlutverk íslenskra sauðfjárbænda að framleiða eins ódýrt lambakjöt fyrir íslenska neytendur og hægt er. Ekki er heldur réttlætanlegt að reyna að framleiða ódýra vöru fyrir erlenda markaði; styrkleikar okkar liggja ekki þar. Það eru mörg tækifæri í sölu á dýrri sérvöru á bæði innlendum og erlendum markaði þar sem væri hægt að beina athyglinni að hreinleika íslenskrar framleiðslu. Íslensk landbúnaðarvara gæti skapað sér sess sem sérvara á innlendum og erlendum mörkuðum. Erlend vara á íslenskum markaði þarf ekki að koma í veg fyrir að neytendur velji íslenskt, ef vel er staðið að verki við markaðssetningu og framsetningu íslenskra aðila. Hvatinn til að standa sig vel í þeim efnum væri mikill við þær aðstæður og myndi hjálpa til við að skapa vöru sem á erindi á kröfuharða erlenda markaði. Við þurfum að styrkja stoðir landbúnaðarins á ýmsum víglínum svo að hann geti staðið í lappirnar þegar fyrirhuguð samkeppni eykst á þeirra stærstu núverandi markaðshlutdeild. Framleiðslugeta íslensks landbúnaðar er meiri en eftirspurn íslenskra neytenda og því þarf að skapa grundvöll fyrir að nýta þá getu sem best. Á þeim sviðum þar sem framleiðslugetan er ekki nægjanleg til að uppfylla íslenska eftirspurn verður að markaðsetja þá vöru sem íslenska sérvöru. Það er framþróun á öllum sviðum samfélagsins og má landbúnaðurinn ekki dragast aftur úr. Nú virðist það vera þannig að landbúnaðurinn reyni að viðhalda lágu þjónustustigi, en þá snúast veikleikarnir, erfiðar náttúrulegar aðstæður, gegn honum. Það er ekkert að því að flytja inn erlendar landbúnaðarvörur, svo fremi sem íslenskur landbúnaður geti brugðist við því. Það þarf bara að grípa tækifærin og horfa fram á veginn. Ólíklegt er að auknir styrkir muni vænka hag bænda til frambúðar. Ég er þó ekki að segja að það sé rétt að fella styrkjakerfið til bænda alveg niður og taka tollverndina af, en hagsmunaaðilar eiga ekki að vera hræddir við að ræða breytingar á þessu sem gætu orðið bæði neytendum og bændum í hag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Sjá meira
Íslenskur landbúnaður getur blómstrað undir lögmálum markaðsins. Aukin krafa er um lækkað matarverð og er spurningin ekki hvort heldur hvenær innflutningur á erlendum matvælum auðveldast til muna. Einnig er andstaðan í þjóðfélaginu við núverandi styrkja- og tollakerfi orðin mikil og er það ekki gott fyrir ímynd landbúnaðarins. Það má færa rök fyrir því að styrkja- og tollakerfið eins og það er í dag leiði til stöðnunar og bændur og afurðasöluaðilar hafa takmarkaðan hvata til þess að leita nýrra leiða til að hámarka sinn gróða. Það þarf að auka svigrúm til sjálfstæðrar tekjuöflunar hjá bændum, með því að gera það auðveldara fyrir bændur að finna markaði fyrir sínar vörur og leita nýrra tækifæra. Kerfið eins og það er núna hefur leitt til þess að bændur fá ekki viðunandi hagnað af sinni framleiðslu, en krafan um að neytendur fái vöruna á lægra verði verður sífellt háværari. Landbúnaðarvörur eru einhæfar og það þarf mjög lítið að koma til, svo mikil skerðing verði á tekjum bænda. Nýting íslensks landbúnaðar á markaðstækifærum er ekki nægileg til að geta staðið undir sjálfum sér þegar samkeppni kemur á markaðinn. Það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær slakað verður á innflutningshöftum og er landbúnaðurinn ekki nógu sterkur til þess að standa undir högginu sem verður af breyttum markaðsaðstæðum. Það er eðlilegt að sú staðreynd að enn er ekki búið að selja mörg tonn af lambakjöti frá því í fyrra veki tortryggni. Á mörgum sviðum fá lögmál markaðarins ekki að njóta sín. Innflutningshöftum á erlendu grænmeti var þó létt fyrir rúmlega áratug. Ekki fóru grænmetisbændur á hausinn, heldur hefur þeirra stétt eflst til muna. Samkvæmt þessu ætti samkeppni í öðrum búgreinum ekki að verða þeim að falli, ef rétt er staðið að verki. Það er t.d. hægt að spyrja sig hvort það sé hlutverk íslenskra sauðfjárbænda að framleiða eins ódýrt lambakjöt fyrir íslenska neytendur og hægt er. Ekki er heldur réttlætanlegt að reyna að framleiða ódýra vöru fyrir erlenda markaði; styrkleikar okkar liggja ekki þar. Það eru mörg tækifæri í sölu á dýrri sérvöru á bæði innlendum og erlendum markaði þar sem væri hægt að beina athyglinni að hreinleika íslenskrar framleiðslu. Íslensk landbúnaðarvara gæti skapað sér sess sem sérvara á innlendum og erlendum mörkuðum. Erlend vara á íslenskum markaði þarf ekki að koma í veg fyrir að neytendur velji íslenskt, ef vel er staðið að verki við markaðssetningu og framsetningu íslenskra aðila. Hvatinn til að standa sig vel í þeim efnum væri mikill við þær aðstæður og myndi hjálpa til við að skapa vöru sem á erindi á kröfuharða erlenda markaði. Við þurfum að styrkja stoðir landbúnaðarins á ýmsum víglínum svo að hann geti staðið í lappirnar þegar fyrirhuguð samkeppni eykst á þeirra stærstu núverandi markaðshlutdeild. Framleiðslugeta íslensks landbúnaðar er meiri en eftirspurn íslenskra neytenda og því þarf að skapa grundvöll fyrir að nýta þá getu sem best. Á þeim sviðum þar sem framleiðslugetan er ekki nægjanleg til að uppfylla íslenska eftirspurn verður að markaðsetja þá vöru sem íslenska sérvöru. Það er framþróun á öllum sviðum samfélagsins og má landbúnaðurinn ekki dragast aftur úr. Nú virðist það vera þannig að landbúnaðurinn reyni að viðhalda lágu þjónustustigi, en þá snúast veikleikarnir, erfiðar náttúrulegar aðstæður, gegn honum. Það er ekkert að því að flytja inn erlendar landbúnaðarvörur, svo fremi sem íslenskur landbúnaður geti brugðist við því. Það þarf bara að grípa tækifærin og horfa fram á veginn. Ólíklegt er að auknir styrkir muni vænka hag bænda til frambúðar. Ég er þó ekki að segja að það sé rétt að fella styrkjakerfið til bænda alveg niður og taka tollverndina af, en hagsmunaaðilar eiga ekki að vera hræddir við að ræða breytingar á þessu sem gætu orðið bæði neytendum og bændum í hag.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun