Landbúnaðurinn má ekki sofna á verðinum Ástvaldur Lárusson skrifar 20. september 2014 07:00 Íslenskur landbúnaður getur blómstrað undir lögmálum markaðsins. Aukin krafa er um lækkað matarverð og er spurningin ekki hvort heldur hvenær innflutningur á erlendum matvælum auðveldast til muna. Einnig er andstaðan í þjóðfélaginu við núverandi styrkja- og tollakerfi orðin mikil og er það ekki gott fyrir ímynd landbúnaðarins. Það má færa rök fyrir því að styrkja- og tollakerfið eins og það er í dag leiði til stöðnunar og bændur og afurðasöluaðilar hafa takmarkaðan hvata til þess að leita nýrra leiða til að hámarka sinn gróða. Það þarf að auka svigrúm til sjálfstæðrar tekjuöflunar hjá bændum, með því að gera það auðveldara fyrir bændur að finna markaði fyrir sínar vörur og leita nýrra tækifæra. Kerfið eins og það er núna hefur leitt til þess að bændur fá ekki viðunandi hagnað af sinni framleiðslu, en krafan um að neytendur fái vöruna á lægra verði verður sífellt háværari. Landbúnaðarvörur eru einhæfar og það þarf mjög lítið að koma til, svo mikil skerðing verði á tekjum bænda. Nýting íslensks landbúnaðar á markaðstækifærum er ekki nægileg til að geta staðið undir sjálfum sér þegar samkeppni kemur á markaðinn. Það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær slakað verður á innflutningshöftum og er landbúnaðurinn ekki nógu sterkur til þess að standa undir högginu sem verður af breyttum markaðsaðstæðum. Það er eðlilegt að sú staðreynd að enn er ekki búið að selja mörg tonn af lambakjöti frá því í fyrra veki tortryggni. Á mörgum sviðum fá lögmál markaðarins ekki að njóta sín. Innflutningshöftum á erlendu grænmeti var þó létt fyrir rúmlega áratug. Ekki fóru grænmetisbændur á hausinn, heldur hefur þeirra stétt eflst til muna. Samkvæmt þessu ætti samkeppni í öðrum búgreinum ekki að verða þeim að falli, ef rétt er staðið að verki. Það er t.d. hægt að spyrja sig hvort það sé hlutverk íslenskra sauðfjárbænda að framleiða eins ódýrt lambakjöt fyrir íslenska neytendur og hægt er. Ekki er heldur réttlætanlegt að reyna að framleiða ódýra vöru fyrir erlenda markaði; styrkleikar okkar liggja ekki þar. Það eru mörg tækifæri í sölu á dýrri sérvöru á bæði innlendum og erlendum markaði þar sem væri hægt að beina athyglinni að hreinleika íslenskrar framleiðslu. Íslensk landbúnaðarvara gæti skapað sér sess sem sérvara á innlendum og erlendum mörkuðum. Erlend vara á íslenskum markaði þarf ekki að koma í veg fyrir að neytendur velji íslenskt, ef vel er staðið að verki við markaðssetningu og framsetningu íslenskra aðila. Hvatinn til að standa sig vel í þeim efnum væri mikill við þær aðstæður og myndi hjálpa til við að skapa vöru sem á erindi á kröfuharða erlenda markaði. Við þurfum að styrkja stoðir landbúnaðarins á ýmsum víglínum svo að hann geti staðið í lappirnar þegar fyrirhuguð samkeppni eykst á þeirra stærstu núverandi markaðshlutdeild. Framleiðslugeta íslensks landbúnaðar er meiri en eftirspurn íslenskra neytenda og því þarf að skapa grundvöll fyrir að nýta þá getu sem best. Á þeim sviðum þar sem framleiðslugetan er ekki nægjanleg til að uppfylla íslenska eftirspurn verður að markaðsetja þá vöru sem íslenska sérvöru. Það er framþróun á öllum sviðum samfélagsins og má landbúnaðurinn ekki dragast aftur úr. Nú virðist það vera þannig að landbúnaðurinn reyni að viðhalda lágu þjónustustigi, en þá snúast veikleikarnir, erfiðar náttúrulegar aðstæður, gegn honum. Það er ekkert að því að flytja inn erlendar landbúnaðarvörur, svo fremi sem íslenskur landbúnaður geti brugðist við því. Það þarf bara að grípa tækifærin og horfa fram á veginn. Ólíklegt er að auknir styrkir muni vænka hag bænda til frambúðar. Ég er þó ekki að segja að það sé rétt að fella styrkjakerfið til bænda alveg niður og taka tollverndina af, en hagsmunaaðilar eiga ekki að vera hræddir við að ræða breytingar á þessu sem gætu orðið bæði neytendum og bændum í hag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Norræn samvinna Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslenskur landbúnaður getur blómstrað undir lögmálum markaðsins. Aukin krafa er um lækkað matarverð og er spurningin ekki hvort heldur hvenær innflutningur á erlendum matvælum auðveldast til muna. Einnig er andstaðan í þjóðfélaginu við núverandi styrkja- og tollakerfi orðin mikil og er það ekki gott fyrir ímynd landbúnaðarins. Það má færa rök fyrir því að styrkja- og tollakerfið eins og það er í dag leiði til stöðnunar og bændur og afurðasöluaðilar hafa takmarkaðan hvata til þess að leita nýrra leiða til að hámarka sinn gróða. Það þarf að auka svigrúm til sjálfstæðrar tekjuöflunar hjá bændum, með því að gera það auðveldara fyrir bændur að finna markaði fyrir sínar vörur og leita nýrra tækifæra. Kerfið eins og það er núna hefur leitt til þess að bændur fá ekki viðunandi hagnað af sinni framleiðslu, en krafan um að neytendur fái vöruna á lægra verði verður sífellt háværari. Landbúnaðarvörur eru einhæfar og það þarf mjög lítið að koma til, svo mikil skerðing verði á tekjum bænda. Nýting íslensks landbúnaðar á markaðstækifærum er ekki nægileg til að geta staðið undir sjálfum sér þegar samkeppni kemur á markaðinn. Það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær slakað verður á innflutningshöftum og er landbúnaðurinn ekki nógu sterkur til þess að standa undir högginu sem verður af breyttum markaðsaðstæðum. Það er eðlilegt að sú staðreynd að enn er ekki búið að selja mörg tonn af lambakjöti frá því í fyrra veki tortryggni. Á mörgum sviðum fá lögmál markaðarins ekki að njóta sín. Innflutningshöftum á erlendu grænmeti var þó létt fyrir rúmlega áratug. Ekki fóru grænmetisbændur á hausinn, heldur hefur þeirra stétt eflst til muna. Samkvæmt þessu ætti samkeppni í öðrum búgreinum ekki að verða þeim að falli, ef rétt er staðið að verki. Það er t.d. hægt að spyrja sig hvort það sé hlutverk íslenskra sauðfjárbænda að framleiða eins ódýrt lambakjöt fyrir íslenska neytendur og hægt er. Ekki er heldur réttlætanlegt að reyna að framleiða ódýra vöru fyrir erlenda markaði; styrkleikar okkar liggja ekki þar. Það eru mörg tækifæri í sölu á dýrri sérvöru á bæði innlendum og erlendum markaði þar sem væri hægt að beina athyglinni að hreinleika íslenskrar framleiðslu. Íslensk landbúnaðarvara gæti skapað sér sess sem sérvara á innlendum og erlendum mörkuðum. Erlend vara á íslenskum markaði þarf ekki að koma í veg fyrir að neytendur velji íslenskt, ef vel er staðið að verki við markaðssetningu og framsetningu íslenskra aðila. Hvatinn til að standa sig vel í þeim efnum væri mikill við þær aðstæður og myndi hjálpa til við að skapa vöru sem á erindi á kröfuharða erlenda markaði. Við þurfum að styrkja stoðir landbúnaðarins á ýmsum víglínum svo að hann geti staðið í lappirnar þegar fyrirhuguð samkeppni eykst á þeirra stærstu núverandi markaðshlutdeild. Framleiðslugeta íslensks landbúnaðar er meiri en eftirspurn íslenskra neytenda og því þarf að skapa grundvöll fyrir að nýta þá getu sem best. Á þeim sviðum þar sem framleiðslugetan er ekki nægjanleg til að uppfylla íslenska eftirspurn verður að markaðsetja þá vöru sem íslenska sérvöru. Það er framþróun á öllum sviðum samfélagsins og má landbúnaðurinn ekki dragast aftur úr. Nú virðist það vera þannig að landbúnaðurinn reyni að viðhalda lágu þjónustustigi, en þá snúast veikleikarnir, erfiðar náttúrulegar aðstæður, gegn honum. Það er ekkert að því að flytja inn erlendar landbúnaðarvörur, svo fremi sem íslenskur landbúnaður geti brugðist við því. Það þarf bara að grípa tækifærin og horfa fram á veginn. Ólíklegt er að auknir styrkir muni vænka hag bænda til frambúðar. Ég er þó ekki að segja að það sé rétt að fella styrkjakerfið til bænda alveg niður og taka tollverndina af, en hagsmunaaðilar eiga ekki að vera hræddir við að ræða breytingar á þessu sem gætu orðið bæði neytendum og bændum í hag.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun