Lána ríkinu til að byggja flughlað Sveinn Arnarson skrifar 10. júní 2016 05:00 Hagstætt er að flytja efnið úr göngunum í flughlað en ríkið setur ekki fé í það. Vísir/Auðunn Samgöngumál Stjórn Vaðlaheiðarganga hefur ákveðið að flytja um 20.000 rúmmetra af efni í flughlað Akureyrarflugvallar í þeirri von að hún fái það greitt seinna meir. Ekki eru til peningar hjá ríkinu til verksins og því ætla Vaðlaheiðargöng að lána ríkinu efni. „Við byrjuðum á mánudagsmorgni að keyra efni í flughlað Akureyrarflugvallar. Við munum greiða kostnaðinn við flutningana og lána þar með ríkinu það fjármagn. Við vonumst svo til að fá það greitt síðar meir,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. „Við gerum ráð fyrir að þessi útlagði kostnaður okkar verði greiddur af ríkinu þó við höfum ekkert í hendi okkar núna um það.“ Áætlaður kostnaður við efnisflutninginn nú er um 20 milljónir króna. Akureyrarbær hefur gagnrýnt ríkið fyrir að veita ekki fjármuni til stækkunar flughlaðsins á Akureyrarflugvelli þannig að hann geti tekið við millilandaflugi í auknum mæli. Til að mynda er bygging flughlaðsins ekki á samgönguáætlun ársins 2015-2018 sem enn er í meðförum þingsins. „Verktakinn þurfti að losa sig við efnið því það vantaði pláss á vinnusvæði ganganna. Því var um tvennt að velja; annaðhvort gefa efnið eða flytja það niður á flugvöll í þeirri von að fá það borgað seinna. Sá kostur var tekinn.“ segir Valgeir en hann áætlar að það taki um tvær til þrjár vikur að flytja efnið niður á flugvöll. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, vissi ekki af þessum áformum Vaðlaheiðarganga þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Hann sagði framkvæmdina alfarið á hendi ríkisins og Isavia kæmi ekkert að stækkun flughlaðsins að svo stöddu. Áætlað er að um 175 þúsund rúmmetrar af efni þurfi í stækkun flughlaðsins. Nú hafa um 50 þúsund rúmmetrar verið settir í verkefnið og að þremur vikum liðnum verða því um 70 þúsund rúmmetrar komnir á flugvallarsvæðið. Því er ljóst að um 100 þúsund rúmmetra af efni úr göngunum mun þurfa í viðbót til að hlaðið verði fullbyggt. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Samgöngumál Stjórn Vaðlaheiðarganga hefur ákveðið að flytja um 20.000 rúmmetra af efni í flughlað Akureyrarflugvallar í þeirri von að hún fái það greitt seinna meir. Ekki eru til peningar hjá ríkinu til verksins og því ætla Vaðlaheiðargöng að lána ríkinu efni. „Við byrjuðum á mánudagsmorgni að keyra efni í flughlað Akureyrarflugvallar. Við munum greiða kostnaðinn við flutningana og lána þar með ríkinu það fjármagn. Við vonumst svo til að fá það greitt síðar meir,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. „Við gerum ráð fyrir að þessi útlagði kostnaður okkar verði greiddur af ríkinu þó við höfum ekkert í hendi okkar núna um það.“ Áætlaður kostnaður við efnisflutninginn nú er um 20 milljónir króna. Akureyrarbær hefur gagnrýnt ríkið fyrir að veita ekki fjármuni til stækkunar flughlaðsins á Akureyrarflugvelli þannig að hann geti tekið við millilandaflugi í auknum mæli. Til að mynda er bygging flughlaðsins ekki á samgönguáætlun ársins 2015-2018 sem enn er í meðförum þingsins. „Verktakinn þurfti að losa sig við efnið því það vantaði pláss á vinnusvæði ganganna. Því var um tvennt að velja; annaðhvort gefa efnið eða flytja það niður á flugvöll í þeirri von að fá það borgað seinna. Sá kostur var tekinn.“ segir Valgeir en hann áætlar að það taki um tvær til þrjár vikur að flytja efnið niður á flugvöll. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, vissi ekki af þessum áformum Vaðlaheiðarganga þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Hann sagði framkvæmdina alfarið á hendi ríkisins og Isavia kæmi ekkert að stækkun flughlaðsins að svo stöddu. Áætlað er að um 175 þúsund rúmmetrar af efni þurfi í stækkun flughlaðsins. Nú hafa um 50 þúsund rúmmetrar verið settir í verkefnið og að þremur vikum liðnum verða því um 70 þúsund rúmmetrar komnir á flugvallarsvæðið. Því er ljóst að um 100 þúsund rúmmetra af efni úr göngunum mun þurfa í viðbót til að hlaðið verði fullbyggt.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira