Lána ríkinu til að byggja flughlað Sveinn Arnarson skrifar 10. júní 2016 05:00 Hagstætt er að flytja efnið úr göngunum í flughlað en ríkið setur ekki fé í það. Vísir/Auðunn Samgöngumál Stjórn Vaðlaheiðarganga hefur ákveðið að flytja um 20.000 rúmmetra af efni í flughlað Akureyrarflugvallar í þeirri von að hún fái það greitt seinna meir. Ekki eru til peningar hjá ríkinu til verksins og því ætla Vaðlaheiðargöng að lána ríkinu efni. „Við byrjuðum á mánudagsmorgni að keyra efni í flughlað Akureyrarflugvallar. Við munum greiða kostnaðinn við flutningana og lána þar með ríkinu það fjármagn. Við vonumst svo til að fá það greitt síðar meir,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. „Við gerum ráð fyrir að þessi útlagði kostnaður okkar verði greiddur af ríkinu þó við höfum ekkert í hendi okkar núna um það.“ Áætlaður kostnaður við efnisflutninginn nú er um 20 milljónir króna. Akureyrarbær hefur gagnrýnt ríkið fyrir að veita ekki fjármuni til stækkunar flughlaðsins á Akureyrarflugvelli þannig að hann geti tekið við millilandaflugi í auknum mæli. Til að mynda er bygging flughlaðsins ekki á samgönguáætlun ársins 2015-2018 sem enn er í meðförum þingsins. „Verktakinn þurfti að losa sig við efnið því það vantaði pláss á vinnusvæði ganganna. Því var um tvennt að velja; annaðhvort gefa efnið eða flytja það niður á flugvöll í þeirri von að fá það borgað seinna. Sá kostur var tekinn.“ segir Valgeir en hann áætlar að það taki um tvær til þrjár vikur að flytja efnið niður á flugvöll. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, vissi ekki af þessum áformum Vaðlaheiðarganga þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Hann sagði framkvæmdina alfarið á hendi ríkisins og Isavia kæmi ekkert að stækkun flughlaðsins að svo stöddu. Áætlað er að um 175 þúsund rúmmetrar af efni þurfi í stækkun flughlaðsins. Nú hafa um 50 þúsund rúmmetrar verið settir í verkefnið og að þremur vikum liðnum verða því um 70 þúsund rúmmetrar komnir á flugvallarsvæðið. Því er ljóst að um 100 þúsund rúmmetra af efni úr göngunum mun þurfa í viðbót til að hlaðið verði fullbyggt. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Samgöngumál Stjórn Vaðlaheiðarganga hefur ákveðið að flytja um 20.000 rúmmetra af efni í flughlað Akureyrarflugvallar í þeirri von að hún fái það greitt seinna meir. Ekki eru til peningar hjá ríkinu til verksins og því ætla Vaðlaheiðargöng að lána ríkinu efni. „Við byrjuðum á mánudagsmorgni að keyra efni í flughlað Akureyrarflugvallar. Við munum greiða kostnaðinn við flutningana og lána þar með ríkinu það fjármagn. Við vonumst svo til að fá það greitt síðar meir,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. „Við gerum ráð fyrir að þessi útlagði kostnaður okkar verði greiddur af ríkinu þó við höfum ekkert í hendi okkar núna um það.“ Áætlaður kostnaður við efnisflutninginn nú er um 20 milljónir króna. Akureyrarbær hefur gagnrýnt ríkið fyrir að veita ekki fjármuni til stækkunar flughlaðsins á Akureyrarflugvelli þannig að hann geti tekið við millilandaflugi í auknum mæli. Til að mynda er bygging flughlaðsins ekki á samgönguáætlun ársins 2015-2018 sem enn er í meðförum þingsins. „Verktakinn þurfti að losa sig við efnið því það vantaði pláss á vinnusvæði ganganna. Því var um tvennt að velja; annaðhvort gefa efnið eða flytja það niður á flugvöll í þeirri von að fá það borgað seinna. Sá kostur var tekinn.“ segir Valgeir en hann áætlar að það taki um tvær til þrjár vikur að flytja efnið niður á flugvöll. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, vissi ekki af þessum áformum Vaðlaheiðarganga þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Hann sagði framkvæmdina alfarið á hendi ríkisins og Isavia kæmi ekkert að stækkun flughlaðsins að svo stöddu. Áætlað er að um 175 þúsund rúmmetrar af efni þurfi í stækkun flughlaðsins. Nú hafa um 50 þúsund rúmmetrar verið settir í verkefnið og að þremur vikum liðnum verða því um 70 þúsund rúmmetrar komnir á flugvallarsvæðið. Því er ljóst að um 100 þúsund rúmmetra af efni úr göngunum mun þurfa í viðbót til að hlaðið verði fullbyggt.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira